Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 109

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 109
SKJÖL VALACHI 107 árið 1935. Þar voru að verki þrír af byssubófum Lepke Buchalters. Um þetta farast Valachi svo orð: „Char- ley heppni áleit, að það væri bezt fyrir alla aðila, að það væru menn úr herbúðum Hollendingsins sjálfs, sem sæju um hann.“ Ráðabrugg Lucianos virtist vera alveg pottþétt, og því tók vellíðun- arkennd að streyma um meðlimi Cosa Nostra. Þeir Luciano og Geno- vese hremmdu hinn risavaxna „veð- banka“ Schultz og starfsemi Valachi blómgaðist nú svo dýrlega, að hann lét sig það engu skipta, að hann varð nú að sjá um meiri ,,ís“, þ.e. mútufé, lögreglunni til handa. Slíkt var alveg nauðsynlegt vegna út- þenslu sarfseminnar. Hann notaði jafnvel hluta af gróðanum til þess að hleypa af stokkunum „fínum veðreiðabanka111 í borginni White Plains í New Jersey-fylki, þar sem húsmæður í úthverfunum gátu látið fara vel um sig og eytt síðari hluta dagsins í að veðja á hrossin á veð- reiðum úti um allar trissur. En sá hlær bezt, sem síðast hlær. Og segja má, að Hollenzki-Schultz hafi veitzt tækifæri til að hlæja að keppinautum sínum í hinum nýja bústað sínum. Nú var Schultz ekki lengur skotmark Deweys. Dewey náði ekki lengur til hans, og því tók hann að einbeita sér að því að ná tang'arhaldi á Luciano. Og honum tókst að fá hann dæmdan fyrir að hafa gerzt margfaldlega brotlegur á sviði annarrar glæpastarfsemi, þ.e. fyrir að neyða kvenfólk til þess að stunda vændislifnað og hirða tekj- urnar af því. Árið 1936 var Luciano dæmdur til fangelsisvistar, og hljóð- aði dómurinn upp á 30 til 50 ár. Þetta var talsvert áfall fyrir Val- achi. „Hvers vegna þurfti þetta endilega að vera Charley heppni?“ spyr hann. „Ég var þá einmitt að ná nánara sambandi við hann, og allt gekk prýðilega hjá mér.“ Og til þess að bæta gráu ofan á svart þá lýsti Dewey yfir því, að Genovese væri „Konungur alls konar glæpa- verka“, og tók nú að rannsaka mál hans í óða önn. Vito Genovesa fannst þetta því mjög heppilegur tími til þess að hverfa um hríð. Árið 1937 steig hann um borð í skip, sem var að leggja af stað til Ítalíu. „Jæja,“ segir Valachi, „nú var Charley heppni horfinn, og svo hvarf Vito líka. Já, þetta var sann- arlega áfall fyrir okkur alla.“ OKURKARLINN Nú varð Frank Costello því hús- bóndi „Luciano-fjölskyldunnar" í fjarveru hins raunverulega hús- bónda. Slíkt gat haft alvarlegar af- leiðingar fyrir Valachi. Það var ekki svo að skilja, að það væru neinir persónulegir árekstrajr með þeim Costello. Um þetta farast Valachi orð á þessa leið: „Frank var mesti friðsemdarnáungi." En Costello hafði ekki eins mikinn áhuga á „fjölskyldumálefnum" og rekstri sinna blómstrandi „fyrirtækja", spilavéla, veðbankabralls og alls konar fj árhættuspila. Hann átti líka hluti í löglegum fyrirtækjum, svo sem olíuvinnslu, fasteignasölu og vínumboði og vínsölu. Valachi var alveg sannfærður um eitt. Nú yrði hann að treysta á sjálfan sig og engan annan. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.