Úrval - 01.03.1969, Side 54
52
ÚRVAL
þingmönnum, læknum og lögfræð-
ingum, bankastjórum og prestum,
múrurum og sjómönnum, dönskum
og íslenzkum — og mér hefur fall-
ið vel við þá alla.
0—o
Þegar Dói minn (Sigurþór) varð
tvítugur 1928, lét ég loks verða af
því að fara til Þingvalla. Þá keypti
ég „prívat“ bíl með okkur austur
og hélt þar kaffiveizlu. Það er eini
dagurinn í lífi mínu, sem ég hef
ekki hugsað um að spara hvern
eyri. Það var ákaflega skemmtileg-
ur dagur.
Alþingishátíðarvorið 1930, þegar
allir voru svo örir á fé og góðhjart-
aðir, sendi barnsfaðir minn Dóa
mínum áttahundruð krónur dansk-
ar og hvatti hann jafnframt til að
koma vestur. Og Dói minn fór til
Ameríku og var þar í hálft fjórða
ár. Honum sárleiddist — enda hafði
hann bæði stopula, erfiða og illa
borgaða vinnu. Tók ég þá til minna
ráða og fékk 700 krónur að láni og
sendi honum fyrir fargjaldinu heim.
Svo kom hann, blessaður drengur-
inn minn. . . .
o—o
Þetta eru punktarnir og þanka-
strikin úr sögu gömlu konunnar,
sem átti harmþrungna kanarífugl-
inn innan við litla, skítuga kjallara-
gluggann í Traðarkotssundi. Þrátt
fyrir lélega íbúð, lága glugga, þrot-
laust lífsstríð og mótlæti mætti
segja mér, að hún hafi verið lífs-
glaðasta og einlægasta manneskja
í þessu landi.
Við vorum að koma úr efnafræðitíma, eftir að hafa hlustað á langan
fyrirlestur um'hina kemisku uppbyggingu mannslikamans. Þá heyrði ég
eina skólasystur mína segja við aðra, og það var auðséð á svip hennar,
að hún var alveg ringluð: „Það virðist alveg óhugsandi, að hann bróðir
minn og Paul Newman séu samansettir úr nákvæmlega sömu kemisku
efnunum."
Randy Dotnaldson.
Ég var nýbúin að taka við nýja bilnum mínum og var ekiki enn búin
að læra á allar nýju „græjurnar", einkum rafmagnsgræjurnar, sem
stjórnuðu rúðunum. Það þurfti bara að ýta á hnapp og gluggarnir runnu
upp eða niður. E'itt sinn stanzaði ég við vegatollskýli. Ég reyndi að
ýta á réttan hnapp fyrir rúðuna, svo að ég igæti greitt vegatollinn. En
þá hafði ég ýtt á rangan hnapp, og hægri framrúðan rann niður í
einum hvelli. Ég varð hálfringluð og reyndi annan hnapp, en þá runnu
báðar afturrúðurnar niður. Eftir svolitið meira fikt tókst mér loks að
koma hinni réttu rúðu niður. Vegatollsvörðurinn horfði á aðfarir þessar,
og var honum augsýnilega skemmt. Hann hristi höfuðið og sagði:
„Ungfrú, einmitt þegar ég er farinn að hafa áhyggjur af því, að kven-
fólkið sé alveg í þann veginn að leggja undir sig heiminn, þá kemur
einhver yðar lxk akandi og veitir mér sjálfstraustið að nýju.“
Ann Jones.