Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDSVIRKJUN 40 ARA FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 17 kuðum Við hittum á réttu Einangruð orkuumræða „Stundum finnst mér orku- umræðan ótrúlega einangi’uð," við- urkennir Jóhannes Geir. „Eins og við Vesturlandabúar séum ein í þessum heimi. Ef litið er til alda- mótamarkmiðs Sameinuðu þjóð- anna um að draga úr fátækt blasir við að ekki er hægt að draga úr örbirgð í fátækari löndum heimsins án aukinnar orkunotkunar. Mark- mið Sameinuðu þjóðanna nást ekki nema með allt að þrefaldri orku- notkun miðað við núverandi orku- notkun á næstu 50 árum þó Vest- urlandabúar reyni að spara við sig orku. Stóra spurningin er auðvitað hvaðan eigi að taka þessa orku. Við getum ekki litið framhjá gróð- urhúsaáhrifunum þó 100% sönnun sé ekki enn fyrir hendi. Núna kem- ur um 90% af allri seldri orku frá jarðefnum eins og kolum, olíu og gasi. Vind- og sólarorka er aðeins agnarlítið hlutfall af heildarorku heimsins. Aðrar betri lausnir eru ekki sjáanlegar á næstu áratugum. Sú staðrejmd virðist blasa við að við verðum að leita allra hugs- anlegra leiða til að mæta hags- munum heildarinnar, þ.e. beita orkusparandi aðgerðum, bæta nýt- ingu jarðefna og nýta endurnýj- anlega orkugjafa þar sem við get- um,“ segir Jóhannes Geir og tekur fram að sýnt hafi verið fram á að með þessu móti verði hægt að ráða við verkefnið. „Hins vegar er ekki hægt í þessu tilliti að berjast í sama orðinu gegn gróðurhúsaáhrif- um og loftmengunarlausum orku- gjöfum eins og vatnsorku. Við getum þess vegna sagt að samfélagsleg ábyrgð okkar Islend- inga sé tvíþætt. Annars vegar höf- um við gengist undir að vemda ákveðin landsvæði og hins vegar tel ég að við höfum samfélagslega skuldbindingu gagnvart orkubú- skap heimsins um að nýta innan skynsamlegra marka þessa meng- unarfríu orkugjafa sem við eigum. Það er stundum erfitt fyi*ir menn að skilja að orka sem þú framleiðir hér og notar til álframleiðslu skap- ar rými annars staðar. Hún getur skapað rými þess vegna fyrir kol- um og olíu til að sjá fátækum þjóð- um í Afríku fyrir orku án þess að auka gróðurhúsaáhrifin. Stundum finnst mér menn ræða þetta þann- ig að menn vilji ræða gróðurhúsa- áhrifahliðina í alheimssamhengi en ekki orkuöflunarhliðina. Þessa heildrænu umræðu vil ég gjarnan að við tökum meira upp hér innan- lands.“ Björt framtíð Svo við snúum okkur aftur að af- mælisbarninu. Hvernig metur þú stöðu þess á þessum tímamótum? „Hún er nokkuð traust,“ segir Jóhannes Geir alvarlegur á svip. „Landsvirkjun er reyndar við- kvæmt fyrirtæki og hefur tekið á sig miklar skuldbindingar í tengslum við uppbyggingu sína á síðustu áratugum. Við munum halda áfram uppbyggingu hér- lendis þó skrefin verði ekki eins stór og verið hefur síðustu áratugi. Eg get nefnt í því sambandi verk- efni eins og djúpborunarverkefnið á Suðumesjum. Menn hafa verið að bora niður á svona 2 km dýpi og fá svona 2-5 megawött út úr hverri holu. Ef hægt verður að bora 5 km niður, nánast ofan í kjama háhitasvæðisins, verður hægt að tífalda þessa orku. Sá ár- angur gæti opnað alveg nýjan heim í orkumálum hér á landi. Þó ber að geta þess að um langtíma- verkefni er að ræða og ekki raun- sætt að búast við árangri fyrr en eftir 20 til 30 ár. Eins og ég nefndi tel ég svo að framtíðin liggi að ein- hverju leyti í verkefnum erlendis. Landsvirkjun býr að mikilli reynslu og frábæru starfsfólki. Þess vegna er ekki útlit fyrir ann- að en bjarta framtíð." ago@mbl.is Með lögum um stofnun Landsvirkj- unar, sem sett voru í maí 1965, var fyrst og fremst verið að afla nauð- synlegra heimilda til að ráðast í virkjun Þjórsár við Búrfell og setja á stofn fyr- irtæki, sem hefði