Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ljósmynd/Guðfínna M. Hreiðarsdóttir
Járnbrautarteinar lagfærðir
ísafirði | I Neðstakaupstað á ísafirði er varðveittur
heillegasti verslunarstaðurinn hér á landi frá tímum
einokunarverslunarinnar. Eru húsin fjögur talsins, elst
er Krambúðarhúsið frá árinu 1757 en Turnhúsið er
yngst, byggt 1784.
Þau eru mörg handtökin í varðveislu og viðhaldi
þessara gömlu húsa og munum sem þeim tilheyra. Nú
á dögunum var unnið að endurbótum þeirra járn-
brautarteina sem eftir standa á svæðinu frá fornu fari
en lágu áður um alla eyrina. Var Björn Baldursson
safnvörður kominn langt á veg með verkið enda hafði
hann góða aðstoðarmenn sér við hlið, þá Stefán Páls-
son og Kjartan Þórisson sem starfa í bæjarvinnunni í
sumar. Til vinstri á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af
Krambúðinni en hægra megin er Turnhúsið sem dreg-
ur nafn sitt af turni sem rís upp úr miðju þaki þess. Er
hann manngengur með litlum gluggum er vísa í allar
áttir, gerður til hagræðingar fyrir faktorinn í Neðsta-
kaupstað sem gat þaðan fylgst með skipaferðum og
haft auga með störfum vinnufólksins á fiskreitunum.
Þótt þeir Björn, Stefán og Kjartan væru lausir undan
slíku eftirliti þá fylgdist tíkin Tinna vel með verkinu og
hefur án efa talið það unnið af dugnaði og samvisku-
semi.
ifíijjqjqiaÁa^n ^jjahÍÁhjcuqja.
Safnið opnar i nýju húsi
y.júlink.
nm
mm
\
í
Opnunartími:
1. apríl-31. okt. er opið frá kl 13:00-
17:00 og á öðrum tímum eftir
samkomulagi. Garðskagavitinn er
opinn á sama tíma
og er aðgangur ókeypis. ,
Vefsvæði: \vww.s\’-gardui'.is • Póstur: gardskagi@simnet.is • Sími 422-7220 & 894-2135
VlyA voitinqjciAhxijuh
rBijSur upp á
lcttar veitincjar.
Opió frá 13:00- 24:00
alla datja.
Utsijnis oj vcitinjastaáurinn
iJlösin
Sími 422-7214
Fréttaskýring | Breytingar með nýjum
lögum um fullnustu refsinga í gildi í dag
Fá strax með-
ferðaráætlun
Fangaverðir með heimild til valdbeit-
ingar en eru bundnir þagnarskyldu
Færri en 40 fangar á 100.000 íbúa hérlendis.
Eftir Örlyg Stein
Sigurjónsson
orsi@mbl.is
A
vikunni var gengið
frá ráðningu sérstaks
verkefnastjóra sem
ætlað er að hrinda af stað
framkvæmdaáætlun varð-
andi enduruppbyggingu
fangelsanna á Kvía-
bryggju og Akureyri.
Verkefnastjórinn er Stef-
án P. Eggertsson sem
hefur umboð dómsmála-
og fjármálaráðuneytis til
ákvarðanatöku fyrir hönd
ráðuneytanna. Strax verð-
ur hafist handa og enn-
fremur í ágúst verður
sjónum beint að málefnum Litla-
Hrauns og fangelsis á Hólmsheiði
sem Fangelsismálastofnun telur
brýnt að verði reist.
I dag, 1. júlí, taka gildi ný lög
um fullnustu refsinga þar sem um
er að ræða töluverðar breytingar
á eldri lögum um fangelsi og
fangavist nr. 48/1988. Björn
Bjarnason lagði snemma árs 2004
fram frumvarp til laganna, en dró
það til baka og lagði það fram að
nýju síðar sama ár í breyttri
mynd. Samkvæmt því gera lögin
ráð fyrir að gerð sé sérstök með-
ferðar- og aðgerðaáætlun í upp-
hafi fangavistar skv. 17. gr.
I markmiðum fangelsismála-
yfirvalda er í þessu samhengi
lögð áhersla á vel skipulagða,
trygga og örugga afplánun auk
þess sem áhersla er lögð á virð-
ingarverð og mannleg samskipti.
Valtýr Sigurðsson fangelsismála-
stjóri telur nýju lögin í samræmi
við fyrirmæli Evrópuráðsins og
hann segir það hafa verið mjög
ánægjulegt að allsherjarnefnd
hafi á sínum tíma verið sammála
um afgreiðslu málsins út úr
nefndinni. Til upprifjunar má
nefna umsögn Bjarna Benedikts-
sonar formanns allsherjarnefndar
þess efnis að frumvarpið félli
ágætlega að þeirri framtíðarsýn
sem kynnt hefði verið og fagnaði
nefndin því að við stefnumótun í
fangelsismálum væri horft til
lengri tíma. Nefndin tæki undir
það sem fram kæmi í skýrslu
Fangelsismálastofnunar að mikil-
vægt væri að við framtíðarupp-
byggingu fangelsanna yrði tryggð
sjúkradeild fyrir sakhæfa fanga
sem þyrftu á bráðameðferð að
halda.
