Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ1913 | 175. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 PRENTSMIDJA MORGUNBLAÐSINS | mbl.is Léttog óþvingað Skandinavískt hráefni með Miðjarðarhafsblæ | Daglegt fíf Bílar og íþróttir í dag Bflar | Fornbílar í Frakklandi ► Metanbíll í sorpið ► Dísilbílar í samkeppni ► Tveir nýir frá VW fþrðttir | Sigurganga FH heldur áfram ►Essen og Wallau felld niður ► Gleði Valsmanna ► Edda og Úlfar valin best ► Kristín ekki með Saxsteinn hefur selt sinn 25% hlut í FL Group til Kötlu og fleiri Þrír segja sig úr stjórn FL Group ■ Ákveðin gagnrýni á störf Hannesar Smárasonar stjórnarformanns ■ Hluthafafundur í FL Group boðaður í dag og haldinn að viku liðinni Eftir Agnesi Bragadóttur og Arnór Gísla Ólafsson agnes@mbl.is | arnorg@mbl.is TIL tíðinda dró á stjórnarfundi FL Group í gær, þegar þrír stjórn- armenn af sjö, þau Hreggviður Jónsson, varaformaður stjórnar, Árni Oddur Þórðarson og Inga Jóna Þórðardóttir, ákváðu að segja sig úr stjórn félagsins en tilkynnt verður um úrsögn þeirra í Kaup- höllinni nú í dag. Um leið áttu sér stað viðskipti með um 25% hlut í FL Group en sá sem selur er Sax- steinn, sem átti fjórðungshlut í fé- laginu. Akveðin gagnrýni kom fram á stjórnarfundinum í gær, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins, á störf stjórnarformannsins, Hannesar Smárasonar. Mun þessi gagnrýni hafa ráðið úrslitum um að þeir sem seldu, þ.e. Saxsteinn, tóku endanlega ákvörðun um sölu á eignarhlut sínum í FL Group. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru þeir aðilar sem kaupa hlut Saxsteins, Katla, í eigu Kevins Stanford, Magnúsar Armann og Sigurðar Bollasonar, sem keyptu 16%. Þá keypti Hannes Smárason sjálfur 5%, Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir keypti 2% og Jón As- geir Jóhannesson keypti 2%. Mikil breyting hefur átt sér stað með hlutabréf í FL Group að und- anförnu og hefur Baugur Group smám saman verið að auka hlut sinn á nýjan leik og á nú 12% hlut í FL Group en í fyrrasumar seldi Baugur Group ásamt Feng, eign- arhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, öll hlutabréf sín í FL Group, til samans 27%. Fyrir rétt rúmri viku seldi síðan Eyrir fjárfestingafélag, í eigu Árna Odds Þórðarsonar og Þórðar Magnússonar, 3% hlut sinn í FL Group. Fyrir viðskiptin í gær átti Odda- flug, eignarhaldsfélag Hannesar Smárasonar, um 30% hlut í FL Group og því eiga Hannes og fyrr- greindir aðilar nú um 65% hluta- fjár í FL Group. Heimildir Morgunblaðsins herma að fjársterkir aðilar, ásamt þeim Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, séu að kaupa umtalsverða hluti í FL Gro- up, þannig að á næstu dögum muni nýr stjórnarmeirihluti í félaginu sjá dagsins ljós. Boðað verður til hlutahafafundar í FL Group í dag og hann væntanlega haldinn að viku liðinni. Auk Hannesar Smárasonar sitja nú eftir í stjórn félagsins þeir Pálmi Kristinsson, framkvæmda- stjóri Smáralindar, Gylfi Omar Héðinsson, annar eigandi BYGG, byggingarfélags Gunnar og Gylfa, og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórn- arformaður Saxhóls. Morgunblaðið/Kristinn Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, horfir fram á breytta tíma. Þrýsta ákaft á Islendinga Kínverjar eru ekki sáttir við afstöðu íslands til breytinga á Öryggisráði SÞ Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is KÍNVERJAR hafa undanfarið lagt hart að ís- lenskum stjórnvöldum að láta af stuðningi sínum við tillögu G4-ríkjanna svonefndu - Indlands, Brasilíu, Japans og Þýskalands - um stækkun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hefur kín- verski sendiherrann, Wang Xin Shi, ítrekað átt fundi með embættismönnum úr utanríkisráðu- neytinu í þessu skyni. Þó hafa íslensk stjórnvöld fyrir nokkru boðað að þau verði meðflutnings- menn að G4-tillögunni þegar hún verður lögð fram. Illugi Gunnarsson, aðstoðannaður utanríkis- ráðherra, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að umræddir fundir hefðu átt sér stað. Þeir munu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa verið allnokkru fleiri en fimm, og hafa þeir farið fram á nokkurra vikna tímabili. Illugi segir það hins vegar ekki skipta máli hversu margir fundirnir hafi verið, Kinverjar hafi verið að reyna að afla sínum sjónarmiðum í þessum málum stuðnings, „og það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það“. Vilja ekki að Japan fái fast sæti Til tíðinda kann að draga á vettvangi SÞ á næstu vikum en G4-ríkin telja sig nærri því að tryggja nægan stuðning við tillögu sína um breytingar á öryggisráðinu. Tillagan felur í sér að G4-ríkin fái öll fast sæti í öryggisráðinu, auk tveggja Afríkuþjóða. Þá verði kjömum fulltrúum í ráðinu íjölgað um fjóra. Mikið kapp er hins vegar hlaupið í baráttu andstæðinga G4-ríkjanna en þeir ganga undir heitinu „Kaffiklúbburinn". Þar fara Kínverjar nú fremstir í flokki og hafa þeir, samkvæmt nýlegri frétt Der Spiegel, jafnvel hótað að beita þau ríki hörðu sem ganga gegn vilja þeirra í málinu. Op- inberlega segja Kínverjar að eining verði að ríkja um þessa hluti en alkunna er að afstaða þeirra snýst fyrst og síðast um það að koma í veg fyrir að Japan fái fast sæti í öryggisráðinu. Eins og áður var nefnt hafa íslensk stjómvöld tilkynnt að þau hyggist verða meðflutningsmenn að tillögu G4-ríkjanna. Illugi var því spurður hvort fundahöldin væru til marks um að Kínverj- ar tækju ekki svör Islendinga góð og gild. „Jú, en þeir vilja sækja sitt mál af festu og hafa gert það. Það breytir engu um okkar afstöðu," sagði hann. ■ Tekst „Kaffiklúbbnum“/29 Parkódín og fleiri lyf verði lyf- seðilsskyld LYFJASTOFNUN hefur nú til skoðunar að svokölluð kódín-lyf verði í fi’amtíðinni lyfseðilsskyld, til að bregðast við misnotkun lyfjanna. Til kódín-lyfja teljast algeng verkja- lyf á borð við parkódín og íbúkód. Þorbjörg Kjartansdóttir, lyfja- fræðingur hjá Lyfjastoíhun, stað- festi þetta í samtali við Morgunblað- ið í gær. Hún sagði málið enn á umræðustigi og að engar dagsetn- ingar hefðu verið nefndar til sögunn- ar. Ástæður þess að stofnunin kannar þennan möguleika segir Þorbjörg vera að eins og fram hafi komið í fjöl- miðlum, meðal annars í viðtölum við Þórarin Tyrfingsson hjá SÁA, komi fyrir að fíklar hefji neysluferil sinn með kódín-lyfjum. Lyfjastofnun sé því að bregðast við ábendingum frá SÁA og starfsfólki apóteka. ----------------- A Arsvelta Sterling yfir 60 milljarðar ÞEIR félagar Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, aðaleigendur Fons, sem á m.a. Iceland Express og norræna lágfargjaidaflugféiagið Sterling, undirrituðu snemma í gær- morgun samn- ing við eigendur danska flug- félagsins Maersk Air um kaup á félaginu. „Þetta er að sjálfsögðu stór- kostlegur áfangi í fjárfestingum okkar og liður í því að efla enn frek- ar rekstur lágfargjaldaflugs okkar, leiguflugs og fragtflugs. Við verðum með í rekstri, eftir sameiningu við Sterling og að þotum Iceland Ex- press meðtöldum, 32 þotur og kom- um til með að fljúga á 89 áfanga- staði. Samanlagður starfsmannafjöldi verður um 2.000 manns, farþegafjöldi á ársgrundvelli um 5,2 milijónir og ársveltan verður vel yfir 60 milljarðar króna,“ sagði Pálmi Haraldsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Höfuðstöðvar hins nýja sameinaða félagfs verða í Kaupmannahöfn, en þar eru höfúðstöðvar Sterling og fé- lagið verður rekið undir nafni Sterl- ing. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, verður forstjóri hins sam- einaða flugfélags. Kynningarfundir voru haldnir með starfsmönnum Sterling og Maersk í höfuðstöðvum félaganna kl. hálftíu fyrir hádegi, þar sem kaupin á Maersk voru kynnt starfs- mönnum. ■ Sterling/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.