Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 115

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 115
SKJÖL VALACHI 113 að yfirgefa fangelsið. Hann lifði í felum í 18 ár, heltekinn ótta. Svo hvarf hann skyndilega árið 1964. Og þrem vikum síðar fannst lík hans á reki í Jamaicaflóanum úti á Lönguey við New York. Það hafði verið reyrt fast við steinsteypu- stykki og því síðan kastað í flóann, en nú hafði það losnað og lyfzt upp á yfirborðið. Líkami hans var al- þakinn sárum eftir íssting, og hnakkinn hafði verið sprengdur af höfðinu. Eftir að Genovese var kominn aftur til Ameríku, hófst hann nú handa um að ná aftur yfirráðum yfir „hermönnum“ sínum og tryggja sér hollustu þeirra. En hann komst brátt að því, að hann gat ekki bol- að Frank Costello burt úr „hús- bóndasætinu" án fyrirhafnar. Og allar aðstæður urðu enn flóknari vegna þeirrar óvissu, sem ríkti nú innan Cosa Nostra. Það var hinn gamli verndari Genovese, sjálfur Charley heppni, sem varpaði enn þessum skugga óvissunnar yfir Cosa Nostra, þótt hann væri nú hvergi nærri. Luciano hafði verið veitt sakaruppgjöf með vissum skil- yrðum eftir stríðslok, og hefur aldrei fengizt full skýring á því. Honum var vísað úr landi, og var hann sendur til Ítalíu, heimalands síns. En brátt komst hann þaðan til Kúbu. Þar hafði hann fengið full- komlega löglegt dvalarleyfi. Og frá þessum nýju aðalbækistöðvum sínum, sem eru aðeins 90 mílur frá Bandaríkjunum, tók hann til að stjórna starfsemi Cosa Nostra að nýju. Yfirvöldin í Washington reyndu fyrst að fá yfirvöldin í Ha- vana til þess að vísa Luciano úr landi, en það var árangurslaust. — Það var ekki fyrr en ríkisstjórnin í Washington hótaði að stöðva allar lyfjasendingar til Kúbu, að Char- ley heppna var vísað þar úr landi. Var hann sendur aftur heim til Ítalíu. Áður en Luciano fór, sendi hann skilaboð til Genovese þess efnis, að hann styddi hann á allan hátt. En samt hélt Costello áfram að vera erfitt vandamál. Flestir af höfuð- paurum Cosa Nostra höfðu mikið álit á honum vegna þess, hversu slyngur fjáraflamaður hann var. Því var ekki svo auðvelt að bola honum burt. Vald hans var allstöð- ugt. Genovese gat jafnvel ekki reiknað með fullum stuðningi allra „hermannanna“ í sinni eigin „fjöl- skyldu“. Hann gat aðeins treyst tveim af sex „áhöfnum" sínum, ef hann léti til skarar skríða gegn Costello. Hann lét samt engan bil- bug á sér finna og virtist vera hinn rólegasti. En Valachi hefur skýrt frá því, að Genovese hafi í raun- inni verið ofsareiður vegna hinnar erfiðu aðstöðu sinnar, þótt hann léti ekki á því bera úti í frá. „Það var auðvelt að sjá, að það yrðu fyrr eða síðar skrambans vandræði úr þessu öllu saman og að allt færi í bál og brand,“ sagði Valachi. En Genovese gat ekki látið til skarar skríða fyrr en rétt upp úr 1950. Þegar hér var komið sögu, hafði Valachi farið að dæmi ann- arra meiri háttar glæpakónga og flutzt út í úthverfin, sem var þá mjög í tízku þeirra á meðal. Þau hjónin áttu nú orðið tvö börn,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.