Úrval - 01.03.1969, Side 80

Úrval - 01.03.1969, Side 80
78 ismaður einn, „virtist hann heldur nýr af nálinni, líkt og Ford-módel- ið A, sem þá var nýkomið fram á sjónarsviðið. En nú hefur þetta hvorttveggja, keisarinn og þessi bíl- árgerð, ekki sérlega nýtízkulegt út- lit.“ Keisarinn hefur lengi haldið því fram að lokatakmark sitt sé að gera Eþíópíu að lýðræðisríki eftir brezkri fyrirmynd, en seint gengur að víkja á brott gömlum venjum. Almennur kosningaréttur hefur að vísu verið. lögleiddur, en keisari og tignarmenn hans ákveða, hverjir bornir eru fram. 1960 sýndu nokkrir þingmenn andstöðu við nokkur stjórnarfrum- vörp, og virtist keisari í fyrstu láta það gott heita, jafnvel ekki laust við að honum væri skemmt við and- stöðuna. En þegar útlit varð fyrir að frumvörpin næðu ekki fram að ganga, urraði gamla ljónið lítils- háttar, og þessi litli vottur af stjórn- arandstöðu varð að engu. SÆÐIÐ SPÍRAR í desember 1960, skömmu eftir þessa fyrstu tilraun til stofnunar löglegrar stjórnarandstöðu í land- inu, kom til uppreisnar í Add's Abeba. Tíminn til þessa var valinn gáfulega, þar eð keisarinn var þá í Brasilíu í opinberri heimsókn. Fremstur í flokki uppreisnarmanna var lífvörður keisarans, sem hann hafði treyst skilyrðislaust. Hann hraðaði sér heim til að kæfa upp- hlaupið, en því verki var þegar lok- ið er hann kom á vettvang. Land- her og flugher höfðu tekið þar til hendi, sumpart af tryggð við keis- ÚRVAL arann, sumpart af ríg í garð líf- varðarins. Keisarinn viðurkenndi að hin raunverulega ástæða fyrir uppreisn- inni væri óánægja menntastéttar- innar, sem hann hafði sjálfur átt að nokkru sök á, og sagði beisklega: „Nú uppsker ég hvað ég sáð hef.“ Foringjar uppreisnarmanna voru að vísu líflátnir, en jafnframt bætti keisarinn þúsundum ungra manna í röð embættismanna. Þá hefur hann gefið fulltrúaþinginu frjálsari hend- ur og hefur það nokkrum sinnum snúizt gegn ýmsum ráðstöfunum hans, þar á meðal mikilvægum lánasamningi við Ítalíu. í september 1964 fékk keisari veður af undirbúningi nýrrar upp- reisnar innan hersins. Hann lét þá handtaka eitthvað um tuttugu liðs- foringja, rak þá úr hernum eða sendi þá til afskekktra landshluta — og hækkaði mála hersins (í sum- um tilfellum um helming). En að- eins óraunsæir bjartsýnismenn — og meðal þeirra er keisarinn ekki —- láta sér detta í hug að óánægja menntamanna sé þar með búin. Framtíðin veltur að verulegu leyti á heilsu og hreysti Júdaljóns. Op- inber ríkiserfingi er eini eftirlif- andi sonur keisarans, Asfa Vossen krónprins, sem er hálfsextugur að aldri, mildur og viðkunnanlegur maður og miklu frjálslyndari og lýðræðissinnaðri en faðir hans. En þrátt fyrir gagnrýni ungu menntamannanna, getur enginn neitað því, að Haile Selassie hefur valdið meiri breytingum í Eþíópíu á einum mannsaldri en nokkur ann- ar stjórnandi landsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.