Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 115
SKJÖL VALACHI
113
að yfirgefa fangelsið. Hann lifði í
felum í 18 ár, heltekinn ótta. Svo
hvarf hann skyndilega árið 1964.
Og þrem vikum síðar fannst lík
hans á reki í Jamaicaflóanum úti
á Lönguey við New York. Það hafði
verið reyrt fast við steinsteypu-
stykki og því síðan kastað í flóann,
en nú hafði það losnað og lyfzt upp
á yfirborðið. Líkami hans var al-
þakinn sárum eftir íssting, og
hnakkinn hafði verið sprengdur af
höfðinu.
Eftir að Genovese var kominn
aftur til Ameríku, hófst hann nú
handa um að ná aftur yfirráðum
yfir „hermönnum“ sínum og tryggja
sér hollustu þeirra. En hann komst
brátt að því, að hann gat ekki bol-
að Frank Costello burt úr „hús-
bóndasætinu" án fyrirhafnar. Og
allar aðstæður urðu enn flóknari
vegna þeirrar óvissu, sem ríkti nú
innan Cosa Nostra. Það var hinn
gamli verndari Genovese, sjálfur
Charley heppni, sem varpaði enn
þessum skugga óvissunnar yfir
Cosa Nostra, þótt hann væri nú
hvergi nærri. Luciano hafði verið
veitt sakaruppgjöf með vissum skil-
yrðum eftir stríðslok, og hefur
aldrei fengizt full skýring á því.
Honum var vísað úr landi, og var
hann sendur til Ítalíu, heimalands
síns. En brátt komst hann þaðan til
Kúbu. Þar hafði hann fengið full-
komlega löglegt dvalarleyfi. Og
frá þessum nýju aðalbækistöðvum
sínum, sem eru aðeins 90 mílur frá
Bandaríkjunum, tók hann til að
stjórna starfsemi Cosa Nostra að
nýju. Yfirvöldin í Washington
reyndu fyrst að fá yfirvöldin í Ha-
vana til þess að vísa Luciano úr
landi, en það var árangurslaust. —
Það var ekki fyrr en ríkisstjórnin í
Washington hótaði að stöðva allar
lyfjasendingar til Kúbu, að Char-
ley heppna var vísað þar úr landi.
Var hann sendur aftur heim til
Ítalíu.
Áður en Luciano fór, sendi hann
skilaboð til Genovese þess efnis, að
hann styddi hann á allan hátt. En
samt hélt Costello áfram að vera
erfitt vandamál. Flestir af höfuð-
paurum Cosa Nostra höfðu mikið
álit á honum vegna þess, hversu
slyngur fjáraflamaður hann var.
Því var ekki svo auðvelt að bola
honum burt. Vald hans var allstöð-
ugt. Genovese gat jafnvel ekki
reiknað með fullum stuðningi allra
„hermannanna“ í sinni eigin „fjöl-
skyldu“. Hann gat aðeins treyst
tveim af sex „áhöfnum" sínum, ef
hann léti til skarar skríða gegn
Costello. Hann lét samt engan bil-
bug á sér finna og virtist vera hinn
rólegasti. En Valachi hefur skýrt
frá því, að Genovese hafi í raun-
inni verið ofsareiður vegna hinnar
erfiðu aðstöðu sinnar, þótt hann léti
ekki á því bera úti í frá. „Það var
auðvelt að sjá, að það yrðu fyrr
eða síðar skrambans vandræði úr
þessu öllu saman og að allt færi í
bál og brand,“ sagði Valachi.
En Genovese gat ekki látið til
skarar skríða fyrr en rétt upp úr
1950. Þegar hér var komið sögu,
hafði Valachi farið að dæmi ann-
arra meiri háttar glæpakónga og
flutzt út í úthverfin, sem var þá
mjög í tízku þeirra á meðal. Þau
hjónin áttu nú orðið tvö börn,