Póllinn - apr. 2024, Side 29

Póllinn - apr. 2024, Side 29
Forsetakosningarnar í Taívan stóðu núna yfir 13. janúar og luku þær með sigri Lai Ching-Te, sem bauð sig fram fyrir hönd Lýðræðislega umbóta flokksins (e. Democratic Progressive Party). Aðal málefni kosninganna voru samskipti við Kína og hvernig ætti að bregðast við auknum hernaðarlegum tilburðum kínverskra stjórnvalda í þeirra garð. Þrátt fyrir það að frambjóðendurnir væru allir með svipaðar lausnir hvað varðar samskipti við Kína, þá var sigur Lai Ching-Te talin vera versta útkoman í augum Kína þar sem að þetta var flokkurinn sem lagði mesta áherslu á hugmyndir um sjálfstæði landsins. Áhugavert er að sjá að kínverski kommúnistaflokkurinn var hlynntari því að Kuomingtang (flokkur þjóðernissinnanna og flokkur Chiang Kai Shek), og frambjóðandi þess Hou Yu Ih kæmist frekar til valda heldur en Lai. Einnig hafa verið ásakanir um að Kína hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með nethernaði, hvort sem að það hafi verið með að dreifa samsæriskenningum eða deep fakes á netinu. Erfitt er að meta hvert framhaldið verður í milliríkja samskiptum þessara tveggja ríkja þar sem að aukin togstreyta og landfræðileg spenna í Suður-Kínahafi gerir það að verkum að ólíklegt sé að samskiptin batni. Auknar hreinsanir og efnahagsleg stöðnun í Kína gerir það mögulega að verkum að einn daginn sé það metið hagsmunalega betri kosturinn að gera innrás í Taívan frekar en að Xi glati völdum eða glati stöðu sinni í alþjóðlega samfélaginu. Hins vegar er það ólíklegt að innrás sé metin góður kostur þar sem að harkaleg viðbrögð alþjóðasamfélagsins og vesturlanda við innrás Rússa í Úkraínu hefur haft þau áhrif að Kína hugsar sig tvisvar um hvað varðar innrás í Taívan. Einnig er vert að nefna að aukin viðskiptaleg tengsl og samtvinnaður iðnaður Kína og Vesturlanda gerir það að verkum að efnahagslegt hrun fyrir landvinninga er ekki fýsilegur kostur fyrir kommúnistaflokkinn. 28

x

Póllinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.