Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 41
GERVIMENN ERU GAMALT FYRIRBÆRI
39
einu og öllu, en hefur bersýnilega
öðru og meira hlutverki að gegna
en hjálpa til við að pakka Tyrkj-
anum niður, þegar sýningunni er
lokið. Þessi maður er meðalhár. —
Hvort hann kann að tefla eða ekki,
veit ég ekki. Eitt er hins vegar víst:
hann er aldrei viðstaddur, þegar
Tyrkinn er að tefla, en sést hins
vegar oft á undan og eftir. Þegar
Maelzel heimsótti fyrir nokkrum ár-
um bæinn Richmond, varð Schlum-
berger skyndilega veikur, og með-
an hann átti í veikindum sínum,
var hinn sjálfvirki taflmaður aldr-
ei sýndur opinberlega.
Ályktun Poes var rökrétt og nið-
urstaða hans rétt. — Schlumberger
stjórnaði Tyrkjanum innan frá,
hann gat ekki teflt án hjálpar mann-
legra handa. Þegar hinir ýmsu skáp-
ar voru opnaðir færði hann sig sí-
fellt til og þegar allar dyrnar voru
opnar, faldi hann sig í sjálfum
gervimanninum. — Þegar bakið á
gervimanninum var síðan opnað,
smeygði hann sér aftur niður í kass-
ann. Þetta var ekki mikið rúm til
að hreyfa sig í, en hluti af vélinni
var gerður úr pappa, sem hægt var
að leggja saman og setja síðan aft-
ur á sinn stað. Schlumberger gat
fylgzt með gangi taflsins í bjarm-
anum frá kertaljósi sínu, þar sem
undir hverjum taflmanni, sem var
úr segulmögnuðu járni, hékk lítil
járnkúla, sem féll niður í snúru,
þegar taflmaðurinn var færður, og
kúlan sem hékk neðan undir nýja
reitnum, — skauzt upp. Á litlu
skákborði gerði hann sama leikinn,
— hugsaði um mótleikinn og stjórn-
aði hreyfingum Tyrkjans.
Á tímum von Kempelens tókst
aldrei að koma upp um svikin og
hann vakti gífurlega hrifningu og
ferðaðist milli hirðanna í Evrópu.
Katrín II. af Rússlandi varð stór-
hrifin af fyrirbrigðinu og hið sama
er að segja um Jósep II. Austur-
ríkiskeisara og Friðrik II. Prússa-
konung.
Þegar von Kempelen lézt 1804 og
Maelzel eignaðist Tyrkjann, átti
hann áframhaldandi vinsældum að
fagna og gaf eiganda sínum mikið
fé í aðra hönd. Árið 1809 tefldi Na-
póleon við Tyrkjann í Schönbrunn-
höllinni. Rússinn Gijinsky lýsir at-
burðinum í nýútkominni bók sinni,
„Skák í aldaraðir":
- Skákkeppnin fór fram í viður-
vist fjölmargra áhorfenda og í
skuggalegu andrúmslofti. Skyndi-
lega lék Napoleon leik, sem braut
í bága við reglurnar. Tyrkinn setti
manninn aftur á sinn fyrri stað og
lék því næst sjálfur. Litlu seinna
reyndi Napoleon aftur að hafa
rangt við og Tyrkinn brást við eins
og í fyrra sinnið. Þegar Napoleon
reyndi í þriðja sinn að virða regl-
urnar að vettugi, varð Tyrkinn
ævareiður, hristi höfuðið ákaft,
skotraði augunum fram og aftur í
sífellu, greip taflmanninn og fleygði
honum í gólfið. Napoleon leit á það
sem persónulegan sigur fyrir sig,
að hafa komið þessari undraveru
úr jafnvægi. Tyrkinn var raunar
ekki í neinum vandræðum með að
vinna taflið, því að innan í skápn-
um var að þessu sinni einn bezti
skákmaður þeirra tíma, Allgaier frá
Feneyjum.
Napoleon var mjög lélegur tafl-