Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmynd/Guðfínna M. Hreiðarsdóttir Járnbrautarteinar lagfærðir ísafirði | I Neðstakaupstað á ísafirði er varðveittur heillegasti verslunarstaðurinn hér á landi frá tímum einokunarverslunarinnar. Eru húsin fjögur talsins, elst er Krambúðarhúsið frá árinu 1757 en Turnhúsið er yngst, byggt 1784. Þau eru mörg handtökin í varðveislu og viðhaldi þessara gömlu húsa og munum sem þeim tilheyra. Nú á dögunum var unnið að endurbótum þeirra járn- brautarteina sem eftir standa á svæðinu frá fornu fari en lágu áður um alla eyrina. Var Björn Baldursson safnvörður kominn langt á veg með verkið enda hafði hann góða aðstoðarmenn sér við hlið, þá Stefán Páls- son og Kjartan Þórisson sem starfa í bæjarvinnunni í sumar. Til vinstri á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af Krambúðinni en hægra megin er Turnhúsið sem dreg- ur nafn sitt af turni sem rís upp úr miðju þaki þess. Er hann manngengur með litlum gluggum er vísa í allar áttir, gerður til hagræðingar fyrir faktorinn í Neðsta- kaupstað sem gat þaðan fylgst með skipaferðum og haft auga með störfum vinnufólksins á fiskreitunum. Þótt þeir Björn, Stefán og Kjartan væru lausir undan slíku eftirliti þá fylgdist tíkin Tinna vel með verkinu og hefur án efa talið það unnið af dugnaði og samvisku- semi. ifíijjqjqiaÁa^n ^jjahÍÁhjcuqja. Safnið opnar i nýju húsi y.júlink. nm mm \ í Opnunartími: 1. apríl-31. okt. er opið frá kl 13:00- 17:00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Garðskagavitinn er opinn á sama tíma og er aðgangur ókeypis. , Vefsvæði: \vww.s\’-gardui'.is • Póstur: gardskagi@simnet.is • Sími 422-7220 & 894-2135 VlyA voitinqjciAhxijuh rBijSur upp á lcttar veitincjar. Opió frá 13:00- 24:00 alla datja. Utsijnis oj vcitinjastaáurinn iJlösin Sími 422-7214 Fréttaskýring | Breytingar með nýjum lögum um fullnustu refsinga í gildi í dag Fá strax með- ferðaráætlun Fangaverðir með heimild til valdbeit- ingar en eru bundnir þagnarskyldu Færri en 40 fangar á 100.000 íbúa hérlendis. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is A vikunni var gengið frá ráðningu sérstaks verkefnastjóra sem ætlað er að hrinda af stað framkvæmdaáætlun varð- andi enduruppbyggingu fangelsanna á Kvía- bryggju og Akureyri. Verkefnastjórinn er Stef- án P. Eggertsson sem hefur umboð dómsmála- og fjármálaráðuneytis til ákvarðanatöku fyrir hönd ráðuneytanna. Strax verð- ur hafist handa og enn- fremur í ágúst verður sjónum beint að málefnum Litla- Hrauns og fangelsis á Hólmsheiði sem Fangelsismálastofnun telur brýnt að verði reist. I dag, 1. júlí, taka gildi ný lög um fullnustu refsinga þar sem um er að ræða töluverðar breytingar á eldri lögum um fangelsi og fangavist nr. 48/1988. Björn Bjarnason lagði snemma árs 2004 fram frumvarp til laganna, en dró það til baka og lagði það fram að nýju síðar sama ár í breyttri mynd. Samkvæmt því gera lögin ráð fyrir að gerð sé sérstök með- ferðar- og aðgerðaáætlun í upp- hafi fangavistar skv. 17. gr. I markmiðum fangelsismála- yfirvalda er í þessu samhengi lögð áhersla á vel skipulagða, trygga og örugga afplánun auk þess sem áhersla er lögð á virð- ingarverð og mannleg samskipti. Valtýr Sigurðsson fangelsismála- stjóri telur nýju lögin í samræmi við fyrirmæli Evrópuráðsins og hann segir það hafa verið mjög ánægjulegt að allsherjarnefnd hafi á sínum tíma verið sammála um afgreiðslu málsins út úr nefndinni. Til upprifjunar má nefna umsögn Bjarna Benedikts- sonar formanns allsherjarnefndar þess efnis að frumvarpið félli ágætlega að þeirri framtíðarsýn sem kynnt hefði verið og fagnaði nefndin því að við stefnumótun í fangelsismálum væri horft til lengri tíma. Nefndin tæki undir það sem fram kæmi í skýrslu Fangelsismálastofnunar að mikil- vægt væri að við framtíðarupp- byggingu fangelsanna yrði tryggð sjúkradeild fyrir sakhæfa fanga sem þyrftu á bráðameðferð að halda. Guðrún Ögmundsdóttir nefnd- armaður taldi þá mjög ánægju- legt að fram væri komin afar skýr og ákveðin framtíðarsýn í fang- elsismálum svo dæmi séu tekin. Nýtt afeitrunar- og meðferð- arfangelsi á Hólmsheiði Aðspurður hvernig nýtt laga- umhverfi komi til með að virka í tengslum við stærstu úrlausnar- efni fangelsismála, tekur Valtýr fram að byggt sé á ákveðnum for- sendum sem fram koma í fram- kvæmdaáætlun varðandi upp- byggingu fangelsanna. „Við viljum að byggt verði nýtt fang- elsi á Hólmsheiði sem verði fyrst og fremst afeitrunar- og meðferð- arfangelsi í stað venjulegs afplán- unarfangelsis, og að afeitrun og meðferð fari fram í upphafi af- plánunar en ekki síðustu sex vik- ur eins og nú er,“ segir hann. I lagafrumvarpinu eru ákvæði er varða símtöl og bréfaskriftir fanga, rétt þeirra til að njóta úti- veru, sem nú hefur verið rýmk- Þorir enginn að tala um fangelsin í landinu? ► Hérlendis hefur verið litið á fangelsi sem einangraðar stofn- anir sem allir óttast og enginn vill ræða um að mati fangelsis- stjóra. Þessu vilja fangelsismála- yfirvöld og breyta og eru ný lög um fullnustu refsinga áfangi á leið að þessu markmiði. Fang- elsin eru enda hluti hins daglega lífs og Fangelsismálastofnun hef- ur sett það sem eitt meginmark- mið í framtíðarstefnumörkum sinni að fækka endurkomum fanga í fangelsi. aður, iðkun tómstundastarfa og aðgang að fjölmiðli, en gömlu lög- in sögðu ekkert um fjölmiðlaað- gang fanga, auk fleiri þátta. I at- hugasemdum með frumvarpinu var bent á nauðsyn þess að líta til skýrslu um markmið í fangelsis- málum og framtíðaruppbygginu fangelsanna. Þannig væri nauð- synlegt að reisa nýtt fangelsi við Reykjavík og huga að stækkun Litla-Hrauns, Kvíabryggju og fangelsisins á Akureyri. Nokkur ákvæði miði að því að bæta öryggi í fangelsi og þagnarskylda sett á fangaverði sem eru meðal ný- mæla sem og að heimild þeiira til að beita valdi verði lögbundin. Þannig segir í 7. gr. frumvarpsins að starfsmönnum fangelsa sé heimilt að beita valdi við fram- kvæmd skyldustarfa ef það teljist nauðsynlegt til að koma í veg fyr- ir strok, verjast yfirvofandi árás, jffirbuga grófa mótspyrnu, hindra að fangi skaði sjálfan sig eða aðra og til að koma í veg fyrir skemmdarverk. Einnig ef nauð- synlegt er að framkvæma fyrir- skipaðar aðgerðir sem þörf er á að framkvæma þegar í stað og fangi hafnar eða Iætur ógert að fylgja fyrirmælum um. Útskýrt er að valdbeiting geti falist í lík- amlegum tökum eða beitingu við- eigandi varnartækja. Skilgrein- ingar sem þessar eru ekki að finna í gömlu lögunum. Að lokum má rifja upp erindi sem Valtýr Sigurðsson hélt á Sól- heimum í Grímsnesi í maíbyrjum þar sem hann sagði að hérlendis hefði verið litið á fangelsi sem ein- angraðar stofnanir sem væru úr tengslum við aðrar stofnanir þjóðfélagsins. AUir óttuðust fang- elsin og enginn vildi ræða um þau. Þessu vildu fangelsismála- yfirvöld breyta enda væru fang- elsin hluti daglega lífsins. Hefði Fangelsismálastofnun sett það sem eitt meginmarkmið í framtíð- arstefnumörkum sinni að fækka endurkomum fanga. Fangelsis- yfirvöld bæru ábyrgð á fóngunum bæði fyrir og eftir vistina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.