Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 81
HINIR FRABÆRU
rit um víða veröld birtu greinar og
myndir af henni. Iðntímarit lofuðu
hana hástöfum. Nútímalistasafnið í
New York sýndi hana á sýningu hjá
sér. Hún hlaut hvarvetna verðlaun.
En það var samt eitt að. Þegar sölu-
mennirnir sáu hana, hrópuðu þeir:
„Hún lítur ekki út eins og ryksuga!"
Það var aðeins framleitt lítið magn
af henni, en það keypti hana varla
nokkur maður. Hönnun hennar var
of langt á undan tímanum. Hún var
e'n af mínum snjöllustu hlutum, og
svo átti það bara fyrir henni að
liggja að verða safngripur!“
Það var einn af lömpum Castigli-
oni, sem dró alla athyglina frá rifr-
ildi stjórnmálamannanna í ítalska
sjónvarpsþættinum. „Næsta morgun
hafði framleiðandinn fengið pantan-
ir alls staðar af Ítalíu,“ segir hann.
Þegar miðað er við hið listræna
sjónarmið, þá hefur hann átt mestri
velgengni að fagna, hvað hinn fagra
Arcolampa hans snertir. Það er risa-
vaxinn, 8 feta hár, bogamyndaður
lampi úr ryðfríu stáli, sem teygir
sig upp úr risavöxnum fæti úr slíp-
uðum marmara. Hann er þannig
byggður, að það er hægt að sveigja
hann til allra átta í herberginu og
beina geisla hans hátt eða lágt eftir
ósk.
Paolo Lomazi, hæglátur vinnu-
þjarkur, sannkallaður snillingur,
sem hefur þá trú, að hönnunin verði
fyrst og fremst að þjóna nytsemi-
sjónarmiðinu, þ.e. að hluturinn verði
fyrst og fremst að vera ágætlega
nothæfur. „Ein snjallasta hönnun á
sviði iðnaðar um gervallan heim var
hönnun Coca-Colaflöskunnar,“ fyr-
ir lófann. Hún leit glæsilega út og
HÖNNUÐIR ÍTALIU 79
Uppblásnir stólar eftir Paolo Lomazzi.
virtist undiirstrika, að innihaldið
væri fyrsta flokks. Hún var þægi-
leg og svöl viðkomu, og hún. var
ekki eins brothætt og venjuleg
flaska. Ég vildi, að mér gengi eins
vel með framkvæmd sumra hug-
mynda minna.“
Það liggur nærri, að uppblásni
hægindastóllinn, sem Lomazzi og
þrír samstarfsmenn hans hönnuðu,
nái þessu marki fullkomnunarinnar.
Hann er úr eldrauðu gagnsæju
plastefni, risavaxinn, vinalegur hlut-
ur, sem þreyttur maður getur fleygt
sér í eftir langan vinnudag og látið
fara vel um sig í. Hann er pakkað-