Úrval - 01.03.1969, Side 9
7
saga, sem bragð er að.
Það fer vart hjá því, að
stúlka þessi, þótt lítil
sé, hafi fengið einhverja
nasasjón af glæpaþátt-
um í sjónvarpi og mætti
rita langt mál um, hvort
slík áhrif séu heppileg
fjrrir börn eða ekki. En
í sögunni kemur fram
hið ósvikna ímyndun-
arafl barnsins. Þegar
hún segir, að dómarinn
hafi skilið gluggann eft-
ir opinn, dettur manni
strax í hug, að nú muni
þrjóturinn strjúka út um
gluggann. En nei, ekki
aldeilis! Það stekkur
grís inn um hann og sezt
meira að segja í fang-
ið á dómaranum! Þetta
hefði engum rithöfundi
getað dottið í hug.
Ekki er hún síður at-
hyglisverð og skemmti-
leg ritsmíðin, sem hér
fer á eftir og fjallar um
vorið:
„Ég elska vorið. Ó,
hvað ég elska vorið,
því að þegar vor er, þá
halda foreldrar mínir
veizlu úti í garði í stað-
inn fyrir að halda
veizlu inni. Það kemur
fullt af fólki og svo
klifra ég upp í tré og
sit þar og horfi á fólk-
ið drekka bjór. Svo fara
allir og foreldrar mínir
fara til þess að segja
bless og vinlca fólkinu.
Þá klifra ég niður úr
trénu og flýti mér að
drekka allar leifarnar í
flöskunum og glösunum.
Mér finnst það agalega
gott. Þess vegna elska
ég vorið.“
Ritgerð um hestinn,
skrifuð af ellefu ára
snáða:
„Hesturinn er nyt-
samasta dýrið í veröld-
inni. Það er kýrin líka.
Ég átti einu sinni tólf
endur, og tvær af þeim
voru steggir. Einu sinni
þekkti ég strák, sem
átti sjö kjúklinga, en
pabbi hans vildi ekki
hafa að hann ætti þá.
Og þá varð strákurinn
svo reiður, að hann bor-
aði gat á hjólbörurnar
hans pabba síns. Hund-
urinn minn heitir
Hvutti. Við eigum tvo
ketti. Ég vildi að ég ætti
hest. Hesturinn vegur
þúsund pund.“
Smásaga eftir níu ára
telpu:
„Það var einu sinni
lítil stelpa, sem hét
Clarisse Nancy Imogene
Ingrid La Rose. Hún
hafði ekkert hár og var
með stóra fætur. En
hún var mjög rík og
hitt var allt auðvelt
fyrir hana.“
Eitt sinn var efnt til
ritgerðasamkeppni með-
al barna og verkefnið
var „Faðir minn“. í
einni ritgerðinni stóð
meðal annars þetta: