Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 99

Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 99
SKJÓTIÐ HONUM EKKI Á LOFT — ÉG Á HANN! 97 Að vísu stóð simpansinn betur að vígi að sumu leyti. Hann hóf til- raunina, eftir að. hafa hvílzt vel um nóttina, en Randy hafði aftur á móti áhyggjur af ýmsum þeim vandamálum, sem tilrauninni voru samfara. Og það getur verið, að það hafi ekki haft sem bezt áhrif á hinn mannlega keppinaut, þegar simpansinn rak upp hroðaleg reiði öskur, er hann dróst aftur úr, og klappaði saman höndunum, þegar hann hafði betur. Að tilrauninni lokinni spurði ég Randy hvað hann ætlaði svo að gera við þær upplýsingar, sem hann hefði nú fengið. „Ég ætla að birta þær í Tímariti geimlæknisvísindanna“ svaraði hann. „Jafnvel upplýsingarnar, sem gefa til kynna, að simpansinn sló þig stundum út?“ „Auðvitað!“ svaraði hann. „Það er einmitt athyglisverðasti þáttur- inn.“ Þá var ég enn svo óvísindalega sinnuð, að ég vonaði bara, að ná- grannarnir fréttu aldrei um niður- stöður tilraunarinnar. SÁLFRÆÐI EÐA FLENGINGAR Fyrstu geimfararniir komu svo vorið, 1959 til þess að hefja þjálfun sína. Og brátt voru nöfnin John Glenn, Alan Sephard, Gus Grissom, Scott Carpenter, Gordon Cooper, Wally Schirra og Deke Slayton orð- in okkur vel kunnug. í fyrstu heim- sókn sinni fóru geimfararnir sjö í um 300 ferðir samtals í miðflótta- aflshringekj unni. Um þessar mundir voru strák- arnir okkar, þeir Mark og Craig, einnig að læra um þyngdarafls- lögmálið. Randy hafði keypt leik- fangageimfar handa þeim, og þeir hófu nú sina eigin geimfaraþiálf- un í bakgarðinum heima hjá okk- ur. „Miðflóttaaflshringekja“ þeirra var eins konar lítil útgáfa af Par- ísarhjóli. Og í því steyptist „geim- farinn“ hverja veltuna af annarri, líkt og hann væri að taka heljar- stökk. Þetta var þess háttar hlut- ur, sem aðeins geimvísindamaður gat fundið upp á að gefa börnum sínum. Og jafnvel hann áminnti strákana um, að þeir yrðu alltaf að halda sér með báðum höndum. Allir krakkarnir í hverfinu komu auðvitað til þess að sjá þetta nýja leiktæki okkar. Og í fyrstu hafði ég heilmiklar áhyggjur af því, að einhver mundi nú meiða sig. En það var alger óþarfi. Hinir krakk- arnir voru bara af alveg eðlilegri manntegund eins og ég sjálf og af- þökkuðu öll tilboð um eina „salí- bunu“. Jafnvel Mark komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkrar ferðir, að hann vildi heldur lifa lífinu í venjulegum stellingum með- almennisins. En Craig gaf geimförunum sjálf- um ekkert eftir í þjálfunaræði sínu. Hann gat sveiflað sér í hringi aftur á bak og áfram á hámarkshraða „apparatsins“. Og hann reigði jafn- vel höfuðið aftur á þessari fleygi- ferð, svo að hann fengi vindsúginn beint í andlitið, líkt og hann væri að láta sig dreyma um raunveru- legt geimskot eða endurkomu inn í gufuhvolf jarðar. Það var ekki auðvelt starf að ala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.