fjárhagslega burði til þess að taka lán til framkvæmdanna og leiða þær til lykta,“ segir Jóhannes. „Hér var um risafram- kvæmd að ræða á þeirra tíma mælikvarða, sem átti eftir að þrefalda raforkuframleiðslu í land- inu á örfáum árum. Markmiðið með virkjuninni var tvíþætt. Annars vegar að vera grundvöllur nýs útflutningsatvinnuvegar sem byggðist á nýtingu hinna miklu óbeisluðu orkulinda lands- ins, en hins vegar að sjá vaxandi markaði á Suðvesturlandi fyrir nægilegi'i raforku. Þegar frumvarp að lögum um Landsvirkjun var lagt fram vorið 1965 voru samningar um byggingu álversins í Straumsvík að vísu langt komnir en þeim lauk þó ekki fyrr en ári síðar. Hins vegar var orðið aðkallandi að leysa úr raforkuþörf Reykjavíkur eftir að Sogið var fullvirkjað. Ymsir smærri virkjunarkostir höfðu verið til athugunar, svo sem í Brúará og í Hvítá við Hestvatn, þar sem verð á orkueiningu hefði orðið mjög hátt í samanburði við stórvirkjun í Þjórsá. Reykjavíkurborg gekk því til samstarfs við ríkið um stofnun Landsvirkjunar sem yf- irtók um leið virkjanirnar við Sog, sem hún átti að hálfu á móti ríkinu. Með nokkurri bjart- sýni var því haldið fram af flutningsmönnum frumvarpsins að vii'kja mætti við Búrfell í áföngum fyrir innanlandsmarkaðinn eingöngu og átti það vafalaust sinn þátt í því að sæmileg sátt varð á Alþingi um afgreiðslu laga um stofnun Landsvirkjunar, þótt vitað væri að stjórnarandstaðan væri andvíg áformum rík- isstjórnarinnar um byggingu álvers eins og síð- ar kom í ljós. - Samningar um byggingu álbræðslunnar höfðu staðið í mörg ár, þegar hér var komið sögu. Hver var forsaga þess máls? „Enginn vafi er á því að sú stefna sem við- reisnarstjórnin tók upp í efnahagsmálum árið 1960 og fól í sér að efla útfiutningsatvinnuveg- ina á grundvelli frjálsra viðskipta og opnara hagkerfis var forsenda þess að erlend fyrirtæki fóru að sýna áhuga á fjárfestingum hér á landi. Málin komust þó ekki á skrið fyrr en í maí 1961 þegar Bjarni Benediktsson, sem þá fór með iðnaðarmál í ríkisstjórn, skipaði svokall- aða stóriðjunefnd til að ræða við tvö erlend fyrirtæki, sem höfðu lýst áhuga sinum á því að kanna möguleika á byggingu álbræðslu hér á landi. Annað fyrirtækið var sænskt, en það heltist fljótlega úr lestinni. Hitt var svissneska fyrirtækið Swiss Aluminium. Síðar sýndu fleiri erlend álfyi-irtæki áhuga um skeið og áttu við- ræður við stóriðjunefnd. Svisslendingarnir urðu þó að lokum sá samningsaðili, sem einn sýndi áhuga á að Ijúka verkinu." Byggðamál komu mjög við sögu virkjunar og verksmiðju - Af hverju liðu fimm ár frá því að stóriðju- nefndin var skipuð og þangað til samningarnir um byggingu álversins voru undirritaðir? „Þetta voru að sjálfsögðu flóknir samningar og lítil fordæmi eða reynslu við að styðjast hér á landi. Drátturinn stafaði þó mest af því hve skammt rannsóknir og áætlanir um virkjanir voru komnar þegar af stað var farið. Það liðu nærri því þrjú ár þar til traustar áætlanir um virkjunarkostnað við Búrfell lágu fyrir en fyrr gátu ekki raunhæfar viðræður um raf- orkuverðið hafizt af okkar hálfu. Tíminn nýttist þó til þess að vinna að öðrum þáttum málsins. Öflun lánsfjár til virkjunar var annar meg- inþáttur samninganna. Það var eitt af mark- miðum viðreisnarinnar að skapa Islendingum lánstraust að nýju eftir vandræðaganginn á sjötta áratugnum þegar pólitísk lán fyrir milli- göngu Bandaríkjanna höfðu verið eina hald- reipið. Nú tókst að fá stuðning Alþjóðabankans sem féllst á að verða aðallánveitandinn til Búr- fellsvirkjunar, auk þess sem aðild hans greiddi fyrir lánum á alþjóðlegum lánamarkaði. Byggðamál voru líka mjög til umræðu á samningstímanum. Mikill áhugi var á því fyrir norðan að álbræðslan yrði staðsett við Eyja- fjörð og fengi orku frá virkjun Dettifoss. Sam- anburður á kostnaði leiddi þó fljótt í ljós að Búrfellsvirkjun væri mun hagkvæmari auk þess sem hinn stóri markaður fyrir raforku á Suðvesturlandi jók enn á hagkvæmni hennar.