Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 123
HVAÐ ER YOGA?
121
skilnings, og að lokum Raja yoga,
yoga hins andlega vilja, en það er
eiginlega efri hæð á öllum hinum
þremur greinunum.
Þjálfunin í öllum þessum grein-
um er fyrst og fremst hugræns eðl-
is, — þetta, sem við í daglegu tali
köllum hugleiðingu hér á Vestur-
löndum, skipulögð og staðföst iðk-
un hugrænna æfinga.
Ég mun hér tala um Raja yoga
sem dæmi um þennan flokk, enda
er það lang yfirgripsmesta yoga-
greinin, og hinar af sumum aðeins
taldar eins konar undirdeildir frá
henni.
Raja yoginn lgggur höfuðáherzl-
una á sjálfstjórn hið ytra og innra,
í samræmi við það, að hann ætlar
að ná valdi yfir hugsunarstarfsem-
inni. Þjálfun líkamans og öll önn-
ur ytri skilyrði geta verið góð hjálp,
en eru ekki grundvallaratriði. Raja
yoginn telur lítið fengið með því að
ná valdi yfir hinni sjálfstýrðu starfs-
vél líkamans. Hann telur, að það sé
ekki hægt að ná andlegum árangri
með líkamlegum aðgerðum. En ef
unnt er að ná valdi á öflum sálar-
lífsins, komi allt annað af sjálfu
sér. Þetta er fyrst og fremst and-
legt yoga.
Hvað felst þá i hinni skipulögðu
hugrænu yogaþjálfun?
Hin andlega yogaþjálfun gerir
miklar kröfur.
Jón Árnason prentari komst einu
sinni svo að orði, að það væri ekki
hægt að skipta við guðdóminn eins
og prangara.
Þetta á nákvæmlega við um yoga-
þjálfunina. Tilgangurinn helgar
aldrei meðalið. Mórallinn verður að
vera í lagi. Markmiðið og leiðin eru
nefnilega eitt og hið sama. Það er
ekki hægt að temja sér vald yfir
hugsuninni og öðrum fyrirbærum í
sálarlífinu vegna einhvers konar
eigingirni, því að eigingirnin er
hluti af þeim huga, sem við erum
að reyna að stjórna.
í lífi sínu þarf sá, er hyggst stunda
yoga, að vera hófsamur, reglusam-
ur og staðfastur, og smátt og smátt
hjálpar iðkunin honum til að ávinna
sér þessar dyggðir í ríkara mæli.
Hann má ekki láta of mikið eftir
sér, og hann má heldur ekki láta
líkama sinn vanta neitt. Líkaminn
verður að vera heilbrigður, en hann
á ekki að vera húsbóndinn á heim-
ilinu. Það má ekki láta í hann neitt
eitur. Áfengi og tóbak hefur sljóvg-
andi áhrif á heilann og gerir hugs-
unina óskýra, og þar með er auð-
vitað erfiðara að fást við hana. Þar
að auki stríðir það á móti sjálf-
stjórnarhugsjón yogans að gera sig
háðan eiturlyfjum. Þungrar fæðu
skyldi hann forðast að neyta, og í
Raja yoga er, að ég held, alltaf fyr-
irskipað jurtafæði einvörðungu.
Skyldur sínar í ytra lífi, skyldur
við fjölskyldu sína og föðurland,
verður yoginn að inna af hendi. Það
er enginn frjáls, þegar hann flýr.
Og þótt skyldustörfin eigi ekki að
ráða yfir honum, á hann ekki að
hlaupa frá þeim. Við skulum minn-
ast þess, að Raja yoga var yoga-
grein furstanna og hinna konung-
bornu arísku stríðsmanna og land-
varnarmanna á Indlandi forðum, og
Raja yoga þýðir hið konunglega
yoga.
Þá er komið að sjálfri hinni hug-