Úrval - 01.03.1969, Síða 42
40
ÚRVAL
UM BÆKUR
• Bóklaust herbergi er sem
líkami án sálar.
Cicero.
• Beztu bækurnar eru þær,
sem lesendunum finnst, að
þeir hefðu getað skrifað sjálf-
ir.
Pascal.
• Eini ókosturinn við veru-
lega góðar bækur er sá, að
venjulega verða þær orsök
fjölmargra annarra bóka, sem
ýmist eru nauðaómerkilegar
eða einskis virði.
Lichtenberg.
• Fyrst gera bækurnar höf-
undana fræga, síðan gera
höfundarnir bækurnar fræg-
ar.
Montesquieu.
/-w
• Mér finnst fara vel á því,
að alvarlegar bækur séu ekki
skrifaðar alltof alvarlega.
Voltaire.
• Höfundur, sem gerir sér
mikið far um að vera skilinn
í dag, á það á hættu að vera
gleymdur á morgun.
J. G. Hammann.
þolinmæðisverk að læra að leika á
hljóðfæri og reyndi stundum á still-
ingu þessara barna við æfingarnar.
Móðir þeirra sat þá jafnan við hlið
þeirra hjá hljóðfærinu, þeim til
halds og trausts. Hún uppörfaði þau
og róaði. Hún þekkti ekki eina ein-
ustu nótu sjálf, en hún sat samt all-
an tímann hjá þeim, benti þeim á
laglínurnar og hvar þau voru stödd
hverju sinni í þeim. Svona þolin-
mæði og áhugi á verkefnum barna
sinna skilur áreiðanlega eitthvað
verðmætt eftir sig.
Ég býst við að enn um sinn verði
að treysta á heimanám íslenzkra
skólabarna. Þá er gott að eiga mæð-
urnar að. Eða megum við ekki
treysta því, að við eigum þær að
enn, sem fyrr? Ég myndi harma það
ef þær sinntu ekki lengur þessari
námsstjórn á heimilum sínum og
hyrfu úr myndinni, sem ég geymi í
hug mér um íslenzka skóla og skóla-
nám. É'g á hér vitanlega ekki við
kennslukonur, sem einnig eru mæð-
ur og húsmæður, heldur blátl
áfram og venjulegar mæður,
sem hafa því mikilvæga hlut-
verki að gegna að senda börn sín i
skóla. En ekki aðeins senda þau í
skólann á sínum tíma, heldur búa
þau undir þetta mikilvæga spor út
í lífið áður en skólaganga hefst og
þá ekki síður eftir að hún er hafin
og helzt alla daga á meðan þau sitja
á skólabekk, jafnvel eftir að börnin
eru komin í framhaldsskólana.
Mæðurnar eiga ekki að kenna sjálf-
ar, en þær geta á margvíslegan hátt
bætt við þá leiðsögn, sem verður að
fylgja öllu skólanámi og er kannski
miklu verðmætari en sjálf fræðslan.