Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
Raunar gerast 90 hundraðshlutar
mestu jarðskjálftanna á svæðum,
sem liggja að Kyrrahafinu, en önn-
ur svæði eru einnig óróleg. Annað
stórt jarðskjálftasvæði teygir sig
frá Miðjarðarhafslöndunum til
austurs, alla leið til Kína og Indó-
nesíu.
Borgir á þessu belti, til dæmis
Tokyo, Manila og Los Angeles, eru
sífellt í hættu. En engin ástæða er
að lifa í þeirri trú, að Chicagó,
New York, London, Róm og Moskva
verði aldrei fyrir neinum sköðum
vegna jarðhræringa, því dæmi eru
um jarðskjálfta á hinum „ólíkleg-
ustu“ stöðum. Stærsti jarðskjálfti
í sögu Bandaríkjanna átti sér stað
veturinn 1811—12, og gerði hann
usla á mörg hundruð ferkílómetra
svæði suður af St. Louis í Missouri-
fylki.
Lengstum hafa jarðskjálftar ver-
ið taldir ófyrirsjáanlegir og óút-
reiknanlegir með öllu, en landfræð-
ingar gera samt sínar rannsóknir.
Meginspurningin hlýtur að vera sú,
hver sé orsök jarðhræringa. A síð-
ustu árum hefur vitneskja vísinda-
manna á þessu sviði aukizt svo, að
vonir standa til, að fljótlega verði
unnt að senda út jarðskjálftaaðvar-
anir.
Hvað vita menn um orsakir jarð-
skjálfta? Til eru ýmsar tegundir
jarðhræringa, en nálega 90 hundr-
aðshlutar þeirra, þar með taldir þeir
stærstu, eiga rót sína að rekja til
spennu og rofa í jarðskorpunni.
Til skýringar þessu skulum við
taka tvo klumpa úr freyðigúmi.
Þrýstum þeim þétt saman, og reyn-
um svo að ná þeim í sundur aft-
ur með því að draga annan að en
hinn frá okkur, þannig að átakið
lendi eftir endilöngum samskeytun-
um. Þá sjáum við, að klumparnir
teygjast og afmyndast, unz núnings-
mótstaðan milli þeirra gefur sig
snögglega og klumparnir skreppa
aftur saman í eðlilega stöðu. Við
það að gúmklumparnir aflagast
myndast í efninu spennikraftur,
sem losnar úr læðingi á þeirri svip-
stund, þegar spennan verður of
mikil.
Á svipaðan hátt er jarðskorpan
sveigjanleg. Eigi spenna sér stað,
aflagast skorpan, og spennikraftur
safnast fyrir. En einhvern daginn
losnar orka þessi við rof í jarð-
skorpunni, jarðlögin skreppa aft-
ur saman í eðlilegt horf, — og yfir-
borð jarðar skelfur.
En kenning þessi gefur hvorki
skýringu á, hvaða kraftar mynda
þessa spennu í jarðlögunum, né
heldur, hvenær spenniorkan losnar.
Menn vita þó, að jarðskjálftar koma
ekki án þess að gera einhver boð
á undan sér. Náttúran aðvarar okk-
ur á ýmsan hátt, og vandinn er sá,
að læra að þekkja þessar aðvaranir.
Skulum við nú athuga þetta nánar:
Smáhrœringar: Á undan jarð-
skjálftum fara oft margar minni
hræringar. Orsökin er líklega sú,
að lag það í jarðskorpunni, sem þá
er undir þrýstingi byrjar að rifna.
Ekki er ólíklegt, að finna megi upp
aðferðir til að greina á milli slíkra
keðjuverkana og einstakra jarð-
skjálfta, sem stafa frá eldgosum.
Þegar þessu marki verður náð, ætti
að vera unnt að sjá fyrir, þegar al-