Úrval - 01.03.1969, Síða 110
108
ÚRVAL
notaði því dálítið af hagnaðinum af
„númerasvindlinu" til þess aö hefja
okurlánastarfsemi, en sú starfsemi
færir nú sífellt út aukana á vegum
Cosa Nostra og nemur nú mörgum
billjónum dollara árlega.
„Hvernig ég byrjaði? Nú, maður
lánar einum eða tveimur, og áður
en maður veit af, eru allir vitlausir
í að fá lán. Maður þyrfti að eiga
sjálfan Rómarbanka, ef maður ætti
að lána öllum, sem vilja alveg æstir
fá lán. Lánin voru veitt gegn 20%
vöxtum, en vextina köllum við
„vigorish“. Tökum dæmi. Maður
lánar 1000 dollara, og sá, sem fær
lánið, á að borga 100 dollar á mán-
uði í 12 mánuði. Þessir 200 dollarar,
sem maður græðir, er einmitt það
„vigorish“, sem maður fær.
Það hefur verið skrifað mikið í
blöðin um harkalegar innheimtuað-
ferðir, jafnvel misþyrmingar. Nú,
það eina, sem ég get sagt um það,
er sú staðreynd, að sumir reka þetta
svona, en ég rak þetta á minn sér-
staka hátt. É'g er ekkert sólginn í
að lumbra. Eg stundaði okurlán ár-
um saman, og mér tókst alltaf að
fá hvert einasta lán endurgreitt.
Ástæðan fyrir þessu var einfaldlega
sú, að ég fór varlega í sakirnar,
þegar ég lánaði, og lánaði ekki
hverjum sem var.
Eg gerði ekki mikið að því að
lána kaupsýslumönnum, sko, ég
meina þeim, sem reka lögleg við-
skipti. Sko, að svolitlum tíma liðn-
um fer kaupsýslumaðurinn að velta
vöngum yfir öllum vöxtunum, sem
hann þarf að borga. Eftir að hann
hefur tekið eitt lán, kemur hann
fljótlega til þess að fá annað, og