Úrval - 01.03.1969, Síða 36
34
mælum smávægilegar jarðhræring-
ar.
Breiner er á þeirri skoðun, að
segulmagnsbreytingar þessar geti
átt rót sína að rekja til þungra
strauma í iðrum jarðar; hluti. af
spennunni, sem þar komi fram,
þrýstist upp í næsta jarðlag fyrir
ofan, en í flestum tilfellum valdi
umbrot þessi ekki skaða á yfirborð-
inu.
En til þess, að hægt sé að sjá jarð-
skjálfta fyrir með þessu móti þurfa
hinar nauðsynlegu athuganir að
fara fram. Það er mikið til í heim-
inum af alþjóðlegum jarðskjálfta-
athugunarstöðvum, sem mælt geta
veikar bylgjur frá fjarlægum stöð-
um. En ef jörðin skelfur í ná-
grenninu, verður allt óvirkt, —
eins og baðvog, sem vörubíll ekur
yfir.
Eigi að nást árangur í að spá fyr-
ir um jarðskjálfta, verður að koma
fyrir öflugum mælitækjum á lík-
legustu jarðskjálftasvæðunum. Jap-
anir tóku einmitt upp þessa aðferð
árið 1965, en þar í landi er tíðnin
einna mest í heiminum.
Skömmu seinna kom mikið af
smáhræringum umhverfis Matsu-
shiro, ca. 185 km. norðvestur af
Tokyo. íbúarnir tóku eftir 600
kippum einn daginn, en mælarnir
sýndu þúsundir.
Vísindamenn flykktust nú til
svæðisins með tæki sín. Eftir
margra mánaða rannsóknir voru
þeir búnir að fá tilfinningu fyrir
atvikakeðju þeirri, sem á sér stað
við jarðskjálfta. í fimm tilvikum
mældu þeir fjölmarga smákippi á
ÚRVAL
undan meiriháttar hi’æringum. Á
sama tíma urðu þeir varir við hrey.f-
ingar í lögunum undir yfirborðinu
með: hjálp sérstakra mæla, sem
grafnir eru ofan í jörðina.
Eftir því sem japanskir jarð-
skjálftafræðingar öðluðust meiri
reynslu tóku þeir að fika sig áfram
með að senda jarðskjálftaaðvaran-
ir gegnum veðurstofu landsins.
Eins og til að mynda: „Það eru
miklar líkur til, að sterkur jarð-
skjálfti eigi eftir að koma nálægt
X-borg áður en mánuður er lið-
inn.“ Yfirvöldin taka aðvaranir
þessar alvarlega og gera ýmsar ráð-
stafanir til að mæta hugsanlegum
náttúruhamförum.
Verið er nú að framkvæma svip-
aðar framkvæmdir í Bandaríkjun-
um. Skömmu eftir Alaska-jarð-
skjálftana á föstudaginn langa 1964
fyrirskipaði forsetinn að útvelja
14 jarðfræðinga til að rannsaka
möguleikana á að spá fyrir um
umbrot í jörðu.
Niðurstaða varð sú, að rétt væri
að fara að dæmi Japana. Til starf-
seminnar hafa verið veittar 137
milljónir dala, sem skiptast skulu á
tíu ár, og er það harla lítil upphæð
í samanburði við tjón það, sem
einstaka jarðskjálftar geta valdið.
Óskadraumurinn væri auðvitað
sá, að unnt væri að koma í veg fyr-
ir jarðskjálfta. En hér er nokkuð
mikið upp í sig tekið. Hugmyndin er
samt kannske ekki fjarri allri skyn-
semi. Árið 1962 mældist á svæðinu
umhverfis Denever fyrsti kippur-
inn í 80 ár, og einn af jarðfræðing-