Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ1913 | 175. TBL. 93. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005
PRENTSMIDJA MORGUNBLAÐSINS | mbl.is
Léttog
óþvingað
Skandinavískt hráefni með
Miðjarðarhafsblæ | Daglegt fíf
Bílar og íþróttir í dag
Bflar | Fornbílar í Frakklandi ► Metanbíll í sorpið ► Dísilbílar í samkeppni ►
Tveir nýir frá VW fþrðttir | Sigurganga FH heldur áfram ►Essen og Wallau
felld niður ► Gleði Valsmanna ► Edda og Úlfar valin best ► Kristín ekki með
Saxsteinn hefur selt sinn 25% hlut í FL Group til Kötlu og fleiri
Þrír segja sig úr
stjórn FL Group
■ Ákveðin gagnrýni á störf Hannesar Smárasonar stjórnarformanns
■ Hluthafafundur í FL Group boðaður í dag og haldinn að viku liðinni
Eftir Agnesi Bragadóttur og Arnór Gísla Ólafsson
agnes@mbl.is | arnorg@mbl.is
TIL tíðinda dró á stjórnarfundi
FL Group í gær, þegar þrír stjórn-
armenn af sjö, þau Hreggviður
Jónsson, varaformaður stjórnar,
Árni Oddur Þórðarson og Inga
Jóna Þórðardóttir, ákváðu að segja
sig úr stjórn félagsins en tilkynnt
verður um úrsögn þeirra í Kaup-
höllinni nú í dag. Um leið áttu sér
stað viðskipti með um 25% hlut í
FL Group en sá sem selur er Sax-
steinn, sem átti fjórðungshlut í fé-
laginu.
Akveðin gagnrýni kom fram á
stjórnarfundinum í gær, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins, á störf stjórnarformannsins,
Hannesar Smárasonar. Mun þessi
gagnrýni hafa ráðið úrslitum um
að þeir sem seldu, þ.e. Saxsteinn,
tóku endanlega ákvörðun um sölu
á eignarhlut sínum í FL Group.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru þeir aðilar sem kaupa
hlut Saxsteins, Katla, í eigu Kevins
Stanford, Magnúsar Armann og
Sigurðar Bollasonar, sem keyptu
16%. Þá keypti Hannes Smárason
sjálfur 5%, Ingibjörg Stefanía
Pálmadóttir keypti 2% og Jón As-
geir Jóhannesson keypti 2%.
Mikil breyting hefur átt sér stað
með hlutabréf í FL Group að und-
anförnu og hefur Baugur Group
smám saman verið að auka hlut
sinn á nýjan leik og á nú 12% hlut í
FL Group en í fyrrasumar seldi
Baugur Group ásamt Feng, eign-
arhaldsfélagi Pálma Haraldssonar,
öll hlutabréf sín í FL Group, til
samans 27%. Fyrir rétt rúmri viku
seldi síðan Eyrir fjárfestingafélag,
í eigu Árna Odds Þórðarsonar og
Þórðar Magnússonar, 3% hlut sinn
í FL Group.
Fyrir viðskiptin í gær átti Odda-
flug, eignarhaldsfélag Hannesar
Smárasonar, um 30% hlut í FL
Group og því eiga Hannes og fyrr-
greindir aðilar nú um 65% hluta-
fjár í FL Group.
Heimildir Morgunblaðsins
herma að fjársterkir aðilar, ásamt
þeim Hannesi Smárasyni og Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, séu að
kaupa umtalsverða hluti í FL Gro-
up, þannig að á næstu dögum muni
nýr stjórnarmeirihluti í félaginu
sjá dagsins ljós. Boðað verður til
hlutahafafundar í FL Group í dag
og hann væntanlega haldinn að
viku liðinni.
Auk Hannesar Smárasonar sitja
nú eftir í stjórn félagsins þeir
Pálmi Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Smáralindar, Gylfi Omar
Héðinsson, annar eigandi BYGG,
byggingarfélags Gunnar og Gylfa,
og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórn-
arformaður Saxhóls.
Morgunblaðið/Kristinn
Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, horfir fram á breytta tíma.
Þrýsta ákaft á Islendinga
Kínverjar eru ekki sáttir við afstöðu íslands til breytinga á Öryggisráði SÞ
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
KÍNVERJAR hafa undanfarið lagt hart að ís-
lenskum stjórnvöldum að láta af stuðningi sínum
við tillögu G4-ríkjanna svonefndu - Indlands,
Brasilíu, Japans og Þýskalands - um stækkun
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hefur kín-
verski sendiherrann, Wang Xin Shi, ítrekað átt
fundi með embættismönnum úr utanríkisráðu-
neytinu í þessu skyni. Þó hafa íslensk stjórnvöld
fyrir nokkru boðað að þau verði meðflutnings-
menn að G4-tillögunni þegar hún verður lögð
fram.
Illugi Gunnarsson, aðstoðannaður utanríkis-
ráðherra, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í
gær að umræddir fundir hefðu átt sér stað. Þeir
munu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafa verið allnokkru fleiri en fimm, og hafa þeir
farið fram á nokkurra vikna tímabili.
Illugi segir það hins vegar ekki skipta máli
hversu margir fundirnir hafi verið, Kinverjar
hafi verið að reyna að afla sínum sjónarmiðum í
þessum málum stuðnings, „og það er í sjálfu sér
ekkert óeðlilegt við það“.
Vilja ekki að Japan fái fast sæti
Til tíðinda kann að draga á vettvangi SÞ á
næstu vikum en G4-ríkin telja sig nærri því að
tryggja nægan stuðning við tillögu sína um
breytingar á öryggisráðinu. Tillagan felur í sér
að G4-ríkin fái öll fast sæti í öryggisráðinu, auk
tveggja Afríkuþjóða. Þá verði kjömum fulltrúum
í ráðinu íjölgað um fjóra.
Mikið kapp er hins vegar hlaupið í baráttu
andstæðinga G4-ríkjanna en þeir ganga undir
heitinu „Kaffiklúbburinn". Þar fara Kínverjar nú
fremstir í flokki og hafa þeir, samkvæmt nýlegri
frétt Der Spiegel, jafnvel hótað að beita þau ríki
hörðu sem ganga gegn vilja þeirra í málinu. Op-
inberlega segja Kínverjar að eining verði að ríkja
um þessa hluti en alkunna er að afstaða þeirra
snýst fyrst og síðast um það að koma í veg fyrir
að Japan fái fast sæti í öryggisráðinu.
Eins og áður var nefnt hafa íslensk stjómvöld
tilkynnt að þau hyggist verða meðflutningsmenn
að tillögu G4-ríkjanna. Illugi var því spurður
hvort fundahöldin væru til marks um að Kínverj-
ar tækju ekki svör Islendinga góð og gild. „Jú,
en þeir vilja sækja sitt mál af festu og hafa gert
það. Það breytir engu um okkar afstöðu," sagði
hann.
■ Tekst „Kaffiklúbbnum“/29
Parkódín
og fleiri
lyf verði lyf-
seðilsskyld
LYFJASTOFNUN hefur nú til
skoðunar að svokölluð kódín-lyf
verði í fi’amtíðinni lyfseðilsskyld, til
að bregðast við misnotkun lyfjanna.
Til kódín-lyfja teljast algeng verkja-
lyf á borð við parkódín og íbúkód.
Þorbjörg Kjartansdóttir, lyfja-
fræðingur hjá Lyfjastoíhun, stað-
festi þetta í samtali við Morgunblað-
ið í gær. Hún sagði málið enn á
umræðustigi og að engar dagsetn-
ingar hefðu verið nefndar til sögunn-
ar.
Ástæður þess að stofnunin kannar
þennan möguleika segir Þorbjörg
vera að eins og fram hafi komið í fjöl-
miðlum, meðal annars í viðtölum við
Þórarin Tyrfingsson hjá SÁA, komi
fyrir að fíklar hefji neysluferil sinn
með kódín-lyfjum. Lyfjastofnun sé
því að bregðast við ábendingum frá
SÁA og starfsfólki apóteka.
-----------------
A
Arsvelta
Sterling
yfir 60
milljarðar
ÞEIR félagar Pálmi Haraldsson og
Jóhannes Kristinsson, aðaleigendur
Fons, sem á m.a. Iceland Express og
norræna lágfargjaidaflugféiagið
Sterling, undirrituðu snemma í gær-
morgun samn-
ing við eigendur
danska flug-
félagsins
Maersk Air um
kaup á félaginu.
„Þetta er að
sjálfsögðu stór-
kostlegur áfangi í fjárfestingum
okkar og liður í því að efla enn frek-
ar rekstur lágfargjaldaflugs okkar,
leiguflugs og fragtflugs. Við verðum
með í rekstri, eftir sameiningu við
Sterling og að þotum Iceland Ex-
press meðtöldum, 32 þotur og kom-
um til með að fljúga á 89 áfanga-
staði. Samanlagður
starfsmannafjöldi verður um 2.000
manns, farþegafjöldi á ársgrundvelli
um 5,2 milijónir og ársveltan verður
vel yfir 60 milljarðar króna,“ sagði
Pálmi Haraldsson í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Höfuðstöðvar hins nýja sameinaða
félagfs verða í Kaupmannahöfn, en
þar eru höfúðstöðvar Sterling og fé-
lagið verður rekið undir nafni Sterl-
ing. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri
Sterling, verður forstjóri hins sam-
einaða flugfélags.
Kynningarfundir voru haldnir
með starfsmönnum Sterling og
Maersk í höfuðstöðvum félaganna
kl. hálftíu fyrir hádegi, þar sem
kaupin á Maersk voru kynnt starfs-
mönnum.
■ Sterling/28