Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 123

Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 123
HVAÐ ER YOGA? 121 skilnings, og að lokum Raja yoga, yoga hins andlega vilja, en það er eiginlega efri hæð á öllum hinum þremur greinunum. Þjálfunin í öllum þessum grein- um er fyrst og fremst hugræns eðl- is, — þetta, sem við í daglegu tali köllum hugleiðingu hér á Vestur- löndum, skipulögð og staðföst iðk- un hugrænna æfinga. Ég mun hér tala um Raja yoga sem dæmi um þennan flokk, enda er það lang yfirgripsmesta yoga- greinin, og hinar af sumum aðeins taldar eins konar undirdeildir frá henni. Raja yoginn lgggur höfuðáherzl- una á sjálfstjórn hið ytra og innra, í samræmi við það, að hann ætlar að ná valdi yfir hugsunarstarfsem- inni. Þjálfun líkamans og öll önn- ur ytri skilyrði geta verið góð hjálp, en eru ekki grundvallaratriði. Raja yoginn telur lítið fengið með því að ná valdi yfir hinni sjálfstýrðu starfs- vél líkamans. Hann telur, að það sé ekki hægt að ná andlegum árangri með líkamlegum aðgerðum. En ef unnt er að ná valdi á öflum sálar- lífsins, komi allt annað af sjálfu sér. Þetta er fyrst og fremst and- legt yoga. Hvað felst þá i hinni skipulögðu hugrænu yogaþjálfun? Hin andlega yogaþjálfun gerir miklar kröfur. Jón Árnason prentari komst einu sinni svo að orði, að það væri ekki hægt að skipta við guðdóminn eins og prangara. Þetta á nákvæmlega við um yoga- þjálfunina. Tilgangurinn helgar aldrei meðalið. Mórallinn verður að vera í lagi. Markmiðið og leiðin eru nefnilega eitt og hið sama. Það er ekki hægt að temja sér vald yfir hugsuninni og öðrum fyrirbærum í sálarlífinu vegna einhvers konar eigingirni, því að eigingirnin er hluti af þeim huga, sem við erum að reyna að stjórna. í lífi sínu þarf sá, er hyggst stunda yoga, að vera hófsamur, reglusam- ur og staðfastur, og smátt og smátt hjálpar iðkunin honum til að ávinna sér þessar dyggðir í ríkara mæli. Hann má ekki láta of mikið eftir sér, og hann má heldur ekki láta líkama sinn vanta neitt. Líkaminn verður að vera heilbrigður, en hann á ekki að vera húsbóndinn á heim- ilinu. Það má ekki láta í hann neitt eitur. Áfengi og tóbak hefur sljóvg- andi áhrif á heilann og gerir hugs- unina óskýra, og þar með er auð- vitað erfiðara að fást við hana. Þar að auki stríðir það á móti sjálf- stjórnarhugsjón yogans að gera sig háðan eiturlyfjum. Þungrar fæðu skyldi hann forðast að neyta, og í Raja yoga er, að ég held, alltaf fyr- irskipað jurtafæði einvörðungu. Skyldur sínar í ytra lífi, skyldur við fjölskyldu sína og föðurland, verður yoginn að inna af hendi. Það er enginn frjáls, þegar hann flýr. Og þótt skyldustörfin eigi ekki að ráða yfir honum, á hann ekki að hlaupa frá þeim. Við skulum minn- ast þess, að Raja yoga var yoga- grein furstanna og hinna konung- bornu arísku stríðsmanna og land- varnarmanna á Indlandi forðum, og Raja yoga þýðir hið konunglega yoga. Þá er komið að sjálfri hinni hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.