Póllinn - Apr 2024, Page 19

Póllinn - Apr 2024, Page 19
18 Margret Atwood, rithöfundur er líklega hvað þekktust fyrir bókina sína Saga þernunnar (e. The Handmaid’s Tale) en hún sagði í viðtali sínu við tímaritið Rolling Stones „We’ve Seen This Before“. Þar gefur hún til kynna að það sem kemur fram í Sögu þernunnar sé í rauninni ekki nýtt af nálinni heldur höfum við séð dæmi um þetta í gegnum söguna. Sögu þernunnar má flokka sem feminíska dystópía en í henni málar Atwood upp samfélag þar sem konur gegna aðalega tveimur hlutverkum, að bera börn og sjá um þau. Líkamar kvennanna eru í rauninni ekkert annað en tól fyrir karlmenn til ánægju og nýtingu. Við sjáum dæmi um þetta í raunveruleikanum þar sem að líkamar kvenna eru notaðir sem pólitískt tól og þá sérstaklega í stríðum þar sem það er fremur algengt að hermenn misnoti konur til að sýna ákveðið vald yfir þeim og þar með því landi sem þær koma frá. Annað dæmi um þetta eru lög um þungunarrof í Bandaríkjunum en það er ekki óalgengt að karlmenn taki ákvarðanir um líkama kvenna og hvaða merkingu þeir bera í samfélaginu. Það sem allar þessar bækur eiga sameiginlegt er að þær segja okkur sögu. Sögu af samfélagi sem er fremur óaðlaðandi. Þær vara okkur við því sem koma skal ef við höfum ekki varann á en á sama tíma þá endurspegla þær söguna okkar. Sagan endurtekur sig alltaf og margt af því sem kemur fram í þessum bókum hefur gerst, gæti eða mun gerast.

x

Póllinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.