Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 48

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 48
46 ÚRVAL leggja á borð og fleira þvíumlíkt. Það er mikið atriði að þessi störf séu sómasamlega af hendi leyst, því að ef barnið getur ekki horfzt í augu við dagleg skyldustörf, verður það ekki fært um að taka ákvarð- anir eða að horfast í augu við vandamálin, þegar þau verða erfið- ari. Mistök í vændum: Mörg börn geta verið fljót til að taka ákvarðanir, en oft óraunverulegar. Þau setja markið of hátt, ofar getu sinni, og oft, heldur Coopersmith fram, er það foreldrunum að kenna, foreldr- um sem vilja státa af börnum sín- um. Táknræn er sagan um föðurinn, sem átti ekki æðri ósk syni sínum til handa en að koma honum í Yale- háskólann, þótt hann væri alls ekki fær um það. Eftir að hafa óhjá- kvæmilega fallið nokkrum sinnum hafði pilturinn það á tilfinningunni að honum myndi ávallt mistakast allt sem hann tæki sér fyrir hend- ur. Það hefði auðvitað verið happa- drýgra fyrir piltinn að þessar kröf- ur hefðu ekki verið gerðar til hans. Foreldrar geta ekki krafizt þess að börn þeirra nái góðum árangri í skóla, en það er hægt að hvetja barnið og gera því ljóst að mistök- in eru þeirra eigin mistök, og sömu- leiðis ef vel gengur, er sigurinn þeirra. Það er mikils virði fyrir barnið að hafa það ekki á tilfinn- ingunni að það sé að bregðazt for- eldrunum. Engin löngun til að láta álit sitt í ljós: Sum börn sýna áhugaleysi, eru hlédræg og hafa engan áhuga á því sem fram fer í kringum þau. Þau hafa orðið fyrir því að skoðanir þeirra hafa valdið þrætum, leitt til reiði og sorgar, og það vilja þau losna við. Þau geta haft sínar skoð- anir í leyni, en þegar þeim mistekst að láta þær í ljós eða verja þær fyrir umheiminum, verður það til þess að þau draga sig inn í skel, og þar með hverfur eitthvað af sjálfs- virðingunni. Þetta skeður venjulega í fjölskyld- um, þar sem foreldrunum eru ekki vel ljósar ýmsar staðreyndir lífs- ins. Þeim finnst veröldin ógnvekj- andi og vilja forða börnum sínum frá þeirri ógn. Það er augljóst mál að piltur, sem er að reyna að mynda sér sjálfstæð- ar skoðanir og sjálfsvirðingu, getur oft orðið erfiður á heimili. Hann krefst réttar síns, segir hiklaust álit sitt og vill fá að verja sitt mál. Hann sækist eftir deilum til að prófa sjálf- an sig. En foreldrar sem bæla niður slíkan forustuvilja, afvopna dreng- inn, neita honum um þau vopn, sem eru honum nauðsynleg til að öðlast sjálfstraust, vissuna um það að vera fær um að bjarga sér, og að hann og hans líkar verði líklegir til að betrumbæta heiminn. Finnst enginn tilgangur með líf- inu: Milli bernsku og unglingsára horfir unglingurinn meira út á við. Ef sjálfstraust hans er ekki mikið mun hann líta til framtíðarinnar með skelfingu. Hann segir við sjálf- an sig að heimurinn sé í einum hrærigraut, og enginn virðist gera neitt við því. Ef foreldrarnir og þeirra kynslóð gera ekki neitt í mál- inu, þá er ekki heldur hægt að ætl- ast til að hann geti unnið einhver af- rek. Hví skyldi hann vera að ganga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.