Úrval - 01.11.1969, Síða 42

Úrval - 01.11.1969, Síða 42
40 ÚRVAL maður, svo undarlega sem það hljómar, þar sem skákinni er oft líkt við orrustu og hernað. Að sjálfsögðu hafði oft verið reynt að afhjúpa leyndarmálið með Tyrkjann, áður en Poe kom með sína niðurstöðu. 1789 gizkaði Joseph Friedrich von Racknitz, barón á, að sennilega væri mjög horaður og lít- ill, en vel þjálfaður drengur í kass- anum. Hann gizkaði líka á, að tafl- mennirnir væru segulmagnaðir og þannig væri hægt að stjórna þeim innan frá. Englendingurinn dr. Hutt- on lýsti því hins vegar yfir, að hér væri um að ræða „mesta tæknilega meistarastykki, sem nokkru sinni hefði verið búið til“. En þegar fyrir Ameríkuferðina hafði maður í litlum, þýzkum bæ í rauninni komið upp um svikin. Hann læddist inn í herbergið með- an sýning stóð yfir og hrópaði: „Eld- ur! Eldur!“ Allir urðu slegnir felmtri og forðuðu sér og Schlum- berger kom skríðandi út úr kassan- um. Maezel tókst þó að fela hann í skyndi bak við tjald, svo að það voru ekki margir sem tóku eftir þessu. Það voru einnig aðrir erfiðleikar í sambandi við Tyrkjann svo sem fjárkúgun frá hendi manna, sem hótuðu að afhjúpa leyndarmálið. Það var heldur ekki ódýrt að kaupa þekkta skákmeistara til þess að tapa fyrir Tyrkjanum. Versta opinbera afhjúpunin átti sér stað 1834 í blaðinu „Magazine Pittoresque“, þar sem Frakkinn Mouret, sem hafði verið starfsmað- ur Maelzels, þénaði dágóða pen- ingasummu á því að skýra frá því, hvernig í pottinn var búið. Þetta var mikið áfall fyrir Maelzel. Það kom fram í skjölum, sem hann skildi eftir sig, er hann lézt úr gulu um borð í skipinu Brigg Otis á Atlants- hafinu 1837. Hann var þá á leið aft- ur til Bandaríkjanna eftir heim- sókn til Havana. ■— Schlumberger lézt úr sama sjúkdómi stuttu síðar. Tyrkinn komst nú undir hendur annarra manna og hafnaði loks í illa hirtu horni í safni í Philadel- phiu. Þar var hann í fjórtán ár, þar til safnið brann til kaldra kola 1854. Árið 1926 „reis hann upp frá dauðum" í franskri kvikmynd —■ sem hét „Taflmaðurinn". Fleiri eftirlíkingar var reynt að gera og Englendingurinn Charles Hooper bjó til gerviskákmann, sem var klæddur sem Egypti og hét ,,Hajeep“. Þetta var árið 1868 og ,,Hajeep“ naut mikilla vinsælda sér- staklega í London og Berlín. Örlög hans urðu þau sömu og Tyrkjans! — Hann brann í New York 1929. Á okkar dögum eru menn að reyna að leika skák með elektrón- iskum reiknivélum, en það er önn- ur saga, sem ef til vill verður skýrt frá einhvern tíma síðar. ☆ Það er hlutverk framtíðarinnar að vera hættuleg. Alfred North Whitehead.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.