Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 23
ÖLD FRÁ FÆÐINGU GANDHIS
21
þjóðina í útvarpsávarpi þetta kvöld,
„og alls staðar ríkir myrkur.“
Hvað skal segja um Gandhi og
starf hans núna, 21 ári seinna?
Vissulega hafði enginn hans líkur
þrammað nokkru sinni áður um
hina rykugu þjóðvegi Indlands. Og
indverska þjóðin elskaði hann svo
heitt, að varla hefur hún nokkru
sinni elskað annan landsins sona
eða dætra svo heitt. Hann endur-
galt þá ást og vann óþreytandi að
bræðralagi milli Hindúa og Múham-
eðstrúarmanna, milli stéttleysingja
og tiginna Hindúa. Hann var post-
uli hinnar ofbeldislausu mótspyrnu,
boðberi kenningarinnar um, að ekki
skyldi beita ofbeldi í skiptum
manna. Hann leiddi Indland til
frelsisins með frumlegum og frið-
samlegum aðferðum, aðferðum, sem
voru ekki gegnsýrðar hatri. Hann
var faðir þjóðar sinnar, og hann átti
óbilandi trú á getu sérhverrar
mannlegrar veru til þess að klífa
tinda, sem höfðu áður verið langt
handan seilingar hennar.
☆
Læknir einn fær sér venjulega eitt glas a£ whisky fyrir kvöldmat
þau kvöld, sem hann á frí. Hann var nýbúinn að tæma glasið eitt
kvöldið, þegar einn af sjúklingiínum hans hringdi í hann og sagði, að
eiginkonan hans hefði meitt sig í úlnlið, og bað lækninn um að koma
strax. Þessi hjón voru algerir bindindismenn. Læknirinn vissi, að þau
mundu móðgast, ef Þau fyndu vínlykt af honum. Hann vissi Jíka, að
þau þyrftu ekki anna.ð en að finna andardrátt hans til þesE að finha
vínlyktina. Hvað átti hann til bragðs að taka? Honum skildist, að
það væri ekki um nein alvarleg meiðsli að ræða, og því spurði hann,
hvort þau geymdu nokkra whiskylögg heima svona til lækningaþarfa.
Jú, það stóð heima. Þá gaf hann fyrirmæli um, að það ætti að n.udda
úlnliðinn upp úr whiskyi í 20 minútur. „Þegar ég kom til Þeirra,‘'
sagði læknirinn að lokuim, „var dauninn eins og i brugghúsi. iSg lauk
þvi líknarstarfi mínu án hinnar minnstu hættu á því, að upp um mig
kæmist."
Dr. Seymour Wheelock.
Tölvan sparar manninum margs konar ágizkanir.... en það gera
bikinibaðfötin einnig.
Skemmtanir, glaumur og gleði líkist líftryggingu. Því eldri se.m mað-
er .. .. þeim mun meira kostar þetta allt saman.
Kim Hubbard.
Hingað til hefur enginn fundið upp gáfnapróf, sem jafnast á við
hjónabandið.
Roger Allen.