Úrval - 01.06.1967, Page 39

Úrval - 01.06.1967, Page 39
TVÆR SKOÐANIR — TVEIR KYNÞÆTTIR 37 Eitt er víst, og það er, að þjóð Zimþabwe mun ekki una sér hvíld- ar, fyrr en oki hins fámenna erlenda minnihluta er létt af landinu og við höfum tryggt okkur rétt til sjálfs- stj órnar. Tónskáldið Deems Taylor kom eitt sinn jafnvel sínum beztu vinum skemmtilega á óvart, er hann opinberaði fyrir þeim hæfileika, sem þeir höfðu ekki haft hugmynd um, að hann byggi yfir. Hann hafði verið kallaður fram á sviðið að loknum tónleikum og hélt þar alveg stórkost- lega „leiksviðsræðu" fyrir nokkur þúsund áheyrendur Metropolitanóper- unnar. Tjaldið var fallið eftir heimsfrumsýninguna á „The King's Henchman". Söngvararnir og hljómsveitarstjórinn höfðu komið fram á sviðið hvað eftir annað til þess að þakka lófaklappið. Sífellt fleiri áheyrendur tóku nú að heimta tónskáldið fram á sviðið, en allt kom fyrir ekki, þangað til hróp þeirra voru orðin að einu samfelldu öskri. Þá loks birtist Deems. Hann lyfti upp hendinni og bað um þögn. Áheyrendur biðu þess í ofvæni, að hann tæki til máls. E'n þeir furðuðu sig á framkomu hans. Fyrst sneri hann höfði sínu til hægri og svo rétt á eftir hægt til vinstri svo að allir gætu séð vangasvip hans greinilega, og skælbrosti. Hann sneri sér síðan beint fram til áheyrenda, brosti enn og sagði: „Jæja, nú vil ég, að þið farið heim með minningu, sem mun endast ykkur allt lífið. Þið eruð nýbúin að sjá sannarlega hamingjusaman mann.“ Marc Connelly Hinn mikli töframaður Harry Houdini var fremur sparsamur mað- ur og rauk ekki upp til handa og fóta til þess að borga reikninginn þegar hann snæddi á veitingahúsum með einhverjum. En sjónhverfinga- manni og gamanleikara einum í Fíladelfíu tókst eitt sinn að koma fram grimmilegum hefndum. Maður þessi, sem hét Meyenberg, var eitt sinn að snæða með Houdini í veitingasal Fjöllistamannaklúbbsins ásamt tveim öðrum kunningjum þeirra. „Houdini", sagði Meyenberg að máltið lokinni, „langar þig til þess að sjá nýtt bragð? Legðu lófana flata á borðið." Síðan setti Meyenberg tvö glös, barmafull af vatni, ofan á handar- bök Houdini. Að svo búnu risu þeir Meyenberg og kunningjar hans tveir í skyndi upp frá borðum og flýðu. „Reyndu að losna úr þessari klípu án þess að borga reikninginn," hrópaði gamanleikarinn á hlaupun- um. Fulton Oursler Auglýsingaspjald í karlmannafátaverzlun: „Látið honum finnast sem hann sé geimfari.... kaupið handa honum síð nærföt í jólagjöf!"
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.