Úrval - 01.03.1969, Síða 97
SKJÖL VALACHl
95
náið samstarf við hann, þar á með-
al „Charley heppni“ Luciano og
„Don Vito“ Genovese.
Þótt Masseria hefði svona mikil
völd og áhrif persónulega, þá höfðu
glæpasamtök þau, sem Cosa Nostra
óx smám saman upp úr, enn ekki
sameinazt nokkuð að ráði, heldur
ríkti þar óeining og sundrung. Auk
hinnar hefðbundnu togstreitu og
ósamkomulags milli Sikileyinga og
Napólíbúa voru samtökin enn bút-
uð sundur í alls konar smáhópa,
sem menn frá einhverju sérstöku
þorpi, bæ eða héraði á Ítalíu höfðu
myndað með sér, er til Bandaríkj-
anna kom. Enginn þessara smá-
hópa var sterkari en Castellammar-
ese, og þar var líka klíkukenndin
langsamlega sterkust. Þar var um
að ræða samsafn manna frá sikil-
eysku borginni Castellammare del
Golfo. Foringi þeirra í New York
var Salvatore Maranzano.
„Jói húsbóndi" Masseria hafði
sett sér það markmið að ná alger-
um yfirráðum yfir hinum ítölsku
undirheimum í Bandaríkjunum. Og
árið 1930 fór hann að vinna að því
að útrýma Maranzano og öðrum
valdamönnum Castellammarese. Nú
upphófst grimmileg styrjöld milli
þessara tveggja hópa. Fyrsta skref
sitt til inngöngu í Cosa Nostra steig
Valachi, er menn Maranzano réðu
hann sem mannanjósnara. Hann
átti að stunda mannaveiðar, og var
honum skipað að taka á leigu íbúð
í þeim tilgangi í byggingu þeirri,
sem álitið var, að helzti aðstoðar-
maður Masseria byggi í.
Um þetta farast Valachi orð á
þessa leið: „Þá hafði bara verið
stungið upp á mér sem meðlim. —
Sko, þeir eru þá bara að athuga
mig til þess að sjá, hvernig mér
muni ganga, sko, hvort ég dugi.“
Um tveim mánuðum síðar kom
Valachi auga á manninn, sem hann
átti að „skyggja". Og hann var
ekki seinn á sér að koma skilaboð-
unum rétta leið. Og síðdegis dag
nokkurn, er maður þessi gekk út
úr byggingunni og labbaði fram-
hjá íbúð á jarðhæðinni, létu þrír
byssubófar rigna yfir hann geysi-
legri skothríð. Það voru endalok
hans.
Þetta var í fyrsta skipti, að Vala-
chi hafði verið aðili að „samningi“.
Tveim vikum síðar kom svo að
formlegri inngöngu hans í Cosa
Nostra. Honum var ekið 90 mílur
norður fyrir New York. „É'g vissi
aldrei, hvar við vorum staddi*r,“
segir Valachi, „en húsið var í þeim
stíl, sem maður gæti einna helzt
kallað nýlendustíl." Þegar þangað
kom, var farið með Valachi og tvo
aðra nýliða inn í lítið biðherbergi.
„Eftir svolitla bið kom einhver ná-
ungi fram að dyrunum og segir:
„Jói, við skulum koma.“ Eg er bú-
inn að gleyma, hver það var.“
„ÞANNIG MUN ÉG BRENNA ...“
Ég gekk á eftir honum inn í ann-
að herbergi. Það var geysistórt. —
Eina húsgagnið þar var stóreflis
borð, sem lagt hafði verið á til
kvöldverðar. Það hefur líklega ver-
ið 30 fet á lengd. Ég hugsa, að einir
30 náungar hafi setið umhverfis
borðið, og allir standa þeir upp,
þegar ég kem inn. Tommy (Þriggja
fingra Brown) Luechese var þar og