Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 126
124
Það fyrsta sem gerist, þegar
sjúklingur er lagður inn á þessa
stofnun er því það, að dregin er
upp bæði andleg og líkamleg mynd
af persónuleika viðkomandi manns
og er það of langt mál, þar sem
ekki einungis er rakin saga höfuð-
verkjar mannsins heldur einnig
höfuðverkja foreldra hans ásamt
lýsingum á starfi sjúklingsins,
hvíldartíma hans, mataræði, þrám
og löngunum, tómstundavinnu og
allri hegðan. Þessi langa skýrsla
leiðir oft í Ijós hinar raunverulegu
orsakir til höfuðverksins.
Að lokinni þessari lýsingu og
greiningu á öllum persónuleika
mannsins er tekið til við líkama
hans með því að rannsaka blóðið,
þvagið, röntgenmynda höfuðkúp-
una og síðan eru rannsökuð eyrun,
tennurnar, nefið og rennsli þess, og
augun.
Margt í rannsókn þessari er einna
líkast þeim „hundakúnstum“, sem
höfunda.r vísindalegra skáldsagna
leika sér að því að láta gerast. Eitt
er það að maðurinn er látinn sitja
í hægindastóli við stóra rafvél og
á höfði hans eru 8 til 14 tenglar.
Maðurinn finnur ekkert fyrir þessu
tæki, en tenglarnir ná öldum heil-
ans og þær breytast í línurit í vél-
inni sem hefur magnað þær milljón
sinnum. Meðan á þessari rannsókn
stendur er maðurinn spurður ým-
issa spurninga óg honum sýnt eitt
eða annað, sem vekur honum um-
hugsun og öll heilastarfsemi hans
breytist í línurit, þar sem lesa má
um hina mismunandi orku, sem
sjúklingurinn beitir og jafnframt
ÚRVAL
hvaða áhrif hugsun hans hefur á
höfuðvöðvana.
Þessu lík er slagæðarannsóknin,
nema þá liggur sjúklingurinn og
það eru tengdir hljóðnemar við
höfuð hans í stað raftenglanna.
Sjúklingurinn er látinn liggja þann-
ig í hálftíma og tíðni æðasláttarins
breytist í línurit líkt og öldur heil-
ans áður og þá liggur ljóst fyrir
sambandið milli höfuðverkjarins og
blóðrennslisins. Önnur álíka mæl-
ing fer fram á blóðrennslinu til
vöðvanna sem liggja að höfðinu,
nema þá er notaður einskonar
Geigerteljari eftir að sprautað hef-
ur verið í manninn geislavirkum
isotópum. Ef höfuðverkur sjúkl-
ingsins stafar af spennu í vöðvun-
um, þá sýnir blóðstraumurinn til
vöðvanna það.
Ein mikilsverðasta rannsóknin er
rannsókn á starfi hálsvöðvanna, og
hún er framkvæmd bæði með
hljóð- og rafbylgjum og þá getur
læknirinn lesið á línuriti, hvernig
sjúklingnum líður og hversu mikið
hann þjáist þegar höfuðverkurinn
herjar sem ákafast.
Þegar þessum rannsóknum er
lokið, þá hefur komið í Ijós, hvers
eðlis höfuðverkurinn er, og sjúkl-
ingurinn er sendur til læknis, Lang-
algengast er að sami læknirinn sé
látinn sjá um sjúklinginn frá byrj-
un til enda. Það virðist, eins og
gott samband milli læknis og sjákl-
ings, sé mjög mikilsvert atriði.
Oft er það svo, til allrar ham-
ingju, að höfuðverkurinn á sér sál-
rænar orsakir fremur en að hann
orsakist af meiðslum eða líkamleg-
um ágalla. En þessi höfuðverkur