“ -Var mönnum ekkert sárt um Dettifoss? „Sem betur fer reyndi aldrei á það, málið komst ekki svo langt. Hins vegar er ljóst að menn litu öðruvísi á þessa hluti en þeir gera nú. Þegar frumvarpið um Landsvirkjun var lagt fram, voru flestir búnir að sætta sig við að Dettifossvirkjun kæmi ekki til greina, en héldu þó í þá von að hagkvæmt gæti verið flytja orkuna norður og staðsetja verksmiðjuna þar. Þeim kosti höfnuðu bæði Svisslendingarnir og Þegar viðreisnarstjórnin setti stóriðjunefnd á laggirnar 1961 varð Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri formaður hennar og þegar Landsvirkjun var stofnuð fjórum árum síðar varð hann stjórnarformaður hennar og gegndi þeim starfa til 1995. I samtali við Freystein Jóhannsson lítur Jóhannes um öxl til árdaga stórvirkjana og stóriðju á Islandi. Morgunblaðið/Jim Smart Jóhannes Nordal: Erfiðustu dagarnir voru þegar Búrfellslínan rofnaði rétt fyrir jólin 1972. Alþjóðabankinn að athuguðu máli.“ - Hvers vegna varð Straumsvík ofan á? „Eftir athugun á mörgum kostum, meðal annars Þorlákshöfn og Reykjanesi, virtust Straumsvík og Geldinganes sameina bezt góða hafnaraðstöðu og nálægð við stóran vinnu- markað. Tiltölulega slétt og auðunnið bygging- arland var hins vegar Straumsvík í hag auk þess sem Reykjavíkurborg hafði lítinn áhuga á að verksmiðjan yrði á Geldinganesi." Raforkuverðið var erfiðasti hlutinn í álviðræðunum - Hvaða þáttur í álviðræðunum reyndist ykk- ur erfiðastur? „Óhætt er að segja að verð og aðrir skil- málar varðandi orkusöluna hafi verið stærsti og erfiðasti hlutinn, enda byggðist áhugi er- lenda aðilans fyrst og fremst á því að hér væri unnt að fá orku á mjög samkeppnishæfu verði. Öryggi orkuafhendingar skipti líka miklu máli því að álbræðslur þola ekki straumrof nema í skamman tíma, en öryggi kostar peninga og fyrir okkur var um að gera að halda fram- leiðslukostnaði orkunnar sem lægstum. Til dæmis var mikil áhætta fólgin í ísmyndun í Þjórsá að vetrarlagi. Örugg en mjög dýr leið hefði verið að gera miðlunarlón ofar í ánni, sem hefði hækkað kostnaðarverð raforku veru- lega. I stað þess voru hönnuð sérstök ísskol- unarvirki sem fleyttu meginísmagninu fram hjá virkjuninni og voru mun ódýrari en miðlun. Þau reyndust vel þótt stundum mætti ekki á tæpara standa að unnt væri að forðast alvarleg áföll. Annað dæmi var sú ákvörðun að leggja í upphafi aðeins eina háspennulínu milli Búrfells og Reykjavíkur, en draga úr þeirri áhættu sem þessu fylgdi með því að reisa gasaflsstöð fyrir sunnan Hafnarfjörð til þess að hafa varaafl, ef eitthvað kæmi fyrir. Á þetta reyndi svo sann- arlega þegar mastur brotnaði við Hvítá og lín- an rofnaði rétt fyrir jólin 1972. Varð að skammta rafmagn á öllu höfuðborgarsvæðinu í nokkra daga, en sem betur fer tókst að koma stundina því á aftur fyrir aðfangadagskvöld og álbræðsl- an varð ekki fyrir verulegu tjóni. Þetta voru þó erfiðustu dagarnir sem ég upplifði öll þau ár sem ég var í stjórn Landsvirkjunar." Tæpur stjórnarmeirihluti skóp harða andstöðu á Alþingi - Umræður á Alþingi um álverið voru bæði langar og harðar. Öttaðist þú einhvern tíma um framgang málsins vegna þeirrar orrahríð- ar? „Nei, reyndar ekki. Við sem að málinu unn- um einbeittum okkur að því að ná sem hag- stæðustum samningum og sem öruggustum tryggingum fyrir Islendinga ef illa gengi. Það var okkur ómetanlegt að hafa að bakhjarli sterka pólitíska forystumenn sem báru málið fram á Alþingi, fyrst Bjarna