Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 77
Eins konar hönnunarhvirfilbylur geisar nú á Ítalíu og hefur
gert það um nokkra hríð. Allt snýst um
form, mynztur, útlit.
Hinir
frábæru hönnuðir
Italíu
Eftir JAMES A. MICHENER
etta var í síðustu vik-
unni á undan hinum
tvísýnu þingkosningum
á Ítalíu, og helztu
frambjóðendurnir voru
á kappræðufundi í sjónvarpinu. Ut-
búið hafði verið herbergi fyrir þá í
upptökusalnum, og skyldi þetta til-
búna herbergi verða „leiksvið“
þeirra. í því var skrifborð og á skrif-
borðinu stóð lampi. Símtölum rigndi
yfir skiptiborð sjónvarpsstöðvarinn-
ar, strax að stjórnmálaviðræðunum
loknum. Og fæstir þeir, sem
hringdu, virtust hafa nokkurn áhuga
á sjálfum umræðunum, heldur vildu
þeir yfirleitt fá að vita, hvar þeir
gætu keypt „borðlampa eins og
þann, sem sýndur var í þættinum.“
Eins konar hönnunarhvirfilbylur
geisar nú á Ítalíu og hefur gert
það um nokkra hríð. Allt snýst um
form, mynstur, útlit. Skærlitir,
glæstir nýir lampar, litríkir og
áberandi stólar, stórglæsilegar bif-
reiðir og dýrlegur fatnaður sést
hvarvetna. í stóru deildaverzlunun-
um er allt troðfullt af fallegum,
nýjum varningi, sem er hannaður og
framleiddur með nútímafólk í nú-
Reader's Digest
75