Guðrún Ögmundsdóttir nefnd-
armaður taldi þá mjög ánægju-
legt að fram væri komin afar skýr
og ákveðin framtíðarsýn í fang-
elsismálum svo dæmi séu tekin.
Nýtt afeitrunar- og meðferð-
arfangelsi á Hólmsheiði
Aðspurður hvernig nýtt laga-
umhverfi komi til með að virka í
tengslum við stærstu úrlausnar-
efni fangelsismála, tekur Valtýr
fram að byggt sé á ákveðnum for-
sendum sem fram koma í fram-
kvæmdaáætlun varðandi upp-
byggingu fangelsanna. „Við
viljum að byggt verði nýtt fang-
elsi á Hólmsheiði sem verði fyrst
og fremst afeitrunar- og meðferð-
arfangelsi í stað venjulegs afplán-
unarfangelsis, og að afeitrun og
meðferð fari fram í upphafi af-
plánunar en ekki síðustu sex vik-
ur eins og nú er,“ segir hann.
I lagafrumvarpinu eru ákvæði
er varða símtöl og bréfaskriftir
fanga, rétt þeirra til að njóta úti-
veru, sem nú hefur verið rýmk-
Þorir enginn að tala um
fangelsin í landinu?
► Hérlendis hefur verið litið á
fangelsi sem einangraðar stofn-
anir sem allir óttast og enginn
vill ræða um að mati fangelsis-
stjóra. Þessu vilja fangelsismála-
yfirvöld og breyta og eru ný lög
um fullnustu refsinga áfangi á
leið að þessu markmiði. Fang-
elsin eru enda hluti hins daglega
lífs og Fangelsismálastofnun hef-
ur sett það sem eitt meginmark-
mið í framtíðarstefnumörkum
sinni að fækka endurkomum
fanga í fangelsi.
aður, iðkun tómstundastarfa og
aðgang að fjölmiðli, en gömlu lög-
in sögðu ekkert um fjölmiðlaað-
gang fanga, auk fleiri þátta. I at-
hugasemdum með frumvarpinu
var bent á nauðsyn þess að líta til
skýrslu um markmið í fangelsis-
málum og framtíðaruppbygginu
fangelsanna. Þannig væri nauð-
synlegt að reisa nýtt fangelsi við
Reykjavík og huga að stækkun
Litla-Hrauns, Kvíabryggju og
fangelsisins á Akureyri. Nokkur
ákvæði miði að því að bæta öryggi
í fangelsi og þagnarskylda sett á
fangaverði sem eru meðal ný-
mæla sem og að heimild þeiira til
að beita valdi verði lögbundin.
Þannig segir í 7. gr. frumvarpsins
að starfsmönnum fangelsa sé
heimilt að beita valdi við fram-
kvæmd skyldustarfa ef það teljist
nauðsynlegt til að koma í veg fyr-
ir strok, verjast yfirvofandi árás,
jffirbuga grófa mótspyrnu, hindra
að fangi skaði sjálfan sig eða aðra
og til að koma í veg fyrir
skemmdarverk. Einnig ef nauð-
synlegt er að framkvæma fyrir-
skipaðar aðgerðir sem þörf er á
að framkvæma þegar í stað og
fangi hafnar eða Iætur ógert að
fylgja fyrirmælum um. Útskýrt
er að valdbeiting geti falist í lík-
amlegum tökum eða beitingu við-
eigandi varnartækja. Skilgrein-
ingar sem þessar eru ekki að
finna í gömlu lögunum.
Að lokum má rifja upp erindi
sem Valtýr Sigurðsson hélt á Sól-
heimum í Grímsnesi í maíbyrjum
þar sem hann sagði að hérlendis
hefði verið litið á fangelsi sem ein-
angraðar stofnanir sem væru úr
tengslum við aðrar stofnanir
þjóðfélagsins. AUir óttuðust fang-
elsin og enginn vildi ræða um
þau. Þessu vildu fangelsismála-
yfirvöld breyta enda væru fang-
elsin hluti daglega lífsins. Hefði
Fangelsismálastofnun sett það
sem eitt meginmarkmið í framtíð-
arstefnumörkum sinni að fækka
endurkomum fanga. Fangelsis-
yfirvöld bæru ábyrgð á fóngunum
bæði fyrir og eftir vistina.