Benediktsson og síðan Jóhann Hafstein, sem tók við iðn- aðarmálunum þegar Bjarni varð forsætisráð- herra. Hinn mikli pólitíski stöðugleiki allt við- reisnartímabilið var líka mikilsverður ekki síst gagnvart hinum erlendu samstarfsaðilum. Rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við völd í þrjú kjörtímabil hafði alla tíð tæpan meirihluta á Alþingi, en styrkur hennar lá í því hve samhent hún var í þessu og flestum öðrum málum. En vegna hins tæpa meirihluta var stjórnarandstaðan að sama skapi hörð. Margt af þvi sem varað var mest við, svo sem ofurvald hins erlenda fyrirtækis í íslenzku at- vinnulífi og ákvæði um alþjóðlega gerð í deilu- málum, hefur reynzt byggt á ástæðulausum ótta.“ - Búrfellsvirkjun og álverið hafa verið stór biti að kyngja á þessum tíma. „Þegar þessar framkvæmdir hófust stóð síld- arævintýrið sem hæst svo að menn höfðu vissulega áhyggjur af þensluáhrifum, enda þurfti verktakinn við Búrfell að sækja vinnuafl til Svíþjóðar fyrsta árið. Þetta breyttist þó skjótlega þegar síldveiðarnar hrundu 1967 og mikill samdráttur varð í kjölfarið. Það má því hiklaust segja að framkvæmdirnar við Búrfell og álverið hafi komið í veg fyrir stórfellt at- vinnuleysi á þessum árum.“ Virkjanir hafa byggt upp tækni- og verkþekkingu í landinu - Þegar þú lítur nú um öxl, er þá eitthvað sem þú vildir að hefði gengið öðruvísi en raun- in varð? „Hér á vafalaust við það fornkveðna, að margt fer öðruvísi en ætlað er. Eg er þó þeirr- ar skoðunar enn í dag að samningarnir um ál- verið og bygging Búrfellsvirkjunar hafi tekizt eins vel og aðstæður þá leyfðu. Ég held líka að ef samningar hefðu ekki tekizt á þessum tíma sé mjög óvíst hvenær virkjun stórfljóta á Is- landi hefði getað hafizt. Ástæðan er sú að skömmu eftir þetta urðu afdrifarík umskipti bæði á álmörkuðum og í efnahagsmálum sem breytti aðstæðum okkar í þessum efnum verulega. Vegna mikillar bjart- sýni um hagstætt verð á orku frá kjarn- orkuverum og opinbers stuðnings sneru álfyr- irtæki, þar á meðai Alusuisse, sér að því um tíma að byggja álbræðslur nálægt aðalmark- aðssvæðum sínu á meginlandi Evrópu og i Bretlandi í stað þess að sækjast eftir lítið ódýrari vatnsorku í fjarlægari löndum. Síðan kom olíukreppan 1973 og í kjölfar hennar sam- dráttur í efnahagsmálum, vaxandi verðbólga og hækkandi vextir sem gerði alla uppbyggingu erfiðari en áður. Þegar við þetta bættist óstöðugleiki i ís- lenzkum stjórnmálum og sívaxandi verðbólga aiit fram á níunda áratuginn, blés ekki byrlega fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar." - Að við höfum hitt á réttu stundina? „Ég held að flest bendi til þess. Að vísu tók- ust samningar um Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga í framhaldi af Sigölduvirkjun, en það var að sjálfsögðu miklu auðveldari áfangi en Búrfellsvirkjun og álverið á sínum tíma.“ - Er eitthvert atriði, sem þú hefur ekki minnzt á, en er þér ofarlega í huga frá Lands- virkjunartíma þínum? „Ég vil þá nefna eitt sem mér finnst ekki al- mennt nægur gaumur gefinn, en það er þáttur Landsvirkjunar í því að byggja upp tækniþekk- ingu í landinu og skapa grundvöll fyrir starf- semi öflugra verktakafyrirtækja. Fyrsta virkj- unin var svo til algjörlega hönnuð af erlendum verkfræðingum og erlendir verktakar áttu langstærstan hlut að framkvæmdunum. Mark- visst var stefnt að því að breyta þessu unz svo var komið að fjórða virkjunin; Blönduvirkjun, var að öllu leyti hönnuð og byggð af Islend- ingum, fyrir utan vélar og rafbúnað. Þannig hefur þekkingu og reynslu fleygt fram og nú er fyrirtækið byrjað að hasla sér völl erlendis á sviði byggingar orkuvera.“ freysteinn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.