Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 127

Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 127
HVAÐ ER YOGA? 125 ist og upprætt hana. Yogaþjálfaður maður getur líka með svipuðum aðferðum unnið bug á erfiðum skapsmunum, þunglyndi og fljótfærni. Hann kemst að raun um það, ef hann athugar þessa skapgerðarbresti að þeir búa í hugsanavenjunum. Hinn kyrri hug- ur er laus við slíka galla. Þetta er allt eins og hnútar úr hugsanasam- böndum, njörvaðir saman við til- finningar og hvatir. Hugsunin held- ur áfram að svara eins og við sömu skilyrði, ef hnúturinn er ekki leyst- ur. Mesti sigur yogaþjálfunarinnar er þó vaxandi viljastyrkur. í Raja yoga er mest kapp lagt á þetta, ekki auðvitað á viljaþrek til að kúga vilja annarra manna, heldur á vilja- þrek, sem gerir manni kleift að stjórna sjálfum sér. Eruð þið mér ekki sammála um, að ragmennskan sé mesta böl mann- kynsins, þetta að láta alltaf undan fyrir því í sjálfum sér, sem maður veit, að er lakara, þetta, sem kem- ur svo snilldarlega fram hjá Páli postula, þegar hann segir: „Það góða, sem ég vil, það geri ég ekki, en það vonda, sem ég ekki vil, það geri ég“. Þessi heigulsháttur veldur því fremur en allt annað, hve mann- lífið einkennist mikið af aumingja- skap og böli. Allir erum við verri menn en okk- ur er eiginlegt. Þess vegna er heim- urinn verri en hann þyrfti að vera. Á ungum aldri ætti að venja fólk við að vera sjálft húsbóndi yfir sinni sál. En við erum ekki húsbændur yfir sjálfum okkur, því miður. Við er- um á valdi tízkunnar, á valdi þess, hvað fólk segir um okkur, á valdi stjórnmálaskoðana, og öll þessi atr- iði og margt fleira geta valdið því, að við gerum ekki það „góða, sem við viljum“, að við vinnum það fyr- ir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. En yoganeminn iðkar sjálfs- ákvörðun, venur sig á að láta eig- indir sálarlífsins hlýða sér, venur sig á að ýta skilyrðislaust út hugs- un, sem honum finnst óæskileg. Og hann kemst að raun um, að þrek í sálarlífinu er þrek í hinu ytra lífi. Fyrir nokkrum árum var sýnt í Reykjavík leikritið Tehús Ágúst- mánans. Það gerist meðal snauðra almúgamanna á eynni Okinawa. Einn var sá siður fólksins, að það tók sér kyrra stund, meðan sól- in var að síga, og horfði á sólarlag- ið. Er það ekki hverjum manni hollt að taka sér daglega kyrra stund? Og ef hann notar þá kyrru stund á skipulegan hátt til þess að bæta sjálfan sig, sannfærist hann um það, að ef líkamsrækt er nauðsynleg, þá er hitt, að rækta sálarlífið, ekki Síður nauðsynlegt. Og svo kemur hin andlega hlið málsins: Að geta stjórnað því, sem er að gerast í sál- arlífinu, er að geta lifað mannlegu lífi öldungis óháður, samur og jafn í kvöl og sælu, samur og jafn við vin og óvin. f kyrrðinni, sem tekur við, þegar maður megnar að þagga niður í hugsanaólgunni, er að finna leiðina til hinnar hljóðu uppsprettu lífsins, veruleikans, sem ekkert nafn hefur og enginn getur lýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.