Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 11
11. HEFTI
28. ÁR
NÓVEMBER
1969
Sagan um eyðileggingu kínverska múrsins barst um allan heim.
Þegar
andinn kom yfir
blaðamennina
Árið 1899 voru
gefin út í Denver
í Kolorado eftir-
farandi dagblöð:
„Republican“,
„Denver Times“,
„Denver Post“ og
„Rocky Moun-
tain“. Eitt drunga-
legt laugardags-
kvöld hafði hvert
þessara blaða sent
blaðamann til
þess að athuga, hvað væri að gerast
á hótelinu í neðsta hluta 71. götu
og á járnbrautarstöðinni.
Af hendingu komu blaðamenn-
irnir fjórir, A1 Stevens, Jack Tour-
nay, John Lewis og Hal Wilshire,
nærri samtímis á járnbrautarstöð-
ina. Þeir fóru strax að barma sér
hvor við annan yfir þessu aumlega
ástandi. Það var ekkert að gerast
og þá vantaði góða frétt í sunnu-
dagsblaðið. Eftir nokkra hríð sagði
Stevens skyndilega:
— Mér er sama
hvað þið ætlið að
gera, en ég er
ákveðinn í að
finna upp á ein-
hverju. Hvað sem
öðru líður, þá fer
ég ekki niður á
ritstjórn í kvöld,
fyrr en ég hef
krækt í stórfrétt,
hvernig sem ég
fer að því.
Og hann bætti við:
•— Þið skuluð ekki vera hræddir
um, að það verði neinum til meins.
Þið þurfið ekki að vera svona
íbyggnir og áhyggjufullir þess
vegna.
Hinir þrír báðu hann að leysa frá
skjóðunni og segja frá áformi sínu,
og Stevens var fús til þess.
Þeir fóru allir fjórir inn á Ox-
ford-hótelið í 17. götu og pöntuðu
hver um sig glas af bjór. Klukkan
var að verða tíu. Lewis, sem gekk
Aktuelt —
9