Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 78
76
TJRVAL
tímaveröld í huga. Litadýrðin glóir
og glitrar í skemmtilegu smáíbúð-
unum. Það eru ögrandi, frjálslegir
litir. Sérverzlanir eru troðfullar af
unaðslegum leðurvörum mð nýju
sniði, nýju formi, nýrri hönnun.
„La linea italiana“ (ítalska línan)
er nú ríkjandi tízka. Það eru allir
óðir í hana. Og hafir þú ekki rek-
izt á hana enn þá, líður ekki á löngu,
að svo verði. Skip, sem stefna tii
erlendra hafna, eru hlaðin ítölskum
farmi. Þar er um að ræða glæsta,
nýja hluti handa íbúum Lundúna,
Höfðaborgar, Tokio og Dallas.
„ítölsk hönnun, ítölsk form, mynst-
ur og verksnilli tekur öllu öðru fram
í Evrópu,“ segir spænskur kaup-
maður. „ítalir virðast vita hvers
konurnar óska.“ Sovétmenn hafa
jafnvel sent eftir ítölum í þessu
skyni og þeir verið fengnir til þess
að „flikka“ svolítið upp á sovézka
bílaframleiðslu og ljá henni líf og
lit. Góður smekkur hefur nú orðið
helzta útflutningsvara Ítalíu.
ARFLEIFÐIN
Hvernig þróaðist svo „La linea
italiana"? f hverju eru hinir sér-
stöku töfrar hennar fólgnir? Ég
ferðaðist nýlega um þvera og endi-
langa ftalíu í leit að svörum við
þessum spurningum.
ítölsk snilli og hugkvæmni náði
auðvitað hámarki sínum fyrrum hjá
Leonardo da Vinci, en hinar ódauð-
legu minnisbækur hans hafa að
geyma uppdrætti að öllum mögu-
legum hlutum, allt frá flugvélum til
vélsagarinnar. Hinir hæfileikaríku
landar hans í Mílanó, Flórens og
Torino spreyta sig nú líka á öllu
mögulegu milli himins og jarðar
eins og meistarinn forðum. Þeir eru
stöðugt umkringdir hinni gullnu
arfleifð Ítalíu, hinum göfugu högg-
myndum og minnismerkjum, leif-
um hins litríka miðaldalífs lands-
ins. Þeir geta ekki komizt hjá því að
drekka í sig meginreglur þær, sem
gilda um alla list.
En hönnuðirnir og formsnilling-
arnir með sína leiftrandi hugmynd-
ir næðu ekki langt, ef þeir gætu
ekki stöðugt treyst á mjög hæfa
handverksmenn. , Jtalski handverks-
maðurinn hefur hendur úr gulli,
gullnar hendur. Það er hann, sem
hefur alltaf skapað auð þjóðar okk-
ar,“ segir Roberto Gucci, en fjöl-
skylda hans framleiðir veski og aðr-
ar leðurvörur og smávörur, sem
frægar eru um öll lönd. „Við höfum
engar námur, engar stórar nauta-
hjarðir, engin hráefni, jafnvel ekki
mikið af trjáviði. Því verðum við
að leyfa handverks- og iðnaðar-
mönnum okkar að framleiða alveg
óvenjulega fallega hluti, sem hinn
hluti mannkynsins vill endilega
kaupa.“
Á Ítalíu hefur þannig þróazt ná-
in samvinna snjallra handverks-
manna, sem vinna undir stjórn
hæfileikaríkra hönnuða. ítölsku
hönnuðirnir hafa oft hlotið mennt-
un og starfsþjálfun sem arkitekt-
ar og fengizt við byggingalist, en
hafa jafnframt því áhuga á list og
verkfræði. Þeir eru haldnir ævin-
týraþrá, eru einnig geysilega lagn-
ir og hafa stórkostlegt formskyn og
eru þar að auki góðir kaupsýslu-
menn. Hönnuðurinn Paolo Lomazzi
kemst svo að orði um þessi mál: