Póllinn - Apr 2024, Page 47

Póllinn - Apr 2024, Page 47
46 Staða hins tilnefnda er algjört neyðarúrræði og sem betur fer hefur aldrei reynt á það. Það er lítið talað um þetta hlutverk en ef hins vegar það reynir á þetta fyrir alvöru þá mun þetta hugtak verða mest umtalað í heimi og sá einstaklingur sem yrði nýr forseti Bandaríkjanna yrði mest umtalaði einstaklingur í heimi á einni svipstundu. Ekki er hægt að ímynda sér hvað myndi gerast ef þessi staða kæmi upp en ljóst er að það myndi hafa gríðarleg áhrif á bandarískt stjórnkerfi til langs tíma. Það geta komið upp alls konar fleiri vandamál í svona stöðu, sá sem endar óvænt uppi sem forseti Bandaríkjanna er ekki með neitt umboð nema frá hinum látna forseta og hinum látna meirihluta Öldungadeildarinnar sem höfðu vissulega umboð frá þjóðinni, það er því ljóst að fólk mun deila um það hvort umræddur einstaklingur hafi raunverulegt umboð til að gegna embætti forseta. Nýr forseti mun þurfa að setjast niður með þeim þingmönnum sem voru hinir tilnefndu eftirlifendur þingsins auk annarra embættismanna sem ekki voru viðstaddir árásirnar til að taka ákvarðanir um næstu skref í að tryggja áframhaldandi virkni ríkisvaldsins. Fyrst af öllu þarf að tryggja öryggi borgaranna og koma í veg fyrir að það verði gerðar fleiri árásir. Síðan þarf að endurreisa ríkisvaldið, ríkisstjórar allra 50 ríkja Bandaríkjanna munu skipa öldungadeilda-þingmenn til bráðabirgða og boða til skyndikosninga um öll laus sæti í fulltrúadeildinni, að því loknu þarf að Fulltrúadeildin að kjósa nýjan forseta Fulltrúadeildar, nýr forseti að skipa nýjan varaforseta með samþykki beggja þingdeilda og í kjölfarið á því mun Öldungadeildin staðfesta skipun nýrra ráðherra og hæstaréttardómara. Næstu kosningar á eftir þessu eru annaðhvort forsetakosningar eða miðkjörtímabilskosningar þar sem kosið er um öll fulltrúadeildarþingsæti og þriðjung öldunga- deildarþingsæta auk einhverra ríkisstjórastóla. Þingmenn og ríkisstjórar hafa umboð til þess að gagnrýna forsetann og til þess að vera ósáttir með ákvarðanir forsetans í tilteknum málum en verða engu að síður að lúta því valdi sem forsetinn hefur. Þingmenn geta hins vegar staðið í vegi fyrir forsetanum í ýmsum málum. Ef flokkur forsetans er ekki með meirihluta á þinginu getur meirihluti í Fulltrúadeild og/eða Öldunga-deild staðið í vegi fyrir nánast hverju sem er, t.d. með því að styðja ekki lagafrumvörp forseta. Hinn tilnefndi þarf einnig að ávinna sér traust og virðingu flokks síns og það mun taka lengri tíma heldur en í tilviki kjörins forseta . Forseti skipar opinbera embættismenn og þarf samþykki Öldungadeildarinnar til að útnefningin fari í gegn, ef flokkurinn sem er ekki með Hvíta Húsið getur sá hinn sami neitað að staðfesta skipanir embættismanna. Ef skipa á nýjan varaforseta á miðju kjörtímabili þurfa báðar þingdeildir að samþykkja tillögu forsetans og ef sá flokkur sem ekki er með Hvíta húsið er með meirihluta í annarri hvorri þing- deildinni getur sá flokkur neitað að staðfesta tillögu forsetans. Ef flokkur forsetans er með meirihluta í Öldungadeild þá getur hinn flokkurinn beitt málþófi og ef lögð er fram tillaga um að stöðva málþóf þurfa 60 þingmenn að greiða atkvæði með tillögunni. Það gæti því orðið erfitt fyrir nýjan forseta að ná mikilvægum málum í gegnum Öldungadeildina. Viðkomandi þarf að ná stuðningi beggja þingdeilda til að ná fram stefnumálum sínum sem gæti reynst erfitt þar sem viðkomandi hefur ekki það umboð frá þjóðinni sem forsetinn á undan hafði. Það er ljóst að sá sem verður forseti Bandaríkjanna á þennan hátt mun þurfa að yfirstíga margar stórar hindranir.

x

Póllinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.