Úrval - 01.03.1969, Side 34

Úrval - 01.03.1969, Side 34
32 ÚRVAL Raunar gerast 90 hundraðshlutar mestu jarðskjálftanna á svæðum, sem liggja að Kyrrahafinu, en önn- ur svæði eru einnig óróleg. Annað stórt jarðskjálftasvæði teygir sig frá Miðjarðarhafslöndunum til austurs, alla leið til Kína og Indó- nesíu. Borgir á þessu belti, til dæmis Tokyo, Manila og Los Angeles, eru sífellt í hættu. En engin ástæða er að lifa í þeirri trú, að Chicagó, New York, London, Róm og Moskva verði aldrei fyrir neinum sköðum vegna jarðhræringa, því dæmi eru um jarðskjálfta á hinum „ólíkleg- ustu“ stöðum. Stærsti jarðskjálfti í sögu Bandaríkjanna átti sér stað veturinn 1811—12, og gerði hann usla á mörg hundruð ferkílómetra svæði suður af St. Louis í Missouri- fylki. Lengstum hafa jarðskjálftar ver- ið taldir ófyrirsjáanlegir og óút- reiknanlegir með öllu, en landfræð- ingar gera samt sínar rannsóknir. Meginspurningin hlýtur að vera sú, hver sé orsök jarðhræringa. A síð- ustu árum hefur vitneskja vísinda- manna á þessu sviði aukizt svo, að vonir standa til, að fljótlega verði unnt að senda út jarðskjálftaaðvar- anir. Hvað vita menn um orsakir jarð- skjálfta? Til eru ýmsar tegundir jarðhræringa, en nálega 90 hundr- aðshlutar þeirra, þar með taldir þeir stærstu, eiga rót sína að rekja til spennu og rofa í jarðskorpunni. Til skýringar þessu skulum við taka tvo klumpa úr freyðigúmi. Þrýstum þeim þétt saman, og reyn- um svo að ná þeim í sundur aft- ur með því að draga annan að en hinn frá okkur, þannig að átakið lendi eftir endilöngum samskeytun- um. Þá sjáum við, að klumparnir teygjast og afmyndast, unz núnings- mótstaðan milli þeirra gefur sig snögglega og klumparnir skreppa aftur saman í eðlilega stöðu. Við það að gúmklumparnir aflagast myndast í efninu spennikraftur, sem losnar úr læðingi á þeirri svip- stund, þegar spennan verður of mikil. Á svipaðan hátt er jarðskorpan sveigjanleg. Eigi spenna sér stað, aflagast skorpan, og spennikraftur safnast fyrir. En einhvern daginn losnar orka þessi við rof í jarð- skorpunni, jarðlögin skreppa aft- ur saman í eðlilegt horf, — og yfir- borð jarðar skelfur. En kenning þessi gefur hvorki skýringu á, hvaða kraftar mynda þessa spennu í jarðlögunum, né heldur, hvenær spenniorkan losnar. Menn vita þó, að jarðskjálftar koma ekki án þess að gera einhver boð á undan sér. Náttúran aðvarar okk- ur á ýmsan hátt, og vandinn er sá, að læra að þekkja þessar aðvaranir. Skulum við nú athuga þetta nánar: Smáhrœringar: Á undan jarð- skjálftum fara oft margar minni hræringar. Orsökin er líklega sú, að lag það í jarðskorpunni, sem þá er undir þrýstingi byrjar að rifna. Ekki er ólíklegt, að finna megi upp aðferðir til að greina á milli slíkra keðjuverkana og einstakra jarð- skjálfta, sem stafa frá eldgosum. Þegar þessu marki verður náð, ætti að vera unnt að sjá fyrir, þegar al-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.