Úrval - 01.03.1969, Page 48
46
ÚRVAL
leggja á borð og fleira þvíumlíkt.
Það er mikið atriði að þessi störf
séu sómasamlega af hendi leyst, því
að ef barnið getur ekki horfzt í
augu við dagleg skyldustörf, verður
það ekki fært um að taka ákvarð-
anir eða að horfast í augu við
vandamálin, þegar þau verða erfið-
ari.
Mistök í vændum: Mörg börn geta
verið fljót til að taka ákvarðanir,
en oft óraunverulegar. Þau setja
markið of hátt, ofar getu sinni, og
oft, heldur Coopersmith fram, er
það foreldrunum að kenna, foreldr-
um sem vilja státa af börnum sín-
um. Táknræn er sagan um föðurinn,
sem átti ekki æðri ósk syni sínum
til handa en að koma honum í Yale-
háskólann, þótt hann væri alls ekki
fær um það. Eftir að hafa óhjá-
kvæmilega fallið nokkrum sinnum
hafði pilturinn það á tilfinningunni
að honum myndi ávallt mistakast
allt sem hann tæki sér fyrir hend-
ur. Það hefði auðvitað verið happa-
drýgra fyrir piltinn að þessar kröf-
ur hefðu ekki verið gerðar til hans.
Foreldrar geta ekki krafizt þess að
börn þeirra nái góðum árangri í
skóla, en það er hægt að hvetja
barnið og gera því ljóst að mistök-
in eru þeirra eigin mistök, og sömu-
leiðis ef vel gengur, er sigurinn
þeirra. Það er mikils virði fyrir
barnið að hafa það ekki á tilfinn-
ingunni að það sé að bregðazt for-
eldrunum.
Engin löngun til að láta álit sitt í
ljós: Sum börn sýna áhugaleysi, eru
hlédræg og hafa engan áhuga á því
sem fram fer í kringum þau. Þau
hafa orðið fyrir því að skoðanir
þeirra hafa valdið þrætum, leitt til
reiði og sorgar, og það vilja þau
losna við. Þau geta haft sínar skoð-
anir í leyni, en þegar þeim mistekst
að láta þær í ljós eða verja þær
fyrir umheiminum, verður það til
þess að þau draga sig inn í skel, og
þar með hverfur eitthvað af sjálfs-
virðingunni.
Þetta skeður venjulega í fjölskyld-
um, þar sem foreldrunum eru ekki
vel ljósar ýmsar staðreyndir lífs-
ins. Þeim finnst veröldin ógnvekj-
andi og vilja forða börnum sínum
frá þeirri ógn.
Það er augljóst mál að piltur, sem
er að reyna að mynda sér sjálfstæð-
ar skoðanir og sjálfsvirðingu, getur
oft orðið erfiður á heimili. Hann
krefst réttar síns, segir hiklaust álit
sitt og vill fá að verja sitt mál. Hann
sækist eftir deilum til að prófa sjálf-
an sig. En foreldrar sem bæla niður
slíkan forustuvilja, afvopna dreng-
inn, neita honum um þau vopn, sem
eru honum nauðsynleg til að öðlast
sjálfstraust, vissuna um það að vera
fær um að bjarga sér, og að hann
og hans líkar verði líklegir til að
betrumbæta heiminn.
Finnst enginn tilgangur með líf-
inu: Milli bernsku og unglingsára
horfir unglingurinn meira út á við.
Ef sjálfstraust hans er ekki mikið
mun hann líta til framtíðarinnar
með skelfingu. Hann segir við sjálf-
an sig að heimurinn sé í einum
hrærigraut, og enginn virðist gera
neitt við því. Ef foreldrarnir og
þeirra kynslóð gera ekki neitt í mál-
inu, þá er ekki heldur hægt að ætl-
ast til að hann geti unnið einhver af-
rek. Hví skyldi hann vera að ganga