Póllinn - apr. 2024, Síða 34

Póllinn - apr. 2024, Síða 34
Politica, félag stjórnmálafræðinema varð 30 ára á liðnu ári… líklegast. Í raun er erfitt að varðveita sögu félagsins þar sem meðlimir endurnýjast svo hratt. Við höldum að Politica hafi verið stofnuð árið 1993 þar sem að kennitala félagsins var stofnuð þá, en það er í raun bara ágiskun. Hvað vitum við um félagið og síðustu 30 ár þess? Var til eitthvað á undan því? Saga stjórnmálafræðideildar Ólafur Þ. Harðarson skrifaði um sögu stjórnmálafræða innan HÍ í Íslensku leiðinni árið 2001. Námsleiðin Almenn þjóðfélagsfræði var stofnuð árið 1970 og með því var í fyrsta sinn á Íslandi hægt að fá BA gráðu í stjórnmálafræði eða félagsfræði með aukagrein í mannfræði. Þar var Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti og stjórnmálafræðingur, einn af fyrstu kennurunum. Sex árum seinna, árið 1976, var félagsvísindadeild loks stofnuð með margar nýjar námsgreinar í boði en þar var stjórnmálafræðin sett inn. Það var síðan árið 1996 sem stjórnmálafræðin fékk sína eigin „skor“ in félagsvísindadeildar. Seinna meir var öllu kerfinu breytt í HÍ, deildir urðu svið og skorir urðu deildir og þess vegna heitir námsleiðin okkar stjórnmálafræðideild í dag. Ef þér finnst þetta örlítið ruglandi kæri lesandi þá er það eðlilegt, ég skil þetta ekki alveg sjálf. POLITICA 30 ÁRA!? ÞAÐ SEM VIÐ VITUM UM SÖGU FÉLAGSINS Embla Rún Hall 33 Punkturinn minn er að stjórnmálafræði hefur verið námsgrein í lengri tíma en Politica hefur verið til. Það hefur legið viss dulúð yfir hvað kom á undan Politicu, en með hjálp ferilskrá þingmanna á alþingi.is gátum við púslað þessu saman. Áður en stjórnmálafræðinemar stofnuðu sitt eigið félag var nemendafélag fyrir nema í stjórnmála-, félags- og mannfræði í HÍ sem hét Samfélagið. Hvað getum við staðfest um Politica? Við vitum fyrir víst að félag stjórnmálafræðinema hafi verið til árið 1995 vegna greinar sem birt var í Stúdentablaðinu í febrúar ‘95 (67. árgangur, 2. tölublað). Í greininni var þáverandi formaður Vöku og stjórnmálafræðinemi, hann Gísli Marteinn (já, sá Gísli Marteinn), að gagnrýna formann Politicu sem var þá Einar Skúlason, fyrir að vera í framboði fyrir Röskvu. Gísla fannst Einar vera að binda félag stjórnmálafræðinema við pólitíska hreyfingu með framboði sínu og eyðileggja hlutleysi Politicu. Við teljum líklegt að Einar Skúlason hafi verið formaður veturinn ‘94-’95 og hafi því verið annar formaður í sögu Politicu. Veturinn 2021 til 2022 lagði Sindri Freyr Ágústsson, þáverandi forseti Politicu, mikla vinnu í að safna í skjal lista af öllum formönnum/forsetum félagsins sem hægt var að finna. Listinn er því miður ókláraður þar sem eitthvað af sögunni hefur ekki varðveist.

x

Póllinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.