Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
arri stofunni, og er hún nú farin að
líta út sem eins konar annexía frá
vinnustofu Randy.
í einu horni er lítil miðflóttaafls-
hringekja, sem Mark er að smíða
fyrir vísindasýningu skólanna. Hann
bjó hana til með því að festa vél
á gamlan trékassa og festa svo 6
arma við hana. Þegar vélin snýst,
þá hreyfast kúlulegur í hverjum
armi út á enda og kveikja á marg-
litum ljósum. Á þann hátt getur
hann rannsakað raunveruleg áhrif
miðflóttaaflsins.
Skrifborð Craigs, sem er í öðru
horni stofunnar, er allt þakið hrúg-
um af hvítum spjöldum, sem á eru
alls konar blekblettir. Hann er að
undirbúa persónuleikaprófun, sem
hann ætlar að gera á bekkjarsyst-
kinum sínum í 6. bekk. Vegna þjálf-
unar sinnar í bernsku í litlu mið-
flóttaaflshringekjunni þeirra kann
hann að verða fyrsti geimfarinn,
sem gerðar verða sálfræðilegar til-
raunir og prófanir á í geimflugi.
Skömmu eftir ferð Apollo 9, sem
farin, var til þess að reyna tungl-
ferjuna, kom Randy æðandi inn á
heimili okkar, sem hafði nú breytzt
í rannsóknarstofu, og rétti mér vís-
indalega skýrslu.
„Líttu bara á þetta-“ sagði hann
sæll á svip.
„Ó, nei!“ stundi ég. „Það getur
ekki verið. Ætla þeir að fara að
gera tilraunir með einhverja aðra
tegund af miðflóttaaflshringekju?“
„Þú ert ekki langt frá því,“ svar-
aði hann. „Það er miðflóttaafls-
hringekja, sem umlukin er lofttóm-
um klefa. En auk þess að framkalla
aðdráttaraflsálag eins og hin hring-
ekjan, mundi þessi vél einnig geta
líkt eftir minna aðdráttarafli en við\
búum við hér á jörðinni og skapað
svipuð umhverfisskilyrði og fyrir
finnast á tunglinu, Mars og hinum
plánetunum!"
„Ég hélt, að það væri búið að
leysa öll þau vandamál, sem því
eru samfara að skjóta mönnum út
í geiminn og ná þeim aftur heilum
á húfi til jarðar,“ sagði ég.
,,Nú þarf einmitt að komast að
raun um, hvaða áhrif dvöl á tungl-
inu mun hafa á manninn og hvort
hann geti unnið í tunglumhverfi.
Þyngdaraflið á tunglinu er aðeins
sjötti hluti þyngdaraflsins hér á
jörðu niðri. Með hjálp svona full-
kominnar rannsóknarstofu gætum
við rannsakað alls konar ný vanda-
mál.“
Randy álítur, að þetta séu ný
vandamál, en mér finnst þau vera
farin að líkjast gömlu vandamál-
unum grunsamlega mikið. Nú er
reyndar árið 1969, en ekki árið
1949, og ég er ekki lengur ung brúð-
ur. Eftir 20 ára hjónaband hættir
hver skynsöm kona við allar hug-
myndir um að breyta manninum
sínum og gera endurbætur á hon-
um. Og eiginkonu vandvirks og ná-
kvæms vísindamanns lærist smám
saman að búa við þær aðstæður,
sem eiginmaður hennar álítur eðli-
legar.
Þegar hér er komið sögu, finnst
mér í rauninni að hann hafi þegar
búið mig undir hvers konar hugs-
anlegar aðstæður og viðburði nema
aðeins eina. Og sú undantekning
yrði eitthvað á þessa leið:
Randall Chambers kemur snemma