Úrval - 01.06.1967, Síða 17

Úrval - 01.06.1967, Síða 17
SVONA ER AÐ HAFA DELERIUM 15 margar lýsingar á knattspyrnu- keppni í köstum mínum, sem í þessu. Stundum var talað um stjórnmál, og alltaf komu raddirnar út úr ofninum. Verst þótti mér það, að vita með fullri vissu, að þetta gat ekki átt sér stað, aldrei kemur rödd út úr ofni, en samt varð ekki um villzt, að ég heyrði raddirnar, og hvaðan þær komu. Ég reyndi að láta aðra heyra þetta, en það var hlegið að mér fyrir það. Ég þóttist hlæja, en mér var ekki hlátur í hug. Þegar mér var orðið ástand mitt fullljóst, varð ég ákaflega hræddur. Hræðslan vafðist utan um mig og sat þar föst. Skrýtið var það, að ég var hræddastur á daginn, þegar bjart var, eða var það eðlilegt? — Dagurinn er bjartur og skýr, fátt dylst augum og eyrum, en nóttin er myrk, og ekki allt auðskýrt, sem þá ber fyrir. Á daginn heyrir eng- inn neitt, eða varla, sem hann veit ekki hvað er. En það gerði ég. í eitt skipti var ég úti við á gangi, og þá heyrði ég þetta uppi í loftinu, í svo sem 8—10 metra hæð. Nú komu raddirnar frá einhverri krá. Það var setið þar umhverfis borð og verið að tala saman. Það var skeggrætt og skálað og þruglað og reknir upp hrossahlátrar — og alltaf var það ég, sem hlegið var að. Ég var ekki til staðar þarna, en heyrði samt allt. Svo flýði ég burt frá þessu. Engin veitingakrá var nokkursstaðar í nánd. Ég varð bullsveittur. Ég hafði týnt plógfarinu mínu. Sofnað gat ég ekki. Og svo leið mánuður að ég svaf ekki dúr. Getur þetta hafa átt sér stað? — Ég veit það ekki, en ég vissi ekki til þess að ég festi blund. Ég vissi vel að ég var að reyna að sofna, en það tókst ekki. Eina nóttina tók í hnúk- ana. — Ég hef skrifað þó nokkuð, m. a. eina skáldsögu og nokkra leik- þætti fyrir útvarp og gert tilraun til að semja leikrit. En á þessari nótt sleppti ég ekki pennanum, og þegar morgnaði hafði ég lokið heilli bók. Ég get ekki birt neintt úr þeirri bók, en hafi nokkurn tíma verið skrifuð klámbók, þá var það þessi. Aldrei hef ég vitað annað eins. At- burðir bókarinnar gerðust í kaffi- húsi í Torvegade á Christianshavn. Slíkt og þvílíkt kaffihús hef ég aldrei komið í. Sumt af þessu gerð- ist í hverfinu þar sem Sölvgade er, og um síðustu aldamót. Nú kemur eitt menntað göfugmenni, rektor að starfi og stöðu, og álpast inn í þessa kaffihúsómynd í Torvegade, en sú sem mestu réð þar inni, var alræmd skækja. Ekki er frá því segjandi hvernig hún lét, en svo mikið er víst að hún fór í engar f elur með látæði sitt. Ég „skrifaði" sög- una á einni nóttu, þannig að ég las hana upphátt fyrir skrifara, en hver var hann? En það sem mig furðaði mest á, var það, að ég hafði allt annað tungutak og orðaforða, en mér er eiginlegt að hafa, og var allt miklu fullkomnara en ég hefði get- að haft í eðlilegu ástandi. Ég man hve vandlega ég lýsti þessu skraut- lega umhverfi (í Sölvgade) með orðum og orðtækjum, sem ég kann ekki að nota, og rektornum gerði ég afar góð skil, samt var þetta auð- uga orðaval mitt líkt því sem það ætti sér uppruna í horfinni tíð. Og kaffihúsinu, svona ómerkilegu á all-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.