Úrval - 01.03.1969, Síða 105

Úrval - 01.03.1969, Síða 105
SKJÖL VALACHI 103 svo að allir gætu dansað án þess að stanza augnablik. Og það var nóg af whisky, jafnvel þó að þetta væri á bannárunum. Ég fékk líka 25 tunnur af bjór. Það var einn af strákunum, sem gaf mér þær.“ Á meðal þeirra, sem gáfu pen- inga í umslagi í brúðargjöf, voru þeir Genovese, Luciano, Lucchese, Costello, Gagliano og Bonnano. Þetta voru heilmiklar gjafir, enda áttu ungu brúðhjónin enn eftir 3800 dollara af þessum peningagjöfum, þegar þau höfðu borgað fyrir leigu á íbúð og keypt sér húsgögn í hana, þar á meðal austurlenzkt gólfteppi. Skömmu eftir giftinguna fékk Valachi fyrsta „samninginn11, eftir að hann gekk í „Lucianofjölskyld- una“. Innan Cosa Nostrahreyfingar- innar var „hermanni“ sem Valachi ekki greitt fyrir slíka aftöku. Þetta var bara einn þáttur í starfi hans, og hann vissi sjaldan, hvert fórnar- dýr hans var né ástæðuna fyrir því, að maðurinn varð að deyja. f þessu tilfelli þekkti Valachi hinn dauða- dæmda mann aðeins undir viður- nefninu „Litla epli“. Hann stofn- aði til kunningsskapar við hann, og kvöld eitt tældi hann hann inn í leiguhjall undir því yfirskyni, að þar væri pókerpeningaspil í fullum gangi. Og þar fannst Michael Reg- gione, öðru nafni „Litla epli“, þ. 25. nóvember árið 1932. Það var lögreglan, sem fann hann. Hann var með þrjú skotsár á höfðinu. „Hermaður" innan Cosa Nostra er ábyrgur fyrir því, að „samning- ur“ sé framkvæmdur án nokkurra mistaka, en hann getur valið sér aðra meðlimi Cosa Nostra til þess að aðstoða sig við framkvæmdina. Alríkislögreglan álítur, að Valachi hafi átt aðild að að minnsta kosti 33 morðum sem slyngur morðingi. Hann ber að vísu ekki á móti því, að hafa átt aðild að framkvæmd flestra þessara „samninga", en hann heldur því fram, að hann hafi í rauninni aldrei drepið neitt fórnar- dýr sjálfur. Hann segir, að í þessu tilfelli hafi hann skotizt burt, ein- mitt þegar „Litla epli“ steig inn fyrir þröskuld leiguhjallsins, og það hafi verið tveir byssubófar í þjón- ustu Lucianos, sem hafi framkvæmt sjálft morðið. „Ég heyrði skotin og hélt áfram göngu minni,“ segir hann. Hann fór beint heim. í því sam- bandi tekur hann þetta fram: „Sko, þegar öllu var á botninn hvolft, þá var ég bara búinn að vera giftur í nokkra mánuði, og ég vildi ekki, að Mildred héldi, að ég væri strax byrjaður að ralla.“ NÚMER „CHARLEY HEPPNA“ LUCIANOS Skömmu eftir framkvæmd þessa „samnings" var skjótur endi bund- inn á spilavélarekstur þeirra Vala- chi og Doyles. Hinn nýi borgar- stjóri í New York, Fiorello H. La Guardia, hafði strengt þess heit, að hann skyldi binda endi á spilavéla- svikin í New York og reka allt draslið burt úr borginni. Frank Costello snerist til varnar gegn borgarstjóranum, og stjórnmálaleg áhrif hans voru slík, að honum tókst í raun og veru að útvega tilskipun l'rá dómstólunum, þar sem La Gu- ardia var bannað að skipta sér af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.