Úrval - 01.03.1969, Side 113

Úrval - 01.03.1969, Side 113
SKJÖL VALACHl 111 samstundis myndaðist svartur markaður fyrir þessar nauðsynjar. AS vísu var þar ekki um að ræða sama mokaflann og bannárin höfðu fært Cosa Nostjramönnum upp í hendurnar, en þó var sama sígilda blandan nú fyrir hendi, sem gerði hinni skipulögðu glæpastarfsemi of- ur auðvelt að mata krókinn: ólögleg sala ýmissa vörutegunda, kjöts, syk- urs, bensíns, o.s.frv. til viðskipta- vina, sem hugsuðu sig allt of sjald- an tvisvar um, áður en þeir gerð- ust meðsekir. Þessi „blanda" tryggði ekki að- eins geysilegan, skattfrjálsan gróða, heldur var mjög lítil áhætta fylgj- andi þessu braski. Valachi gerði bensínskömmtunarmiða að sérgrein sinni. Og frá miðju ári 1942 til stríðsloka 1945 græddi hann um 200.000 dollara, án þess að armur laganna teygði sig nokkru sinni eft- ir honum. Hann útvegaði sér bens- ínskömmtunarmiða með því að láta aðra brjótast inn í skrifstofur verð- lagsnefnda á ýmsum stöðum og stela þar skömmtunarmiðum. Innbrot þessi voru venjulega framin af sjálfstæðum bófaflokkum, sem seldu svo skömmtunarmiðabröskurum Cosa Nostra skömmtunarmiða í stórum slöttum. Síðan seldu „her- menn“ eins og Valachi bensínstöðv- um bensínsskömmtunarmiðana. Gróðinn. sem fékkst af svarta- markaðsbensíninu, nam aðeins nokkrum centum á hvert gallon (4% lítra), en veltan var ofboðs- leg. Allt stríðið fóru þannig 11—12 milljónir lítra af bensíni til ólög- legra nota á hverjum einasta degi. Það var næstum því algerlega ómögulegt fyrir verðlagseftirlit rík- isins að hafa í fullu tré við banda- lag það, sem glæpamaðurinn, óheið- arlegi bensínstöðvareigandinn og óheiðarlegi ökumaðurinn mynduðu þannig með sér. Þar að auki hófust brátt blómleg viðskipti með notaða bensínskömmtunarmiða. Miða þessa átti að brenna, eftir að þeim hafði verið skilað til skrifstofu Verðlags- eftirlitsins frá hinum ýmsu bensín- stöðvum. En Valachi segir, að það hafi sjaldnast verið gert. Cosa Nostrasamtökin smeygðu sér bara inn í brennslustöðvarnar, þar sem brenna átti notuðu miðana, náðu miðunum og seldu þá öðru sinni. Vegna svartamarkaðsgróða síns gat Valachi nú fest kaup á öðru veitingahúsi. En kvöld eitt í árs- byrjun svaraði hann símahring- ingu, sem átti eftir að hafa stór- kostleg áhrif á skipan mála innan Cosa Nostra. „Heyrðu, Jói, hefurðu heyrt frétt- irnar? Hann Vito er að koma heim frá ftalíu!" „í BÁL OG BRAND“ Genovese hafði þrifizt vel, með- an hann dvaldi á Ítalíu. Hann hafði komizt í mikið uppáhald hjá sjálf- um Mussolini með því að gefa fas- istaflokknum 250.000 dollara. En það fór eins og við mátti búast. —• Þegar hermenn Bandamanna geyst- ust norður eftir Ítalíu, var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Nú bauð hann þeim þjónustu sína sem túlkur og uppljóstrari. Og áður en yfir lauk, hafði hann fengið mörg bréf frá bandarískum liðsforingj- um, þar sem þeir bera á hann hið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.