Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
gera eitthvað, sem henni mislíkaði).
Albert varð gripinn slíku vinnu-
æði, að næstum var um sjúkleika
að ræða. Hann rak sjálfan sig
áfram og krafðist stöðugt meira
framlags af sjálfum sér. Hann ýtti
viðfangsefnunum öðru hverju frá
sér og gaf sér tíma til þess að njóta
tónlistar, sem hann dáði. En hann
gerði það aðeins vegna þess, að
honum fannst það skylda sín. Nú
átti hann næstum ómögulegt með
að sofna. Og heilsu hans tók að
hraka. Að lokum veiktist hann, eftir
að hafa dvalið heilan dag úti í rign-
ingu, er hann var að skoða bygging-
ar nýja liðsforingjaskólans í Sand-
hurt. Þrátt fyrir það hélt hann það-
an til Cambridge til þess að leysa
vandamál eitt sem Bertie átti aðild
að.
Hann neyddist til að leggjast í
rúmið, er hann kom heim aftur.
Viktoría hafði alltaf verið gall-
hraust og þrungin lífsorku. Og því
var hún viss um, að þetta gæti ekki
verið neitt alvarlegt. En hann hafði
ekki neinn áhuga á að lifa lengur
og reyndi ekkert til þess að verjast
ásókn dauðans. Og það var augljóst
að nokkrum dögum liðnum, að hann
átti ekki langt eftir. Viktoría fyllt-
ist óskaplegri örvæntingu, þótt
henni tækist að hafa vald á sér,
þangað til hann gaf loks upp önd-
ina. Þá rak hún upp örvæntingar-
fullt neyðaróp, sem bergmálaði í
kastalanum, er skuggi dauðans
grúfði nú yfir.
Þannig dó Albert. Það voru ekki
Englendingar einir, sem syrgðu við
dauða hans, heldur Evrópumenn
yfirleitt,
Viktoría var harmi lostin í slík-
um mæli, að þeir, sem höfðu dag-
leg samskipti við hana, óttuðust,
að hún væri að missa vitið. Hún
grét dögum saman. Hún talaði ekki
um annað en sinn látna ástvin. Hún
leyfði engum öðrum að snerta per-
sónulegar eigur hans né koma inn
í herbergið hans. (Sagt er, að hún
hafi látið leggja hrein föt á rúm
Alberts sáluga á hverju kvöldi í
næstum fjóra áratugi, ,og einnig
var þvottafat með vatni í látið inn
í herþergi hans). Hún fyllti hverja
síðuna af annarri í dagbók sinni.
Og öll skrifin snerust um hann ein-
an, ást hennar á honum og sorg við
dauða hans. Hún sýndi öll merki
hinnar dýpstu sorgar og dró sig al-
gerlega í hlé frá öllu opinberu lífi.
Hún lét reisa styttur af honum
víðs vegar í kastalanum, og hvar-
vetna lét hún hengja upp myndir af
honum. Og á næstu vikum skipaði
hún svo fyrir, að minnismerki til
heiðurs honum skyldu reist hvar-
vetna í Skotlandi og Englandi. Hún
vildi, að minningunni um hann
skyldi haldið lifandi í hjörtum
landsbúa.
Svo tók hún til við stjórnarstörf-
in að nýiju af geysilegu offorsi,
ákveðin í að framkvæma allt, sem
hann hafði haft í hyggju að fram-
kvæma, og einmitt á þann hátt, sem
hann hafði viljað láta framkvæma
það. Hún hlífði sér hvergi og reyndi
að afkasta því ein, sem þau tvö
höfðu afkastað á(ður. Hún hafði
ætíð verið þrjózk og ósveigjanleg,
vegna þess að hún hafði trúað því,
að hún vissi, hvað væri landi henn-
ar og þjóð fyrir beztu. En nú var