Úrval - 01.03.1969, Síða 72
70
ÚRVAL
litlir bankar, First National Bank
of San Jose í Kaliforníu og Frank-
lin National Bank, sem hefur aðal-
aðsetur sitt úti á Lönguey í New
Yorkfylki, byrjuðu að gefa út láns-
traustskort. Þeir fóru mjög hægt í
sakirnar í byrjun og gáfu aðeins út
slík kort á nafn útvalinna við-
skiptavina, sem þeir treystu alger-
lega. Þessir viðskiptavinir nutu
óskoraðs lánstrausts bankanna.
Þessi lánstraustskort gerðu hand-
höfum fært að skipta við vissar
verzlanir, vinnustofur og veitinga-
hús án þess að borga nokkurt reiðu-
fé. í stað þess nægði að segja:
„Skrifið það bara hjá bankanum
mínum.“ Viðskiptavinir þessir
kvittuðu síðan reikninga eða af-
greiðslunótur fyrirtækja þessara.
Síðan framvísuðu fyrirtækin þeim
í bankanum, og bankarnir greiddu
fyrirtækjunum í reiðufé, að frá-
dreginni smáþóknun. Síðan sendu
bankarnir handhöfum lánstrausts-
kortanna reikning í lok mánaðar-
ins.
Síðan hefur þessi tegund lánsvið-
skipta vaxið alveg gífurlega. Það er
álitið, að í Bandaríkjunum séu nú
um 20 milljón handhafar lánsvið-
skiptakorta, sem útgefin eru af
bönkum. Hin risavaxna bankastofn-
un, Bank of America í Kaliforníu,
á þar metið. En í Kaliforníu einni
eru um 2.700.000 handhafar slíkra
korta banka þessa, auk 4 milljóna
í öðrum fylkjum, þar sem bank-
inn hefur gefið öðrum bönkum leyfi
til þess að gefa út slík kort. Svo
hafa 120 bankar í Kaliforníu, Utah
og Washingtonfylkjum myndað
sambandið „Master Charge-card
Association“, sem keppir við Bank
of America, og hefur það samband
þegar gefið út 3 milljónir korta.
Á annað hundrað þúsund fyrir-
tækja í Kaliforníu selja nú vörur
og þjónustu gegn framvísun slíkra
korta í stað reiðufjár. í fyrra (1967)
létu handhafar lánsviðskiptakorta
frá Bank of America þannig skrifa
hjá sér yfir 464 milljón dala virði
af . vörum og þjónustu með hjálp
þessara korta, allt frá kvöldveizlum
til legsteina. Fyrir atbeina þessara
lánsviðskipta, sem bankarnir standa
á bak við, er hið reiðufjárlausa
þjóðfélag að vaxa og breiðast út,
og það vex hröðum skrefum!
Þessi kort hafa verið mikil lyfti-
stöng fyrir smákaupmenn. (Margar
deildar- og keðjuverzlanir halda
uppi sínu eigin, sjálfstæða lánsvið-
skiptakerfi með hjálp rafreikna).
Þessir smákaupmenn geta síðan
fengið reiðufé gegn framvísun
kvittaðra afgreiðslunóta viðskipta-
vina í bankanum næsta dag. Að
vísu dregur bankinn frá smáþókn-
un, en hún er að meðaltali undir
3%, og fer hæð hennar eftir tegund
fyrirtækjanna, þar sem viðskiptin
hafa átt sér stað. Bankinn tekur á
sig alla hættu af lánsviðskiptunum.
Þannig geta smákaupmennirnir
keppt við stórverzlanirnar með því
að bjóða viðskiptavinum sömu kjör.
Flestir smákaupmannanna komast
að því, að slík lánsviðskipti gegn
framvísun bankalánstraustskorta
hafa í raun og veru minni kostnað
í för með sér fyrir þá heldur en ef
þeir þyrftu að útbúa eigin reikn-
inga og innheimta þá og taka á sig