Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
maður, svo undarlega sem það
hljómar, þar sem skákinni er oft
líkt við orrustu og hernað.
Að sjálfsögðu hafði oft verið
reynt að afhjúpa leyndarmálið með
Tyrkjann, áður en Poe kom með
sína niðurstöðu. 1789 gizkaði Joseph
Friedrich von Racknitz, barón á, að
sennilega væri mjög horaður og lít-
ill, en vel þjálfaður drengur í kass-
anum. Hann gizkaði líka á, að tafl-
mennirnir væru segulmagnaðir og
þannig væri hægt að stjórna þeim
innan frá. Englendingurinn dr. Hutt-
on lýsti því hins vegar yfir, að hér
væri um að ræða „mesta tæknilega
meistarastykki, sem nokkru sinni
hefði verið búið til“.
En þegar fyrir Ameríkuferðina
hafði maður í litlum, þýzkum bæ í
rauninni komið upp um svikin.
Hann læddist inn í herbergið með-
an sýning stóð yfir og hrópaði: „Eld-
ur! Eldur!“ Allir urðu slegnir
felmtri og forðuðu sér og Schlum-
berger kom skríðandi út úr kassan-
um. Maezel tókst þó að fela hann í
skyndi bak við tjald, svo að það
voru ekki margir sem tóku eftir
þessu.
Það voru einnig aðrir erfiðleikar
í sambandi við Tyrkjann svo sem
fjárkúgun frá hendi manna, sem
hótuðu að afhjúpa leyndarmálið.
Það var heldur ekki ódýrt að kaupa
þekkta skákmeistara til þess að tapa
fyrir Tyrkjanum.
Versta opinbera afhjúpunin átti
sér stað 1834 í blaðinu „Magazine
Pittoresque“, þar sem Frakkinn
Mouret, sem hafði verið starfsmað-
ur Maelzels, þénaði dágóða pen-
ingasummu á því að skýra frá því,
hvernig í pottinn var búið. Þetta var
mikið áfall fyrir Maelzel. Það kom
fram í skjölum, sem hann skildi
eftir sig, er hann lézt úr gulu um
borð í skipinu Brigg Otis á Atlants-
hafinu 1837. Hann var þá á leið aft-
ur til Bandaríkjanna eftir heim-
sókn til Havana. ■— Schlumberger
lézt úr sama sjúkdómi stuttu síðar.
Tyrkinn komst nú undir hendur
annarra manna og hafnaði loks í
illa hirtu horni í safni í Philadel-
phiu. Þar var hann í fjórtán ár,
þar til safnið brann til kaldra kola
1854.
Árið 1926 „reis hann upp frá
dauðum" í franskri kvikmynd —■
sem hét „Taflmaðurinn".
Fleiri eftirlíkingar var reynt að
gera og Englendingurinn Charles
Hooper bjó til gerviskákmann, sem
var klæddur sem Egypti og hét
,,Hajeep“. Þetta var árið 1868 og
,,Hajeep“ naut mikilla vinsælda sér-
staklega í London og Berlín. Örlög
hans urðu þau sömu og Tyrkjans!
— Hann brann í New York 1929.
Á okkar dögum eru menn að
reyna að leika skák með elektrón-
iskum reiknivélum, en það er önn-
ur saga, sem ef til vill verður skýrt
frá einhvern tíma síðar.
☆
Það er hlutverk framtíðarinnar að vera hættuleg.
Alfred North Whitehead.