Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 50

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 50
Í febrúar á þessu ári verða komin tvö ár síðan að stríðið í Úkraínu byrjaði og minna átökin núna á orrustur úr fyrri heimsstyrjöldinni, þegar víglínan færist lítillega og mannfall er mikið. Það kom hins vegar öllum í opna skjöldu þegar málaliðasveitirnar undir stjórn Yevgeny Prigozhin gerðu uppreisn gegn rússnesku ríkisstjórninni. Vegna aukins mannfalls, ósigra og ringulreiðu þá lýsti Prigozhin því yfir að þeir væru að gera uppreisn gegn varnarmálaráðherranum og yfirmönnum hersins, ekki forsetanum samt. Það hindraði hins vegar ekki Vladimir Pútín (forseta Rússlands) að lýsa því yfir að Wagner og Prigozhin væru föðurlandssvikarar. Í kjölfarið fór allt í bál og brand. Wagner sveitirnar hertóku borgina Rostov án nokkurar mótspyrnu þar sem bækistöð hersins fyrir Úkraínustríðið er staðsett. Fyrir mörgum var það nær óskiljanlegt hvað Wagner sveitunum komust langt í að kollvarpa næstum því rússneska ríkinu, og hvað það komu fáir því til varnar. FSB (leyniþjónusta Rússlands) hélt sig kjurrt í höfuðstöðvum sínum, þjóðvarðliðið var að grafa vegi í sundur til að hindra framgang Wagners og orðrómar fóru að sveima um að forsetinn væri að gera sig kláran til að flýja. Óskiljanlegt var að málaliðasveitir undir stjórn manns sem var einu sinni kallaður kokkur Pútíns væri við það að steypa rússneska ríkinu af stóli. Hins vegar endaði uppreisnin ekki þannig. Vopnahléi var komið á með milligöngu Alexanders Lúkashenko (Hvíta- Rússlands forseti) og Yevgeny Prigozhin hvarf af heimssviðinu. Tveimur mánuðum síðar í júlí þá birtist Prigozhin aftur á netinu og sagðist vera að gera Wagner liða klára til þess að fara til Afríku, til þess að berjast fyrir rússneska hagsmuni í álfunni. Einum mánuði seinna í ágúst fórst hann með flugvélinni sinni, sem flestir í alþjóðasamfélaginu telja hafa verið launmorð og hefnd Pútíns fyrir uppreisnina. Rússneska ríkisstjórnin heldur því hins vegar staðfastlega að þetta hafi verið flugslys en ekki launmorð. Í kjölfarið á dauða Yevgeny Prigozhin þá lýsti Pútín því yfir að allar eigur Wagners væru hér með eignir rússneska ríkisins og að Wagner sveitirnar í Úkraínu yrðu nú hluti af rússneska hernum. Hvað er Wagner að gera núna? Nýi leiðtogi Wagner sveitana er sonur Yevgeny Prigozhin, Pavel. Hann hefur lýst yfir hollustu sína við rússneska ríkisið og hefur stýrt sveitunum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Einnig hafa verið orð- rómar um að sveitirnar snúi aftur til Úkraínu. En hvers vegna að leyfa Wagner sveitunum að vera til? Væri ekki einfaldast að leysa þær upp og innlima þær inn í rússneska herinn? Ástæðan er einföld. Rússland vantar fjármagn, og því er það verulega hagstætt að hafa hersveitir sem eru ekki tengdar ríkinu opinberlega heldur geta aflað fjármagn í Afríku og Mið-Austurlöndum. Hvort sem það er með að fá greitt fyrir að vernda eigur afrískra einvelda, stela úr námum eða selja rússneska olíu sem er merkt sem eitthvað annað ríki. Einnig er gagnlegt að hafa vopnaðar málaliðasveitir sem eru ekki bundnar Genfarsáttmálanum og geta aukið áhrif Rússlands á alþjóðavettvangi. Málaliðar, gömul starfsgrein aftur í tísku? Leiguhermennska var vinsæl starfsgrein á miðöldum, en í kjölfar iðnbyltingarinnar þá vildu flest ríki hafa eigin heri sem voru einungis hliðholl ríkinu. Hins vegar virðist þessi gamla starfsgrein vera að koma aftur í tísku. Þrátt fyrir það að Wagner sveitirnar eru kannski mest þekktustu málaliðar í heiminum í augnablikinu þá eru fullt af þjóðum sem bjóða upp á þjónustu málaliða. Þetta er einföld leið fyrir ríki til þess að auka áhrif sín í óstöðugum heimshlutum, og geta afneitað þátttöku sína í vopnuðum átökum. Einnig getur þetta verið ágæt leið til þess að útkljá málefni við annað ríki sérstaklega þar sem átök milli stórvelda byggist meira á umboðshernaði frekar en beinum átökum. UPPREISN WAGNERS Auðólfur Már Gunnarsson 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.