Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 111
SKJÖTIÐ HONUM EKKI Á LOFT — ÉG Á HANN!
109
eru j árnbrautaráætlanir, gamlar
símaskrár frá ýmsum borgum og
sótthreinsunartæki ásamt hrúgu af
gömlum skurðlæknatækjum, þar á
meðal mjög fornfálegt „apparat",
sem notað var til þess að fjarlægja
hálskirtla áður fyrr, einnig annað
„apparat11, sem notað var til þess
að draga tennur úr fólki.
Vinnustofan er líka aðalbækistöð
heils samsafns af gervihjörtum,
gerviheilum, gervieyrum og höfuð-
kúpum. Og uppi yfir öllu þessu
samsafni trónir svo risavaxið líkan
af mannsauganu, sem starir illilega
á þá gesti, sem stíga þangað fæti
sínum. Þarna eru líka fjórir skjala-
skápar. Og ég þakka þeim það, að
unnt reyndist að bjarga hjónabandi
okkar fyrir um 5 árum, þegar þeir
tóku að sér hlutverk gamalla appel-
sínukassa. Þarna standa líka tvö
fornfáleg skrifborð, sem lokað er
með renniloki og snúa sínum háu
bökum saman. í einu horninu stend-
ur fornfálegur skápur með skúff-
um. Skápur þessi var notaður af
tannlækni einum á 18. öld. Og þarna
getur líka að líta ýmsa aðra mun-
aðarleysingja úr húsgagnaheimin-
um, sem hafa annaðhvort verið
keyptir af fornsölum eða hefur ver-
ið bjargað frá því að lerida á ösku-
haugunum.
Heiðurssætið í miðju herberginu
skipar svo teikniborð eitt á hjólum.
Það er búið til úr stóru stykki úr
flugvélarvæng, sem afgangs var af
ónýtri flugvél, sem eitt sinn var
notuð í eftirlíkingartilraunum.
Það er ekki nema sanngjarnt að
taka það fram, að Randy hefur
reynt að koma skipulagi á sumar
þessar eignir sínar og flokka þær
í eins konar kerfi. Plata ein hefur
verið negld ofan á annað skrifborð-
ið. I hana hafa verið boruð 56 mis-
munandi stór göt til þess að stinga
blýöntum, strokleðrum og öðru
slíku í. Og skjalataska hangir snyrti-
lega í krók, sem festur hefur verið
í loftið. Líklega hefur verið gripið
til þessa ráðs í varúðarskyni vegna
hugsanlegrar flóðahættu.
Hvað snertir hina hlutina, sem
taldir hafa verið upp, og fleiri tugi
annarra hluta, þá ér ekki neitt
skipulag á þeim, að því er óþjálfuð
augu fá greint. En Randy virðist þó
vita, hvar hver hlutur er geymdur.
Eitt sinn varð mér það á að reyna
að laga svolítið til í allri þessari
hrúgu. Og ég hef aldrei séð mann-
inn minn eins reiðan fyrr eða síð-
ar. Hann tautaði fyrir munni sér
mánuðum saman: „Þú týndir minn-
isblöðunum mínum! Þú gekkst ein-
hvers staðar frá bókinni minni, þar
sem ómögulegt var að finna hana!“
Vísindamennirnir, sem Randy
sýnir vinnustofu sína stoltur á svip,