Póllinn

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Póllinn - apr 2024, Qupperneq 30

Póllinn - apr 2024, Qupperneq 30
29 Karl Marx hélt því fram að það væru aðeins tvær stéttir, öreigastéttin og borgarastéttin, þeir sem búa til auðmagnið og þeir sem eiga auðmagnið. Marx var hagfræðingur og greindi félagslega og efnahagslega valdakerfið í vestrænu samfélagi út frá því viðhorfi. Hann beindi athygli sinni að valdhöfum og reyndi að sameina verkalýðsfólk til að taka valdið í sínar eigin hendur. Hann leit á samfélagið út frá sögulegu og gagnrýnu sjónarhorni. Marx hvetur fólk til að velta því fyrir sér hvort þau vilji viðhalda óbreyttu ástandi eða stokka upp kerfinu og mögulega breyta því. Það er hægt að rífast um það hvort að ég sé að túlka Marx rétt, eða hvort að hann hafði rétt fyrir sér, þá eða núna. Ég ætla að setja viðhorf Marx á stétt í samhengi við stéttarmeðvitund á Íslandi. Það eru ekki mjög skýr sjáanleg mörk milli ríkra og fátækra í íslensku samfélagi og er því kenning Marxs um tvær stéttir að mínu mati of mikil einföldun á margþættilegum og félagslegum einkennum stéttar. Félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu notar marxískar kenningar til að greina stéttarkerfið í vestrænu millistéttarsamfélagi með gagnrýnum og róttækum viðhorfum. Hann flokkar auðmagnið niður í þrjá eftirfarandi flokka, efnahags-, félags- og menningarauðmagn. Hérna verða þessir flokkar útskýrðir nánar og hvernig þeir birtast í menntakerfinu á Íslandi. Í fyrsta lagi er efnahagsauðmagn, eins og nafnið bendir til kynna, um magn peninga eða auðlinda sem einstaklingur hefur aðgang að. Námsmenn úr milli- og efri stétt hafa mögulega foreldra og/eða aðra sem geta stutt sig í gegnum námið, með því að borga fyrir skólabækur, skráningargjald, tryggja þeim húsnæði o.s.frv. Í öðru lagi eru félagsauðmagn tengslin sem fólk hefur aðgang að innan ákveðins rýmis, þessi tengsl gefa þekkingu og menntun. Þessi tengsl geta verið fjölskylda, kennarar eða vinir sem gefa námsmanninum upplýsingar, þekkingu eða jafnvel tækifæri innan rýmisins. Nefna má að stjórnmálafræðingurinn Robert Putnam gerir grein fyrir félagsauðmagninu og lýsir því sem tengsla- neti sem er verðmætt fyrir bæði einstaklinga og samfélagið því það byggir á samvinnu, tillitsemi, trausti og samskiptum fólks. Félagsleg tengsl byggja upp samfélagið sem við búum í til hins betra, en ákveðin félagsleg tengsl gefa fólki forskot og forréttindi. Í þriðja lagi er menningarauðmagn en því er skipt í eftirfarandi þrjá hluta: stofnbundið, líkamnað og hlutbundið auðmagn. Stofnbundið auðmagn eru prófskírteini sem námsmenn fá úr viðurkenndum stofnunum, s.s. háskóla. Ákveðnir skólar, greinar og námskeið eru talin vera meira virði en önnur. Líkamnað auðmagn á við um þætti í líkamsburði sem eru taldir stéttbundnir, sem getur verið málfar, hvernig fólk talar og ber sig. Hlutbundið auðmagn kemur í formi hluta sem námsmenn eiga eins og bækur, nýjustu tækni, föt o.fl. Bourdieu vill meina að fólk sem býr yfir efnahags-, félags-, og menningarauðmagni sem er vel metið innan samfélagsins hafi táknbundið vald. Auðmagnið er ekki „raunverulegt“ og er valdið því algjörlega táknrænt, því form auðmagnsins ræðst eftir tíma, rúmi og menningu. Það er nefnilega algjörlega handahófskennt hvaða auðmagn er viðurkennt af samfélaginu á þeim tíma. Það getur verið í einu rými þekking á klassískri tónlist og heimspeki en í öðru getur það verið lengd skeggs og fjöldi kinda. Táknrænt ofbeldi á sér stað þar sem einni tegund auðmagns er gefið meira vægi en annað auðmagn, þar sem það er réttlæt undirskipun aðila án auðmagnsins. Auðmagnið verður síðan hluti af samfélaginu og aðilar sem hafa ekki táknbundið vald byrja að líta á undirskipun sína sem eðlilega og sjálfgefna. Táknrænt ofbeldi gerist án þess að valdi sé bókstaflega beitt. Félagsleg rými og kerfi eru hönnuð í kringum auðmagn ráðandi stéttar og þeir sem eru í ráðandi stéttinni þurfa bara að lifa eftir leikreglum sem halda þeim í stöðu sinni innan valdakerfisins. HVAÐA STÉTT TILHEYRIR ÞÚ? Elísabet María Hákonardóttir

x

Póllinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.