Úrval - 01.03.1969, Síða 113
SKJÖL VALACHl
111
samstundis myndaðist svartur
markaður fyrir þessar nauðsynjar.
AS vísu var þar ekki um að ræða
sama mokaflann og bannárin höfðu
fært Cosa Nostjramönnum upp í
hendurnar, en þó var sama sígilda
blandan nú fyrir hendi, sem gerði
hinni skipulögðu glæpastarfsemi of-
ur auðvelt að mata krókinn: ólögleg
sala ýmissa vörutegunda, kjöts, syk-
urs, bensíns, o.s.frv. til viðskipta-
vina, sem hugsuðu sig allt of sjald-
an tvisvar um, áður en þeir gerð-
ust meðsekir.
Þessi „blanda" tryggði ekki að-
eins geysilegan, skattfrjálsan gróða,
heldur var mjög lítil áhætta fylgj-
andi þessu braski. Valachi gerði
bensínskömmtunarmiða að sérgrein
sinni. Og frá miðju ári 1942 til
stríðsloka 1945 græddi hann um
200.000 dollara, án þess að armur
laganna teygði sig nokkru sinni eft-
ir honum. Hann útvegaði sér bens-
ínskömmtunarmiða með því að láta
aðra brjótast inn í skrifstofur verð-
lagsnefnda á ýmsum stöðum og stela
þar skömmtunarmiðum. Innbrot
þessi voru venjulega framin af
sjálfstæðum bófaflokkum, sem seldu
svo skömmtunarmiðabröskurum
Cosa Nostra skömmtunarmiða í
stórum slöttum. Síðan seldu „her-
menn“ eins og Valachi bensínstöðv-
um bensínsskömmtunarmiðana.
Gróðinn. sem fékkst af svarta-
markaðsbensíninu, nam aðeins
nokkrum centum á hvert gallon
(4% lítra), en veltan var ofboðs-
leg. Allt stríðið fóru þannig 11—12
milljónir lítra af bensíni til ólög-
legra nota á hverjum einasta degi.
Það var næstum því algerlega
ómögulegt fyrir verðlagseftirlit rík-
isins að hafa í fullu tré við banda-
lag það, sem glæpamaðurinn, óheið-
arlegi bensínstöðvareigandinn og
óheiðarlegi ökumaðurinn mynduðu
þannig með sér. Þar að auki hófust
brátt blómleg viðskipti með notaða
bensínskömmtunarmiða. Miða þessa
átti að brenna, eftir að þeim hafði
verið skilað til skrifstofu Verðlags-
eftirlitsins frá hinum ýmsu bensín-
stöðvum. En Valachi segir, að það
hafi sjaldnast verið gert. Cosa
Nostrasamtökin smeygðu sér bara
inn í brennslustöðvarnar, þar sem
brenna átti notuðu miðana, náðu
miðunum og seldu þá öðru sinni.
Vegna svartamarkaðsgróða síns
gat Valachi nú fest kaup á öðru
veitingahúsi. En kvöld eitt í árs-
byrjun svaraði hann símahring-
ingu, sem átti eftir að hafa stór-
kostleg áhrif á skipan mála innan
Cosa Nostra.
„Heyrðu, Jói, hefurðu heyrt frétt-
irnar? Hann Vito er að koma heim
frá ftalíu!"
„í BÁL OG BRAND“
Genovese hafði þrifizt vel, með-
an hann dvaldi á Ítalíu. Hann hafði
komizt í mikið uppáhald hjá sjálf-
um Mussolini með því að gefa fas-
istaflokknum 250.000 dollara. En
það fór eins og við mátti búast. —•
Þegar hermenn Bandamanna geyst-
ust norður eftir Ítalíu, var hann
ekki lengi að snúa við blaðinu. Nú
bauð hann þeim þjónustu sína sem
túlkur og uppljóstrari. Og áður en
yfir lauk, hafði hann fengið mörg
bréf frá bandarískum liðsforingj-
um, þar sem þeir bera á hann hið