Úrval - 01.03.1969, Side 47
ÞAÐ SEM IiVERT BARN ÞARFNAST
45
Ef íélagslegt samband barnsins viS fjölskyld-
una er að öðru leyti gott, þá er óhætt að
treysta barninu, þegar þar að kemur, senda
það í sumarbúðir, á dansskóla og í barnaboð.
Frekja og gort: Börn sem eru frekjuleg og
yfirgangssöm, segir Coopersmith, eru venju-
lega veikgeðja og vilja sýnast meira en þau
eru, þau eru venjulega að breiða yfir eigið
öryggisleysi. Barnið vill umfram allt beina
athyglinni að sér. Faðir nokkur sagði: — Ég
þoli ekki frekju og yfirgang og ég refsa
stráknum mínum eftirminnilega, en það
virðist ekki bera neinn árangur.... Þessi
faðir var önnum kafinn verðbréfasali og hafði
lítinn tíma aflögu fyrir son sinn. Drengurinn
hafði fundið örugga leið til að beina athygli
föðursins að sér, það var betra en ekkert.
— Það sem foreldrar ættu að gera, segir
Coopersmith, — er að hjálpa barninu til að
finna óbeinar leiðir til að vekja á sér athygli,
en það verður ekki gert, nema með því að
gefa sér tíma til að sinna barninu.
Vangeta til að taka ákvarðanir: Foreldrar
sem eru hikandi og óákveðin sjálf, eru léleg
fyrirmynd barna sinna. Það hefur áhrif á
barnið. Og ef barnið gerir eitthvað rangt,
tekur rangar ákvarðanir, og hefir hlotið refs-
ingu fyrir, kemst það fljótt að raun um að
þægilegasta leiðin til að þóknazt foreldrun-
um, er hreinlega að láta það vera að taka
sig fram um eitt og annað. Rangar ákvarð-
anir þurfa ekki endilega að vera mistök,
bendir Coopersmith á, heldur geta börnin
lært af mistökum.
Það ætti að ræða frjálslega um vandamál
heimilisins, þegar þau bera að, jafnvel þótt
foreldrunum hafi orðið mistök á. Barnið
verður að finna að enginn er alveg fullkom-
inn, það er ekki einu sinni gert ráð fyrir því.
Hvetjið barnið til auðveldra skyldustarfa,
þar sem því getur ekki mistekizt. Leyfið því
að velja sjálf bækur á almenningsbókasöfn-
um, látið þau sjálf leggja fram skólafötin sín,