Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 70
• LYF GEGN
KRABBAMEINI
Frá því er sagt S
skýrslum bandarísku
krabbameinsstofnunar-
innar, að læknar vest-
ur þar hafi nú til um-
ráða 28 tegundir lyfja
gegn þeim sjúkdómi.
Hafi lyfi þessi reynst
virk að vissu marki,
hvort um sig eða fleiri
tegundir þeirra í sam-
einingu, gegn 18 af-
brigðum krabbameins,
þar á meðal fjórum af-
brigðum hvitblæðis.
Enn er þó ekki fundið
neitt það lyf, sem hef-
ur öruggan lækninga-
mátt, þegar sá skæði
banavaldur er annars-
vegar.
® „BRUNASAND-
UR — EYÐI-
MÖRK“
Bandarískur jarð-
fræðingur, dr. Robert
Clayton, prófessor við
háskólann í Ohicagó,
telur að 20% af öllu
botnfalli sjávar hafi áð-
ur fyrri verið eyði-
merkursandur. Þar hafi
vindar, uppblástur og
önnur eyðingaröfl unn-
ið að í milljónir ára,
og eyðimerkurnar end-
urnýjast jafnóðum og
sandurin.n barst á haf
út.
• SKÝJAHJÚPUR
VENUSAR
Þá hafa bandarískir
geimvisindamenn til-
kynnt, að þeim hafi
tekist, fyrir atbeina
gervihnatta, að ákvarða
efnasamsetningu skýja-
hjúpsins, sem jafnan
umlykur plánetuna
Venus. Segja þeir hann
samsettan af klóri, joði,
flúor og bróm, en öll
þessi efni eru finnan-
leg hér á jörðu, en þó í
öðru ásigkomulagi en í
skýjahjúp Venusar.
• ÁR I JARÐ-
NESKU
ST.TARNFERÐA-
SKIPI
I Sovétríkjunum eru í
sambandi við áætlun
um landnám í geimnum
gerðar tilraunir, sem
S
tengdar eru því vanda-
máli, hvernig tryggja
má mönnum lif við að-
stæður langvimnra
geimferða.
Reist hefur verið sér-
stök tilraunastöð búin
líftryggingarkerfum, og
byggir hún á nýjustu
sigrum sovézkrar líf-
Æræði, tækni, efnafræði
og læknisfræði, og er
hún búin nýtízku rann-
sókna- og mælingaút-
búnaði. Er þessi útbún-
aður eitt af hugsanleg-
um afbrigðum kerfis
sem tryggi manminum
líf utan jarðar.
Fimmta nóvember
1967 hófst tilraun, sem
standa skyldi í eitt ár,
i hinu „jarðneska líf-
tryggingarkerfi". Þrír
menn tóku þátt i til-
rauninni: læknirinn G.
A. Manovtséf, sem
stjórnaði hópnum, líf-
fræðingurinn A. N.
Bosjko og tæknifræð-
ingurinn B. N. Úlibísjéf.
Þessari tilraun, sem var
hin fyrsta sinnar teg-
undar í heimi, lauk með
góðum árangri 5. nóv-
ember 1968. Heilsufar
þátttakendanna er með
ágætum.
________________________y
V,