Úrval - 01.03.1969, Síða 122
120
ÚRVAL
neitt saman við Valachi að sælda
í fangelsinu. Genovese var svo lítil-
látur, að hann lét sjá sig á almanna-
færi í fangelsinu tvö kvöld í viku,
en dvaldi annars í klefa sínum. Það
var því erfitt fyrir Valachi að fá
áheyrn hjá honum. En þegar hon-
um tókst það loksins, komst hann
að því, að Genovese hélt, að Tony
Bender, sem var einn af liðsfor-
ingjum hans, hefði farið á bak við
hann nokkrum sinnum, þegar um
meiri háttar eiturlyfjaviðskipti var
að ræða. Og hann hélt einnig, að
Valachi hefði verið með honum í
bralli þessu. Valachi varði sig af
miklum ákafa, og augsýnilega tókst
honum að sannfæra Genovese um
það, að hann hefði alls ekki tekið
þátt í þessum svikum Benders.
Svo gerðist það í ágúst árið 1961,
að Valachi var skyndilega kippt
burt úr fangelsinu og farið með
hann til New York, en þar skyldi
hann mæta fyrir dómstólunum
vegna annarrar ákæru um eitur-
lyfjaviðskipti. Og í febrúarmánuði
næsta ár fékk hann 20 ára fangels-
isdóm til viðbótar hinum fyrri. Og
hann var varla fyrr kominn suður
í fangelsið í Atlanta á nýjan leik, er
hann var enn sóttur og sendur til
New York til frekari yfirheyrslna
hjá Eiturlyfjastofnuninni. Valachi
neitaði að leysa frá skjóðunni. En
þar var honum skýrt frá dálitlum
fréttum, sem komu svo illa við
hann, að hann varð alveg miður
sín. Einn af starfsmönnum stofnun-
arinnar skýrði honum frá því, að
Tony Bender hefði verið myrtur og
að hann væri nú sá næsti á svarta
lista Genovese.
Það var farið með Valachi suður
til fangelsisins í Atlanta á nýjan
leik. í fyrstu var Genovese hinn
vingjarnlegasti í viðmóti við hann.
Hann bauð honum jafnvel að nota
eitt af tómu rúmunum í klefa sín-
um. En Valachi fór brátt að taka
eftir því, að Genovese varð stöðugt
kuldalegri í viðmóti við hann og
að aðrir meðlimir Cosa Nostra fóru
nú að forðast hann.
Dag einn bauð Joseph „Jói Beek“
Di Palermo Valachi samloku með
nautasteik á milli. „Um þær mund-
ir virti Jói mig jafnvel ekki svars,“
bætir Valachi við. Valachi kastaði
samlokunni burt, þar eð hann var
hræddur um, að það væri verið að
eitra fyrir hann. Sá ótti magnaðist,
og upp frá því borðaði hann að-
eins pakkamáltíðir, sem hann
keypti í fangelsisverzluninni. Er
annar meðlimur glæpaflokks fór að
fá alveg óvæntan áhuga á snyrtingu
og hreinlætisvenjum Valachi, fór
Valachi að forðast steypiböðin, en
þau voru mikill uppáhaldsstaður,
þegar þjarma þurfti að einhverju
fórnardýrinu. Nokkrum kvöldum
síðar veitti Genovese honum svo
hátíðlega sjálfan „dauðakossinn".
Upp frá því var öllum látalátum
hætt. Næsta dag jós Vito Agueci,
meðlimur eins glæpaflokksins, sví-
virðingum yfir Valachi á ítölsku,
umkringdur hóp ,,hermanna“ Geno-
vese. Hann kallaði Valachi „rottu“,
sem þýðir uppljóstrari á máli und-
irheimanna. Valachi fann, að það
var verið að veiða hann í gildru.
Hann lét sem hann heyrði ekki til
hans og hélt til klefa síns. Valachi
segir, að jafnvel Genovese sjálfur