Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 36

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 36
,,Óréttlæti hvarvetna er ógn við réttlæti alls staðar“ – Dr.Martin Luther King, leiðtogi svartra í Bandaríkjunum. ,,Þú getur aðeins varið frelsið í þessum heimi með því að verja frelsi annarra, þú getur einungis verið frjáls ef ég er frjáls.“ Clarence Darrow, amerískur lögfræðingur og andstæðingur dauðarefsingar. ,,Að neita fólki um mannréttindi er í raun að skora mennsku þeirra á hólm.“ Nelson Mandela, fyrrum samviskufangi og forseti S-Afríku. Þessar tilvitnanir hér að ofan fann höfundur þessa greinarstúfs á hinu alltumlykjandi og frábæra interneti, en segja má að rétturinn til internets sé kannski sjálfsögð mannréttindi nú til dags. Í lýðræðissamfélögum má klárlega skilgreina réttinn til upplýsinga sem sjálfsögð mannréttindi og hér á landi og í flestum vestrænum lýðræðisríkjum á almenningur rétt á upplýsingum frá stjórnvöldum. En hvar byrjað þetta allt saman, þetta með mannréttindin? Amerísk og frönsk bylting Ef til vill eru það tvær byltingar, sú ameríska árið 1776 og sú franska árið 1789 og allt það blóðbað sem þeim fylgdu, sem skilgreina mætti sem upphafið á nútíma mannréttindum eins og við þekkjum þau í dag. Fram að þessum tímapunkti hafði helstu ríkjum Evrópu verið stjórnað af konungum sem töldu sig hafa fengið völd sín af himnum ofan, frá Guði sjálfum. Það reyndist vera ranghugmynd. Í ,,Nýlendunum 13,“ sem síðar urðu að Bandaríkjunum, höfðu íbúarnir verið að berjast fyrir eigin sjálfstæði gegn breskum konungi, Georgi þriðja, sem vildi hafa allt að segja um þeirra eigin málefni. Þessum deilum lauk með sjálfstæðisyfirlýsing nýlendubúanna frá árinu 1776. Hún er því mjög mikilvægur áfangi í sögu nútíma mannréttinda en ef til vill er einn frægasti hluti hennar þau orð sem kveða á um frelsi mannsins og einstaklinganna til leitar að lífshamingju (e. ,,pursuit of happiness“). Gengið er út frá því að ,,allir séu fæddir jafnir“ og hafi ákveðinn náttúrurétt sem ekki sé hægt að taka frá þeim. Þessi hugsun endurómaði síðan í frönsku byltingunni, tæpum tveimur áratugum síðar, en einkunnarorð hennar voru ,,Frelsi, jafnrétti og bræðralag (,,Liberté, egalité, fraternité“). Henni fylgdi mannréttindayfirlýsing, sem er í 17 liðum. ÓGNIN VIÐ FRELSIÐ - HUGLEIÐING UM MANNRÉTTINDI Gunnar Hólmsteinn Ársælsson 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.