Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 58

Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 58
56 ÚRVAL gera eitthvað, sem henni mislíkaði). Albert varð gripinn slíku vinnu- æði, að næstum var um sjúkleika að ræða. Hann rak sjálfan sig áfram og krafðist stöðugt meira framlags af sjálfum sér. Hann ýtti viðfangsefnunum öðru hverju frá sér og gaf sér tíma til þess að njóta tónlistar, sem hann dáði. En hann gerði það aðeins vegna þess, að honum fannst það skylda sín. Nú átti hann næstum ómögulegt með að sofna. Og heilsu hans tók að hraka. Að lokum veiktist hann, eftir að hafa dvalið heilan dag úti í rign- ingu, er hann var að skoða bygging- ar nýja liðsforingjaskólans í Sand- hurt. Þrátt fyrir það hélt hann það- an til Cambridge til þess að leysa vandamál eitt sem Bertie átti aðild að. Hann neyddist til að leggjast í rúmið, er hann kom heim aftur. Viktoría hafði alltaf verið gall- hraust og þrungin lífsorku. Og því var hún viss um, að þetta gæti ekki verið neitt alvarlegt. En hann hafði ekki neinn áhuga á að lifa lengur og reyndi ekkert til þess að verjast ásókn dauðans. Og það var augljóst að nokkrum dögum liðnum, að hann átti ekki langt eftir. Viktoría fyllt- ist óskaplegri örvæntingu, þótt henni tækist að hafa vald á sér, þangað til hann gaf loks upp önd- ina. Þá rak hún upp örvæntingar- fullt neyðaróp, sem bergmálaði í kastalanum, er skuggi dauðans grúfði nú yfir. Þannig dó Albert. Það voru ekki Englendingar einir, sem syrgðu við dauða hans, heldur Evrópumenn yfirleitt, Viktoría var harmi lostin í slík- um mæli, að þeir, sem höfðu dag- leg samskipti við hana, óttuðust, að hún væri að missa vitið. Hún grét dögum saman. Hún talaði ekki um annað en sinn látna ástvin. Hún leyfði engum öðrum að snerta per- sónulegar eigur hans né koma inn í herbergið hans. (Sagt er, að hún hafi látið leggja hrein föt á rúm Alberts sáluga á hverju kvöldi í næstum fjóra áratugi, ,og einnig var þvottafat með vatni í látið inn í herþergi hans). Hún fyllti hverja síðuna af annarri í dagbók sinni. Og öll skrifin snerust um hann ein- an, ást hennar á honum og sorg við dauða hans. Hún sýndi öll merki hinnar dýpstu sorgar og dró sig al- gerlega í hlé frá öllu opinberu lífi. Hún lét reisa styttur af honum víðs vegar í kastalanum, og hvar- vetna lét hún hengja upp myndir af honum. Og á næstu vikum skipaði hún svo fyrir, að minnismerki til heiðurs honum skyldu reist hvar- vetna í Skotlandi og Englandi. Hún vildi, að minningunni um hann skyldi haldið lifandi í hjörtum landsbúa. Svo tók hún til við stjórnarstörf- in að nýiju af geysilegu offorsi, ákveðin í að framkvæma allt, sem hann hafði haft í hyggju að fram- kvæma, og einmitt á þann hátt, sem hann hafði viljað láta framkvæma það. Hún hlífði sér hvergi og reyndi að afkasta því ein, sem þau tvö höfðu afkastað á(ður. Hún hafði ætíð verið þrjózk og ósveigjanleg, vegna þess að hún hafði trúað því, að hún vissi, hvað væri landi henn- ar og þjóð fyrir beztu. En nú var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.